Lyfja valið markaðsfyrirtæki ársins 2022 Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. desember 2022 13:29 Fulltrúar Lyfju við afhendingu íslensku markaðsverðlaunanna í gærkvöldi Ímark Lyfja var valið markaðsfyrirtæki ársins þegar íslensku markaðsverðlaunin voru afhent í gærkvöldi í 29. skipti við hátíðlega athöfn í Hörpu. Þetta er í fyrsta skipti sem Lyfja hlýtur þessa viðurkenningu. Alls voru fimm fyrirtæki tilnefnd af dómnefnd; Atlantsolía, Blush, Krónan, Lyfja og 66° Norður. Í tilkynningu frá ÍMARK kemur fram að aldrei hafi borist fleiri tilnefningar en ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá árinu 1991. Markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á tímabilinu og við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku í markaðsstarfi, að fjárhagslegt öryggi sé til staðar og að fyrirtækið hafi sannað sýnilegan árangur. Viðkomandi fyrirtæki hlýtur nafnbótina í tvö heil ár þar sem verðlaunin eru veitt annað hvert ár á móti markaðsmanneskju ársins. Katrín M. Guðjónsdóttir formaður dómnefndar, afhenti verðlaunin. Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju og Karen Ósk Gylfadóttir sviðsstjóri stafrænna lausna og markaðsmála tóku við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins. Stjórnendur staðfastir í trú á markaðáherslum Í rökstuddum úrskurði dómnefndar um Markaðsfyrirtæki ársins segir meðal annars. „Vörumerki Lyfju hefur farið í gengum allsherjar stefnumörkun. Þaulskipulagt og vandlega útfært markaðsstarf Lyfju síðustu tvö ár hefur skilað markvissum árangri, skýrri ásýnd og gríðarlegum árangri bæði í rekstri og afkomu félagsins. Vörumerkjastefnan er skýr og staðföst í gegnum allt þeirra starf. Með nýrri ásýnd hefur Lyfja náð að breyta heildarupplifun apóteka með breytingu í verslunum, aukinni fræðslu og nýrri tækni. Stjórnendur hafa trú á að markaðsáhersla sé rétta leiðin til að ná árangri og markaðsleg gildi endurspeglast í allri starfsemi fyrirtækisins. Viðskiptavinir og starfsfólk eru ávallt í forgrunni og skilningur á því að þjónusta og lausnir munu breytast þegar til framtíðar er litið. Lyfju teymið virðist samstíga og tryggt er að allir gangi í takt í átt að sömu markmiðum, að lengja líf og auka lífsgæði Íslendinga.‘‘ Dómnefndin er skipuð fulltrúum úr stjórn ÍMARK, atvinnulífinu og háskólasamfélaginu með þverfaglega þekkingu og reynslu í huga. Dómnefndina í ár skipa Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, Berglind Rán Ólafsdóttir famkvæmdastýra / Orka náttúrunnar, Dr. Eyþór Jónsson, lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, Guðmundur Gunnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Credit Info, Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK, Ragnar Már Vilhjálmsson hjá Manhattan marketing og Háskólanum á Bifröst og Svanhvít Friðriksdóttir almannatengsla ráðgjafi. Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Harpa Verslun Lyf Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Alls voru fimm fyrirtæki tilnefnd af dómnefnd; Atlantsolía, Blush, Krónan, Lyfja og 66° Norður. Í tilkynningu frá ÍMARK kemur fram að aldrei hafi borist fleiri tilnefningar en ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá árinu 1991. Markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á tímabilinu og við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku í markaðsstarfi, að fjárhagslegt öryggi sé til staðar og að fyrirtækið hafi sannað sýnilegan árangur. Viðkomandi fyrirtæki hlýtur nafnbótina í tvö heil ár þar sem verðlaunin eru veitt annað hvert ár á móti markaðsmanneskju ársins. Katrín M. Guðjónsdóttir formaður dómnefndar, afhenti verðlaunin. Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju og Karen Ósk Gylfadóttir sviðsstjóri stafrænna lausna og markaðsmála tóku við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins. Stjórnendur staðfastir í trú á markaðáherslum Í rökstuddum úrskurði dómnefndar um Markaðsfyrirtæki ársins segir meðal annars. „Vörumerki Lyfju hefur farið í gengum allsherjar stefnumörkun. Þaulskipulagt og vandlega útfært markaðsstarf Lyfju síðustu tvö ár hefur skilað markvissum árangri, skýrri ásýnd og gríðarlegum árangri bæði í rekstri og afkomu félagsins. Vörumerkjastefnan er skýr og staðföst í gegnum allt þeirra starf. Með nýrri ásýnd hefur Lyfja náð að breyta heildarupplifun apóteka með breytingu í verslunum, aukinni fræðslu og nýrri tækni. Stjórnendur hafa trú á að markaðsáhersla sé rétta leiðin til að ná árangri og markaðsleg gildi endurspeglast í allri starfsemi fyrirtækisins. Viðskiptavinir og starfsfólk eru ávallt í forgrunni og skilningur á því að þjónusta og lausnir munu breytast þegar til framtíðar er litið. Lyfju teymið virðist samstíga og tryggt er að allir gangi í takt í átt að sömu markmiðum, að lengja líf og auka lífsgæði Íslendinga.‘‘ Dómnefndin er skipuð fulltrúum úr stjórn ÍMARK, atvinnulífinu og háskólasamfélaginu með þverfaglega þekkingu og reynslu í huga. Dómnefndina í ár skipa Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, Berglind Rán Ólafsdóttir famkvæmdastýra / Orka náttúrunnar, Dr. Eyþór Jónsson, lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, Guðmundur Gunnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Credit Info, Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK, Ragnar Már Vilhjálmsson hjá Manhattan marketing og Háskólanum á Bifröst og Svanhvít Friðriksdóttir almannatengsla ráðgjafi.
Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Harpa Verslun Lyf Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira