Van Gaal gerði stjörnuna vandræðalega: „Núna kyssumst við á munninn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. desember 2022 13:47 Louis van Gaal og Memphis Depay sem varð vandræðalegur við ummæli stjórans. Skjáskot Louis van Gaal gefur lítið fyrir gagnrýni Ángels Di María sem var rifjuð upp fyrir honum á blaðamannafundi fyrir leik Hollands og Argentínu í dag. Holland og Argentína eigast við í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á morgun. Þar mun Ángel Di María, leikmaður Argentínu, mæta sínum fyrrum stjóra, Louis van Gaal, sem stýrir Hollandi. Van Gaal var stjóri Manchester United þegar félagið keypti Di María dýrum dómi frá Real Madrid á Spáni árið 2014 en sá argentínski fann sig ekki í Manchester-borg og entist aðeins í eina leiktíð áður en hann fann fjölina hjá Paris Saint-Germain ári síðar. Haft var eftir Di María eftir dvöl hans í Englandi að van Gaal væri versti stjóri sem hann hefði haft á ferlinum. Van Gaal var beðinn um svör við þeim ummælum á blaðamannafundi í dag. „Sagði Di María að ég væri versti stjóri sem hann hefði haft? Hann er einn af fáum sem er á þeirri skoðun. Mér þykir þetta leiðinlegt og sorglegt að hann hafi sagt þetta,“ „En hér hjá mér situr Memphis [Depay, leikmaður Hollands og fyrrum leikmaður Man Utd]. Hann var einnig í Manchester og spilaði lítið. Og nú kyssumst við á munninn. Við ætlum ekki að gera það hér, en svona er þetta stundum í boltanum,“ sagði van Gaal á fundinum í dag. Vel fór á með þeim félögum á fundinum.Cathrin Mueller - FIFA/FIFA via Getty Images Memphis Depay, leikmaður Hollands, sat þá honum við hlið og varð býsna vandræðalegur við ummæli stjórans. Depay kom til Manchester sama sumar og Di María yfirgaf félagið, árið 2015, en hann fann sig ekki heldur og entist aðeins í eina og hálfa leiktíð hjá liðinu. Holland og Argentína keppast um sæti á 8-liða úrslitum HM annað kvöld. HM 2022 í Katar Hollenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Holland og Argentína eigast við í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á morgun. Þar mun Ángel Di María, leikmaður Argentínu, mæta sínum fyrrum stjóra, Louis van Gaal, sem stýrir Hollandi. Van Gaal var stjóri Manchester United þegar félagið keypti Di María dýrum dómi frá Real Madrid á Spáni árið 2014 en sá argentínski fann sig ekki í Manchester-borg og entist aðeins í eina leiktíð áður en hann fann fjölina hjá Paris Saint-Germain ári síðar. Haft var eftir Di María eftir dvöl hans í Englandi að van Gaal væri versti stjóri sem hann hefði haft á ferlinum. Van Gaal var beðinn um svör við þeim ummælum á blaðamannafundi í dag. „Sagði Di María að ég væri versti stjóri sem hann hefði haft? Hann er einn af fáum sem er á þeirri skoðun. Mér þykir þetta leiðinlegt og sorglegt að hann hafi sagt þetta,“ „En hér hjá mér situr Memphis [Depay, leikmaður Hollands og fyrrum leikmaður Man Utd]. Hann var einnig í Manchester og spilaði lítið. Og nú kyssumst við á munninn. Við ætlum ekki að gera það hér, en svona er þetta stundum í boltanum,“ sagði van Gaal á fundinum í dag. Vel fór á með þeim félögum á fundinum.Cathrin Mueller - FIFA/FIFA via Getty Images Memphis Depay, leikmaður Hollands, sat þá honum við hlið og varð býsna vandræðalegur við ummæli stjórans. Depay kom til Manchester sama sumar og Di María yfirgaf félagið, árið 2015, en hann fann sig ekki heldur og entist aðeins í eina og hálfa leiktíð hjá liðinu. Holland og Argentína keppast um sæti á 8-liða úrslitum HM annað kvöld.
HM 2022 í Katar Hollenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira