Gat farið í finnska herinn en endaði í finnska handboltalandsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2022 11:00 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson fyrir utan finnska sendiráðið við Túngötu. vísir/ívar Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, er spenntur fyrir því að fá tækifæri með finnska handboltalandsliðinu. Hann leikur með því á æfingamóti í Lettlandi í byrjun janúar. „Ég hef alltaf verið með tvöfalt ríkisfang því amma mín í föðurætt var finnsk. Þar af leiðandi hefur þetta alltaf verið möguleiki og fyrst núna ákvað ég að prufa þetta. Í kjölfarið voru samskipti, þeim leist ágætlega á mig þannig að stefnan er að fara út fyrstu helgina í janúar,“ sagði Þorsteinn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Þorsteinn segist ekki hafa neitt sérstaklega mikla tengingu við Finnland. „Ég fór til Finnlands þegar ég var krakki en ekkert nýlega,“ sagði Þorsteinn og bætti því við að hann kynni nokkur orð í finnsku. Þrátt fyrir takmarkaða tengingu við Finnland bauðst honum að sinna herskyldu þar í landi eftir að hann varð átján ára. „Sem betur fer er engin herskylda sem ég þarf að sinna. En það stóð til boða þegar ég var átján ára. Þá hefði ég getað farið í herinn en áhuginn var ekki til staðar. En það er einhvers konar herskylda að spila með landsliðinu,“ sagði Þorsteinn. Hann vonast til að komast í finnska hópinn sem tekur þátt í undankeppni EM og leyfir sér að dreyma að það gæti opnað einhverjar dyr fyrir hann inn í atvinnumennsku. „Ef ég verð með þeim spilar maður á móti Noregi, Slóvakíu og Serbíu. Ef maður á sinn dag á móti einhverju góðu og sterku landsliði getur það kannski komið manni eitthvað lengra. En ég ætla að byrja að taka þetta æfingamót og sjá hvað er næst,“ sagði Þorsteinn. Finnland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppni EM stórt; 34-24 fyrir Serbíu og 35-22 fyrir Noregi. Olís-deild karla Fram Finnland EM 2024 í handbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
„Ég hef alltaf verið með tvöfalt ríkisfang því amma mín í föðurætt var finnsk. Þar af leiðandi hefur þetta alltaf verið möguleiki og fyrst núna ákvað ég að prufa þetta. Í kjölfarið voru samskipti, þeim leist ágætlega á mig þannig að stefnan er að fara út fyrstu helgina í janúar,“ sagði Þorsteinn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Þorsteinn segist ekki hafa neitt sérstaklega mikla tengingu við Finnland. „Ég fór til Finnlands þegar ég var krakki en ekkert nýlega,“ sagði Þorsteinn og bætti því við að hann kynni nokkur orð í finnsku. Þrátt fyrir takmarkaða tengingu við Finnland bauðst honum að sinna herskyldu þar í landi eftir að hann varð átján ára. „Sem betur fer er engin herskylda sem ég þarf að sinna. En það stóð til boða þegar ég var átján ára. Þá hefði ég getað farið í herinn en áhuginn var ekki til staðar. En það er einhvers konar herskylda að spila með landsliðinu,“ sagði Þorsteinn. Hann vonast til að komast í finnska hópinn sem tekur þátt í undankeppni EM og leyfir sér að dreyma að það gæti opnað einhverjar dyr fyrir hann inn í atvinnumennsku. „Ef ég verð með þeim spilar maður á móti Noregi, Slóvakíu og Serbíu. Ef maður á sinn dag á móti einhverju góðu og sterku landsliði getur það kannski komið manni eitthvað lengra. En ég ætla að byrja að taka þetta æfingamót og sjá hvað er næst,“ sagði Þorsteinn. Finnland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppni EM stórt; 34-24 fyrir Serbíu og 35-22 fyrir Noregi.
Olís-deild karla Fram Finnland EM 2024 í handbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira