Ekki of seint að gera betur Inga Sæland skrifar 29. nóvember 2022 14:31 Þann 10. nóvember sl. lagði ég fram breytingartillögu við frumvarp fjármálaráðherra til fjáraukalaga. Þar var lagt til að eingreiðsla til öryrkja yrði hækkuð úr 27.772 krónum skatta og skerðingalaust í 60.000 krónur. Einnig lagði ég til að skatta og skerðingalaus eingreiðsla að sömu fjárhæð yrði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem enga aðra framfærslu hafa en berstrípaðar greiðslur Tryggingastofnunar. Þar er um að ræða einstaklinga sem áður voru öryrkjar en við 67 ára aldur urðu „stálheilbrigðir“ eldri borgarar og í stað greiðslu frá TR vegna örorku fá nú greiðslu þaðan sem ellilífeyri. Sú greiðsla er lægri en greiðslan vegna örorkunnar var. Einnig eru í þessum sárafátækasta hópi eldra fólks fullorðnar konur sem eyddu starfsæviárum sínum í hið vanþakkláta starf heimavinnandi húsmóður. Gamlar konur í dag sem eiga engin réttindi úr lífeyrissjóði en eru kyriflega múraðar inni í rammgerðri fátæktargildrunni sem sjórnvöld hafa múrað um svo allt of marga. Á fundi fjárlaganefndar Alþingis í gærmorgun var svo samþykkt að greiða 60.300 króna eingreiðslu til öryrkja í desember. Ákvörðun sem er byggð á breytingartillögu minni við fyrirliggjandi frumvarpi til fjáraukalaga hvað lítur að skatta og skerðingalausri greiðslu til öryrkja. Þann hluta ber að þakka og miður að þurfa á sama tíma að fordæma þau vinnubrögð nefndarinnar að hundsa enn og aftur aldraða í sárri neyð. Enn og aftur að mismuna þeim og snúa blinda auganu að vanmætti þeirra og bágindum. Það myndi kosta ríkissjóð um 360 millj. kr. að koma til móts við þennan verst setta hóp eldra fólks. Hvernig getur það vafist fyrir fjármálaráðherra að hjálpa þeim? Hann sem hefur óskað umboðs í fjáraukanum upp á 6 milljarða króna til að fjárfesta í nýju höll Landsbankans á Austurbakka. Það sem ég kalla Snobb-Hill og ekkert annað. Það vefst ekki fyrir ríkisstjórninni að lækka bankaskatt um milljarða króna hjá moldríkum fjármálastofnunum sem eru nú í óðaverðbólgu og okurvöxtum að maka krókinn sem aldrei fyrr á kostnað skuldsettra heimila og fyrirtækja. Það hefur heldur ekki vafist fyrir þeim að lækka veiðigjöldin á stórútgerðina eins og raunverulega var gert á síðasta kjörtímabili. Það er kaldhæðnislegt í meira lagi að ráðherra málaflokksins skuli reyna að réttlæta það hvernig hann ætlar að skilja þennan fátækasta hóp aldraðra útundan með þeim rökum, að lögunum hafi verið breytt til batnaðar fyrir þau á dögunum. Staðreyndin er hins vegar sú að sá hópur sem breytingartillaga mín tekur til, er ekkert betur settur þótt lögunum hafi verið breytt. Grunnframfærsla þeirra er sem fyrr, langt undir fátæktarmörkum. Ég skora hér með á alla þá sem hafa vald til, að sýna gæsku og mannúð fyrir jólin. Það er aldrei of seint að gera betur Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Fjárlagafrumvarp 2023 Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þann 10. nóvember sl. lagði ég fram breytingartillögu við frumvarp fjármálaráðherra til fjáraukalaga. Þar var lagt til að eingreiðsla til öryrkja yrði hækkuð úr 27.772 krónum skatta og skerðingalaust í 60.000 krónur. Einnig lagði ég til að skatta og skerðingalaus eingreiðsla að sömu fjárhæð yrði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem enga aðra framfærslu hafa en berstrípaðar greiðslur Tryggingastofnunar. Þar er um að ræða einstaklinga sem áður voru öryrkjar en við 67 ára aldur urðu „stálheilbrigðir“ eldri borgarar og í stað greiðslu frá TR vegna örorku fá nú greiðslu þaðan sem ellilífeyri. Sú greiðsla er lægri en greiðslan vegna örorkunnar var. Einnig eru í þessum sárafátækasta hópi eldra fólks fullorðnar konur sem eyddu starfsæviárum sínum í hið vanþakkláta starf heimavinnandi húsmóður. Gamlar konur í dag sem eiga engin réttindi úr lífeyrissjóði en eru kyriflega múraðar inni í rammgerðri fátæktargildrunni sem sjórnvöld hafa múrað um svo allt of marga. Á fundi fjárlaganefndar Alþingis í gærmorgun var svo samþykkt að greiða 60.300 króna eingreiðslu til öryrkja í desember. Ákvörðun sem er byggð á breytingartillögu minni við fyrirliggjandi frumvarpi til fjáraukalaga hvað lítur að skatta og skerðingalausri greiðslu til öryrkja. Þann hluta ber að þakka og miður að þurfa á sama tíma að fordæma þau vinnubrögð nefndarinnar að hundsa enn og aftur aldraða í sárri neyð. Enn og aftur að mismuna þeim og snúa blinda auganu að vanmætti þeirra og bágindum. Það myndi kosta ríkissjóð um 360 millj. kr. að koma til móts við þennan verst setta hóp eldra fólks. Hvernig getur það vafist fyrir fjármálaráðherra að hjálpa þeim? Hann sem hefur óskað umboðs í fjáraukanum upp á 6 milljarða króna til að fjárfesta í nýju höll Landsbankans á Austurbakka. Það sem ég kalla Snobb-Hill og ekkert annað. Það vefst ekki fyrir ríkisstjórninni að lækka bankaskatt um milljarða króna hjá moldríkum fjármálastofnunum sem eru nú í óðaverðbólgu og okurvöxtum að maka krókinn sem aldrei fyrr á kostnað skuldsettra heimila og fyrirtækja. Það hefur heldur ekki vafist fyrir þeim að lækka veiðigjöldin á stórútgerðina eins og raunverulega var gert á síðasta kjörtímabili. Það er kaldhæðnislegt í meira lagi að ráðherra málaflokksins skuli reyna að réttlæta það hvernig hann ætlar að skilja þennan fátækasta hóp aldraðra útundan með þeim rökum, að lögunum hafi verið breytt til batnaðar fyrir þau á dögunum. Staðreyndin er hins vegar sú að sá hópur sem breytingartillaga mín tekur til, er ekkert betur settur þótt lögunum hafi verið breytt. Grunnframfærsla þeirra er sem fyrr, langt undir fátæktarmörkum. Ég skora hér með á alla þá sem hafa vald til, að sýna gæsku og mannúð fyrir jólin. Það er aldrei of seint að gera betur Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun