Aðventuflóra Starri Heiðmarsson skrifar 16. desember 2022 07:30 Í aðdraganda jóla sprettur fram sérstök flóra á heimilum landsmanna sem kalla mætti aðventuflóru. Öll er hún aðflutt enda býður húsnæði okkar ekki upp á búsvæði þar sem sjálfsprottin flóra fær þrifist (nema við þær óæskilegu kringumstæður þegar raki býður myglusveppum aðstæður til vaxtar, reyndar er þar um fungu að ræða sbr. fyrri grein). Aðventuflóran samanstendur af ýmsum æðplöntum sem venju samkvæmt prýða heimili á þessum dimmasta tíma ársins. Nefna má goðalilju (Hyacinthus orientalis), jólastjörnu (Euphorbia pulcherrima) að ónefndum hópnum sem sameiginlega er nefndur ”jólatré” og samanstendur af ýmsum tegundum barrtrjáa. Allar eiga umræddar plöntutegundir það sameiginlegt að tilheyra plönturíkinu og því eðlilegt að vísa til þeirra sem flóru. Flóra var blómagyðja Rómverja til forna og er hugtakið notað til að vísa til plantna á ákveðnu svæði eða ákveðnu jarðsögutímabili. Sömuleiðis vísar flóra til bóka sem fjalla um plöntur og lýsa þeim. Flóra vísar hins vegar ekki sérstaklega til fjölbreytni þótt vissulega geti flóra ákveðinna svæða eða tegundahópa verið fjölskrúðug. Sá misskilningur virðist til staðar hjá mörgum að hugtakið flóra vísi til fjölbreytni og hugtakið notað sem lýsingarorð. Þannig hef ég tekið eftir „bókaflóru“, „veitingahúsaflóru“ (gæti hugsanlega átt við um veitingastaði sem bjóða jurtafæði) og jafnvel „mannflóru“ sem lýsir fullkomnu skilningsleysi á merkingu hugtaksins enda tilheyrum við menn (Homo sapiens) dýraríkinu og því réttara að vísa til okkar sem fánu. Gætum að tungutaki okkar og misbeitum ekki vel þekktum hugtökum svo rétt merking þeirra týnist. Höfundur er grasafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Heiðmarsson Íslensk tunga Mest lesið Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jóla sprettur fram sérstök flóra á heimilum landsmanna sem kalla mætti aðventuflóru. Öll er hún aðflutt enda býður húsnæði okkar ekki upp á búsvæði þar sem sjálfsprottin flóra fær þrifist (nema við þær óæskilegu kringumstæður þegar raki býður myglusveppum aðstæður til vaxtar, reyndar er þar um fungu að ræða sbr. fyrri grein). Aðventuflóran samanstendur af ýmsum æðplöntum sem venju samkvæmt prýða heimili á þessum dimmasta tíma ársins. Nefna má goðalilju (Hyacinthus orientalis), jólastjörnu (Euphorbia pulcherrima) að ónefndum hópnum sem sameiginlega er nefndur ”jólatré” og samanstendur af ýmsum tegundum barrtrjáa. Allar eiga umræddar plöntutegundir það sameiginlegt að tilheyra plönturíkinu og því eðlilegt að vísa til þeirra sem flóru. Flóra var blómagyðja Rómverja til forna og er hugtakið notað til að vísa til plantna á ákveðnu svæði eða ákveðnu jarðsögutímabili. Sömuleiðis vísar flóra til bóka sem fjalla um plöntur og lýsa þeim. Flóra vísar hins vegar ekki sérstaklega til fjölbreytni þótt vissulega geti flóra ákveðinna svæða eða tegundahópa verið fjölskrúðug. Sá misskilningur virðist til staðar hjá mörgum að hugtakið flóra vísi til fjölbreytni og hugtakið notað sem lýsingarorð. Þannig hef ég tekið eftir „bókaflóru“, „veitingahúsaflóru“ (gæti hugsanlega átt við um veitingastaði sem bjóða jurtafæði) og jafnvel „mannflóru“ sem lýsir fullkomnu skilningsleysi á merkingu hugtaksins enda tilheyrum við menn (Homo sapiens) dýraríkinu og því réttara að vísa til okkar sem fánu. Gætum að tungutaki okkar og misbeitum ekki vel þekktum hugtökum svo rétt merking þeirra týnist. Höfundur er grasafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun