Céline Dion með ólæknandi taugasjúkdóm og frestar tónleikum Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2022 13:17 Celine Dion er ein frægasta söngkona heims. EPA Kanadíska söngkonan Céline Dion hefur greinst með sjálfsónæmissjúkdóm sem á ensku kallast stiff person syndrome. Dion greinir frá þessu í færslu á Instagram þar sem hún tilkynnir að vegna sjúkdómsins hafi hún neyðst til að ýmist fresta eða aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum. „Því miður þá hafa þessir vöðvakrampar áhrif á líf mitt allt,“ segir söngkonan. Um er að ræða ólæknandi taugasjúkdómur sem leiðir til þrálátra vöðvakrampa. Sjúkdómurinn hefur áhrif á taugakerfið allt og leiðir til að vöðvarnir verða stífir. Í færslunni segist Dion ekki hafa viljað segja frá sjúkdómnum, en að hún sé reiðubúin til þess núna. „Ég hef átt í heilsuvandræðum í lengri tíma og það hefur verið erfitt fyrir mig að ganga í gegnum það sem og að tala um þetta nú.“ Hún segir að einungis um einn af hverjum milljón glími við sjúkdóminn. „Á meðan við lærum enn um þennan óvenjulega sjúkdóm þá vitum við núna hvað það er sem hefur valdið þessum krömpum hjá mér. Því miður þá hefur þetta áhrif á allar hliðar lífs míns og veldur mér stundum vandræðum þegar ég geng og leyfir mér ekki að nota raddböndin til að syngja líkt og ég hef áður gert.“ View this post on Instagram A post shared by Ce line Dion (@celinedion) Með tárin í augunum tilkynnir hún svo að nú neyðist til að gera breytingar á Evróputúr sínum sem átti að hefjast í febrúar á næsta ári. Um var að ræða tónleika sem hafði áður verið frestað vegna heimsfaraldursins. Á heimasíðu sinni segir að hún fresti tónleikunum vorsins fram til ársins 2024. Þá neyðist hún til að aflýsa tónleikum sumarsins. Þó eru tónleikar sem halda á næsta haust enn á dagskrá. Hún segist vinna að því á hverjum degi með sjúkraþjálfara sínum að byggja upp styrk en að það hafi verið erfið barátta. „Það eina sem ég kann er að syngja, það er það sem ég hef gert allt mitt líf og elska að gera. Ég sakna ykkar svo mikið,“ segir Dion. Hollywood Kanada Tónlist Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Sjá meira
„Því miður þá hafa þessir vöðvakrampar áhrif á líf mitt allt,“ segir söngkonan. Um er að ræða ólæknandi taugasjúkdómur sem leiðir til þrálátra vöðvakrampa. Sjúkdómurinn hefur áhrif á taugakerfið allt og leiðir til að vöðvarnir verða stífir. Í færslunni segist Dion ekki hafa viljað segja frá sjúkdómnum, en að hún sé reiðubúin til þess núna. „Ég hef átt í heilsuvandræðum í lengri tíma og það hefur verið erfitt fyrir mig að ganga í gegnum það sem og að tala um þetta nú.“ Hún segir að einungis um einn af hverjum milljón glími við sjúkdóminn. „Á meðan við lærum enn um þennan óvenjulega sjúkdóm þá vitum við núna hvað það er sem hefur valdið þessum krömpum hjá mér. Því miður þá hefur þetta áhrif á allar hliðar lífs míns og veldur mér stundum vandræðum þegar ég geng og leyfir mér ekki að nota raddböndin til að syngja líkt og ég hef áður gert.“ View this post on Instagram A post shared by Ce line Dion (@celinedion) Með tárin í augunum tilkynnir hún svo að nú neyðist til að gera breytingar á Evróputúr sínum sem átti að hefjast í febrúar á næsta ári. Um var að ræða tónleika sem hafði áður verið frestað vegna heimsfaraldursins. Á heimasíðu sinni segir að hún fresti tónleikunum vorsins fram til ársins 2024. Þá neyðist hún til að aflýsa tónleikum sumarsins. Þó eru tónleikar sem halda á næsta haust enn á dagskrá. Hún segist vinna að því á hverjum degi með sjúkraþjálfara sínum að byggja upp styrk en að það hafi verið erfið barátta. „Það eina sem ég kann er að syngja, það er það sem ég hef gert allt mitt líf og elska að gera. Ég sakna ykkar svo mikið,“ segir Dion.
Hollywood Kanada Tónlist Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Sjá meira