Enn skorti lóðir í Reykjavík og regluverk allt of flókið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 19:30 Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir Reykjavík ekki standa sig þegar kemur að framboði af lóðum. Þá sé allt regluverk í kringum nýbyggingar óskilvirkt. Vísir/Sigurjón Samtök iðnaðarins gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Uppbygging nýs íbúðarhúsnæðis sé ekki að mæta þörf. Þá taki skipulagsferlið í kringum nýbyggingar alltof langan tíma. Hægt væri að ná fram meiri hagkvæmni með því að einfalda regluverk. Á síðasta ári voru ríflega fimm þúsund íbúðir í byggingu á landinu samkvæmt tölum Hagstofunnar sem er aukning um næstum tólf hundruð milli ára. Sérfræðingar hjá Húsnæðis -og mannvirkjastofnun sögðu í hádegisfréttum Bylgjunnar að þetta væri ekki nóg til að anna fyrirliggjandi þörf og það jafnvel þó að mannfjöldinn hafi verið of talinn um tæplega tíu þúsund manns. Fram kom að samkvæmt nýrri talningu yrðu um þrjú þúsund íbúðir tilbúnar á þessu ári. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins tekur undir þetta en þó megi sjá meiri stöðugleika í framboði en áður. „Þetta er ekki nægilega mikið af íbúðum sem eru að koma inn á ári en þeirra mat hefur verið að það þurfi að koma rétt um þrjú þúsund og fimm hundruð tilbúnar íbúðir á ári,“ segir hann. Fulltrúar borgaryfirvalda lofuðu meira lóðaframboði í síðustu kosningabaráttu. Ingólfur segir hins vegar að enn sé skortur á lóðum í Reykjavík. „Reykjavík er náttúrulega stór í þessu en borgaryfirvöld hafa því miður ekki verið að standa sig nægjanlega. Svo eru fleiri sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu eins og Kópavogur þar sem vantar land. Það er þó ekki staðan í Reykjavík því þeir hafa nægt land til að brjóta undir nýja byggð,“ segir Ingólfur. Fleira komi til. „Skipulagsferlið tekur einfaldlega alltof langan tíma frá upphafi til enda. Við sjáum líka ósamræmi milli byggingafulltrúa til að mynda. Þannig að það er þetta stig byggingarframkvæmdanna sem má bæta og flýta þá framkvæmdum. Í leiðinni væri verið gera þetta ódýrara og hagkvæmara. Til hagsbóta fyrir byggingaraðila og heimilin í landinu.“ segir hann. Vegna mikilla verðhækkana á húsnæði undanfarin ár og hás vaxtarstigs hefur ungu fólki reynst sífellt erfiðara að kaupa sér húsnæði. Ingólfur segir því gríðarlega mikilvægt að byggingar á nýju húsnæði uppfylli fyrirliggjandi þörf. „Lykilþátturinn í þessu er framboðið. Að við sköffum nægt framboð til að mæta þörfum ekki síst þessara stóru hópa sem eru að koma inn á markaðinn,“ segir hann. Reykjavík Byggingariðnaður Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Á síðasta ári voru ríflega fimm þúsund íbúðir í byggingu á landinu samkvæmt tölum Hagstofunnar sem er aukning um næstum tólf hundruð milli ára. Sérfræðingar hjá Húsnæðis -og mannvirkjastofnun sögðu í hádegisfréttum Bylgjunnar að þetta væri ekki nóg til að anna fyrirliggjandi þörf og það jafnvel þó að mannfjöldinn hafi verið of talinn um tæplega tíu þúsund manns. Fram kom að samkvæmt nýrri talningu yrðu um þrjú þúsund íbúðir tilbúnar á þessu ári. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins tekur undir þetta en þó megi sjá meiri stöðugleika í framboði en áður. „Þetta er ekki nægilega mikið af íbúðum sem eru að koma inn á ári en þeirra mat hefur verið að það þurfi að koma rétt um þrjú þúsund og fimm hundruð tilbúnar íbúðir á ári,“ segir hann. Fulltrúar borgaryfirvalda lofuðu meira lóðaframboði í síðustu kosningabaráttu. Ingólfur segir hins vegar að enn sé skortur á lóðum í Reykjavík. „Reykjavík er náttúrulega stór í þessu en borgaryfirvöld hafa því miður ekki verið að standa sig nægjanlega. Svo eru fleiri sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu eins og Kópavogur þar sem vantar land. Það er þó ekki staðan í Reykjavík því þeir hafa nægt land til að brjóta undir nýja byggð,“ segir Ingólfur. Fleira komi til. „Skipulagsferlið tekur einfaldlega alltof langan tíma frá upphafi til enda. Við sjáum líka ósamræmi milli byggingafulltrúa til að mynda. Þannig að það er þetta stig byggingarframkvæmdanna sem má bæta og flýta þá framkvæmdum. Í leiðinni væri verið gera þetta ódýrara og hagkvæmara. Til hagsbóta fyrir byggingaraðila og heimilin í landinu.“ segir hann. Vegna mikilla verðhækkana á húsnæði undanfarin ár og hás vaxtarstigs hefur ungu fólki reynst sífellt erfiðara að kaupa sér húsnæði. Ingólfur segir því gríðarlega mikilvægt að byggingar á nýju húsnæði uppfylli fyrirliggjandi þörf. „Lykilþátturinn í þessu er framboðið. Að við sköffum nægt framboð til að mæta þörfum ekki síst þessara stóru hópa sem eru að koma inn á markaðinn,“ segir hann.
Reykjavík Byggingariðnaður Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira