Sara Líf segir Sævald hafa snert leikmenn á óviðeigandi hátt Hjörvar Ólafsson skrifar 17. desember 2022 14:51 Sævaldur Bjarnason er margreyndur körfuboltaþjálfari. Vísir/Vilhelm Sara Líf Boama, leikmaður kvennaliðs Vals í körfubolta og landsliðskona í körfubolta, stígur fram á facebook-síðu sinni og segir körfuboltaþjálfarann Sævald Bjarnason hafa valdið sér öðrum leikmönnum U-18 ára landsliðs kvenna í körfubolta vanlíðan á meðan hann stýrði liðinu. Sævaldur, sem var ráðinn þjálfari U-18 ára liðs kvenna, stýrði liðinu ekki á Evrópumótinu í Grikklandi í sumar en körfuboltasamband Íslands, KKÍ, ákvað að hann myndi ekki stýra liðinu vegna kvartana sem borist höfðu til samskiptaráðgjafa íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Fram kemur í fundargerð stjórnar KKÍ að samskiptaráðgjafi ÍSÍ hafi skilað áliti sínu um málið þar sem segir eftirfarandi: „Álit samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs vegna máls sem kom upp í sumar hjá U18 stúlknalandsliðinu rætt. Álitið er á þá leið að KKÍ fylgdi verkferlum rétt sem og að þjálfari viðhafði ekkert ólöglegt og getur því starfað sem þjálfari áfram hvort sem er hjá félagi eða í afreksstarfi KKÍ. Í kjölfarið setti Sævaldur færslu á facebook-síðu sína þar sem hann sagði sína hlið á málinu. Sara Líf fann sig knúna til þess að svara þessari færslu Sævalds þar sem hún segir frá upplifun sinni af Norðurlandamótinu sem haldið var í Finnlandi síðasta sumar. „Vegna færslu sem umræddur þjálfari setti fram nýlega langar mig að létta á mér. Mér finnst það glatað í fyrsta lagi að þú neitir því sem þú gerðir og lætur svo eins og þú sért fórnarlambið í stöðunni. Þú veittir okkur nánast öllum vanlíðan og kvíða í allt sumar. Það er án djóks glatað að þú fáir ennþá að spila fyrir Ísland. Þú snertir okkur á óviðeigandi hátt og varst almennt mjög óþægilegur. Ég mun aldrei gleyma hvernig þú lést mér líða. Hvernig þú rasskelltir mig bæði með flötum lófanum og þjálfaraspjaldinu en mest af öllu mun ég aldrei gleyma því þegar þú kemur aftan að mér á stóra vellinum í Finnlandi, rasskelltir mig tvisvar og segir svo glottandi og hlæjandi „nei ég ætlaði nú ekki að fara í rassinn á þér.“ „Þú áttir ekki skilið að hafa sloppið svona auðveldlega. Staðan þín í samfélaginu er sú sama og áður fyrr. Þú hefðir átt skilið að þjást mikið lengur eins og við allar,“ segir Sara Líf í færslu sinni á facebook. „Eftir þennan póst sem þú settir á FB vitandi af þeim hlutum sem þú gerðir ! Ertu ekkert að grínast með þetta? Datt þér ekki í hug að senda frekar fyrirgefningarpóst eða eitthvað annað eða vera bara mannlegur og sjá að þú ollir okkur miklum sársauka. Það er ekki að ástæðulausu að þegar við sögðum frá að fólk hafi tekið strax til málanna. Þetta er sárt...Enn og aftur sleppur gerandinn!!! Í lokin langar mér að taka fram hvað ég er vonsvikin hvað ég er vonsvikin með ákveðna aðila sem brugðust við þessu umrædda innleggi, því ég hélt að þau væru betur upplýst og berðu hag barna og ungra kvenna fyrir brjósti sér,“ segir hún enn fremur í færslu sinni. Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta MeToo Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Sævaldur, sem var ráðinn þjálfari U-18 ára liðs kvenna, stýrði liðinu ekki á Evrópumótinu í Grikklandi í sumar en körfuboltasamband Íslands, KKÍ, ákvað að hann myndi ekki stýra liðinu vegna kvartana sem borist höfðu til samskiptaráðgjafa íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Fram kemur í fundargerð stjórnar KKÍ að samskiptaráðgjafi ÍSÍ hafi skilað áliti sínu um málið þar sem segir eftirfarandi: „Álit samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs vegna máls sem kom upp í sumar hjá U18 stúlknalandsliðinu rætt. Álitið er á þá leið að KKÍ fylgdi verkferlum rétt sem og að þjálfari viðhafði ekkert ólöglegt og getur því starfað sem þjálfari áfram hvort sem er hjá félagi eða í afreksstarfi KKÍ. Í kjölfarið setti Sævaldur færslu á facebook-síðu sína þar sem hann sagði sína hlið á málinu. Sara Líf fann sig knúna til þess að svara þessari færslu Sævalds þar sem hún segir frá upplifun sinni af Norðurlandamótinu sem haldið var í Finnlandi síðasta sumar. „Vegna færslu sem umræddur þjálfari setti fram nýlega langar mig að létta á mér. Mér finnst það glatað í fyrsta lagi að þú neitir því sem þú gerðir og lætur svo eins og þú sért fórnarlambið í stöðunni. Þú veittir okkur nánast öllum vanlíðan og kvíða í allt sumar. Það er án djóks glatað að þú fáir ennþá að spila fyrir Ísland. Þú snertir okkur á óviðeigandi hátt og varst almennt mjög óþægilegur. Ég mun aldrei gleyma hvernig þú lést mér líða. Hvernig þú rasskelltir mig bæði með flötum lófanum og þjálfaraspjaldinu en mest af öllu mun ég aldrei gleyma því þegar þú kemur aftan að mér á stóra vellinum í Finnlandi, rasskelltir mig tvisvar og segir svo glottandi og hlæjandi „nei ég ætlaði nú ekki að fara í rassinn á þér.“ „Þú áttir ekki skilið að hafa sloppið svona auðveldlega. Staðan þín í samfélaginu er sú sama og áður fyrr. Þú hefðir átt skilið að þjást mikið lengur eins og við allar,“ segir Sara Líf í færslu sinni á facebook. „Eftir þennan póst sem þú settir á FB vitandi af þeim hlutum sem þú gerðir ! Ertu ekkert að grínast með þetta? Datt þér ekki í hug að senda frekar fyrirgefningarpóst eða eitthvað annað eða vera bara mannlegur og sjá að þú ollir okkur miklum sársauka. Það er ekki að ástæðulausu að þegar við sögðum frá að fólk hafi tekið strax til málanna. Þetta er sárt...Enn og aftur sleppur gerandinn!!! Í lokin langar mér að taka fram hvað ég er vonsvikin hvað ég er vonsvikin með ákveðna aðila sem brugðust við þessu umrædda innleggi, því ég hélt að þau væru betur upplýst og berðu hag barna og ungra kvenna fyrir brjósti sér,“ segir hún enn fremur í færslu sinni.
Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta MeToo Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira