Samtakamáttur samfélagsins í upprætingu ofbeldis Bjarney Rún Haraldsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 16:01 Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Ofbeldi beinist fremur að minnihlutahópum samfélagsins og í nánum samböndum, í samskiptum þar sem valdaójafnvægi er til staðar og misbeiting valds á sér stað. Vandinn er kynbundinn vegna þess að konur eru í meirihluta beittar ofbeldi og karlar eru í meirihluta þeir sem beita ofbeldi. Ofbeldi og afleiðingar þess er samfélagsmein sem ber að taka alvarlega og kemur öllum við. Öll tilheyrum við samfélögum, allt frá fjölskyldum, vinnustöðum og nærumhverfi, til alheimssamfélagsins. Samfélagið er kerfi með mörgum undirkerfum og hvert kerfi hefur viðmið um þá hegðun sem horft er framhjá, umborin eða samþykkt. Ef við veljum að líta undan í stað þess að horfast í augu við vandann erum við að styðja við ríkjandi ástand á útbreiddu samfélagsmeini. Sem samfélag verðum við að skilja áhrif ofbeldis og áfalla og vera meðvituð um að við höfum val á að hafna ofbeldi. Þegar við sameinumst í eitt og gerum okkur grein fyrir þeim mætti sem býr í samstöðunni, sendum við skýr skilaboð til gerenda um að ofbeldi verði ekki liðið og hafi raunverulegar afleiðingar. Þar með leggjum við ábyrgðina á þann sem velur að beita ofbeldi og veitum þolendum öruggara rými til þess að segja frá og leita sér aðstoðar. Ofbeldi þrífst í þögn og að lítið sé gert úr því. Sár á líkama geta skilið eftir sig ör sem aldrei hverfa að fullu og það sama á við um tilfinningalegar og sálfélagslegar afleiðingar ofbeldis. Í samtakamættinum yfirstígum við ekki allan vanda en við sköpum rými þar sem afleiðingar ofbeldis eru viðurkenndar og varða alla í stað þess að þolendur beri þær einir. Ísland er ekki stórt land á heimsmælikvarða og smæðin hefur bæði sína kosti og galla. Í kostunum felast meðal annars nálægðin við náungann og styttri boðleiðir. Starfsemi Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar og Kvennaathvarfsins á Akureyri nýtur góðs af hvoru tveggja. Samtök um kvennaathvarf reka athvarf á Akureyri fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð sem gegnir því hlutverki að samhæfa þjónustu og úrræði fyrir þolendur á einum stað og stuðla að þverfaglegri samvinnu með því að búa til samstarfsvettvang opinberra aðila og frjálsra félagasamtaka, á forsendum þolenda. Næstkomandi fimmtudag, 1. desember kl. 16:30 ætlum við að sýna í verki samtakamátt samfélagsins og ganga saman ljósagöngu í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Að göngunni standa Soroptimistaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbbar Akureyrar og Þórunnar hyrnu sem lagt hafa sitt af mörkum í að styðja við og styrkja þjónustu fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Nemendafélög Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri verða þar í fararbroddi sem er ákaflega táknrænt þar sem Bjarmahlíð hefur nú opnað dyrnar fyrir ungmenni frá 16 ára aldri. Úrræðið er samþætt móttöku, fræðslu- og stuðningsúrræði fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri vegna ofbeldis. Þjónustuaukningin er unnin í samtali við Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og aðra sem koma að þjónustu við ungmenni á svæðinu. Í forgrunni starfsins er Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna og áhersla lögð á merkingarbæra þátttöku ungmennanna sjálfra. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar og Kvennaathvarfsins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Ofbeldi beinist fremur að minnihlutahópum samfélagsins og í nánum samböndum, í samskiptum þar sem valdaójafnvægi er til staðar og misbeiting valds á sér stað. Vandinn er kynbundinn vegna þess að konur eru í meirihluta beittar ofbeldi og karlar eru í meirihluta þeir sem beita ofbeldi. Ofbeldi og afleiðingar þess er samfélagsmein sem ber að taka alvarlega og kemur öllum við. Öll tilheyrum við samfélögum, allt frá fjölskyldum, vinnustöðum og nærumhverfi, til alheimssamfélagsins. Samfélagið er kerfi með mörgum undirkerfum og hvert kerfi hefur viðmið um þá hegðun sem horft er framhjá, umborin eða samþykkt. Ef við veljum að líta undan í stað þess að horfast í augu við vandann erum við að styðja við ríkjandi ástand á útbreiddu samfélagsmeini. Sem samfélag verðum við að skilja áhrif ofbeldis og áfalla og vera meðvituð um að við höfum val á að hafna ofbeldi. Þegar við sameinumst í eitt og gerum okkur grein fyrir þeim mætti sem býr í samstöðunni, sendum við skýr skilaboð til gerenda um að ofbeldi verði ekki liðið og hafi raunverulegar afleiðingar. Þar með leggjum við ábyrgðina á þann sem velur að beita ofbeldi og veitum þolendum öruggara rými til þess að segja frá og leita sér aðstoðar. Ofbeldi þrífst í þögn og að lítið sé gert úr því. Sár á líkama geta skilið eftir sig ör sem aldrei hverfa að fullu og það sama á við um tilfinningalegar og sálfélagslegar afleiðingar ofbeldis. Í samtakamættinum yfirstígum við ekki allan vanda en við sköpum rými þar sem afleiðingar ofbeldis eru viðurkenndar og varða alla í stað þess að þolendur beri þær einir. Ísland er ekki stórt land á heimsmælikvarða og smæðin hefur bæði sína kosti og galla. Í kostunum felast meðal annars nálægðin við náungann og styttri boðleiðir. Starfsemi Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar og Kvennaathvarfsins á Akureyri nýtur góðs af hvoru tveggja. Samtök um kvennaathvarf reka athvarf á Akureyri fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð sem gegnir því hlutverki að samhæfa þjónustu og úrræði fyrir þolendur á einum stað og stuðla að þverfaglegri samvinnu með því að búa til samstarfsvettvang opinberra aðila og frjálsra félagasamtaka, á forsendum þolenda. Næstkomandi fimmtudag, 1. desember kl. 16:30 ætlum við að sýna í verki samtakamátt samfélagsins og ganga saman ljósagöngu í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Að göngunni standa Soroptimistaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbbar Akureyrar og Þórunnar hyrnu sem lagt hafa sitt af mörkum í að styðja við og styrkja þjónustu fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Nemendafélög Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri verða þar í fararbroddi sem er ákaflega táknrænt þar sem Bjarmahlíð hefur nú opnað dyrnar fyrir ungmenni frá 16 ára aldri. Úrræðið er samþætt móttöku, fræðslu- og stuðningsúrræði fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri vegna ofbeldis. Þjónustuaukningin er unnin í samtali við Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og aðra sem koma að þjónustu við ungmenni á svæðinu. Í forgrunni starfsins er Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna og áhersla lögð á merkingarbæra þátttöku ungmennanna sjálfra. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar og Kvennaathvarfsins á Akureyri.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun