Currywurst ekki lengur uppáhaldsskyndibiti Þjóðverja Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2022 13:28 Currywurst hefur lengi verið uppáhaldsskyndibiti Þjóðverja. En ekki lengur. Getty Ný skoðanakönnun bendir til að Þjóðverjar séu í auknum mæli að snúa baki við hefðbundnum þýskum pylsum þegar kemur að vali á skyndibita. Aldur svarenda virðist þó ráða miklu þegar kemur að valinu. Ný könnun YouGov fyrir fréttaveituna dpa sýnir að döner kebab sé nú vinsælandi skyndibiti Þjóðverja og hafi þar með tekið fram úr „currywurst“ – þýskri pylsu með karrítómatsósu og karríkryddi. Um 45 prósent svarenda segja að þeir myndu frekar fá sér döner – sem tyrkneskir innflytjendur kynntu fyrir Þjóðverjum á áttunda áratugnum – en currywurst sem hefur áratugum saman verið fyrsta val flestra Þjóðverja þegar kemur að skyndibita. Könnunin sýnir að 37 prósent aðspurðra myndu frekar velja currywurst en döner. Fimmtán prósent aðspurðra sögðust myndu velja hvorugt. Sveittur döner í vinnslu.Getty Kynslóðabilið kom þó berlega í ljós í könnuninni þar sem meirihluti fólks, 55 ára og eldri, sagðist frekar velja currywurst. 57 prósent aðspurðra í yngsta aldurshópnum, átján til 24 ára, sagðist hins vegar frekar velja döner, en einungis 21 prósent currywurst. Könnunin leiddi sömuleiðis í ljós að konur væru líklegri til að velja döner, frekar en currywurst. Hagstofa Þýskalands sýnir að alls eru um 40 þúsund dönerveitingastaðir í Þýskalandi og þar af fjögur þúsund í höfuðborginni Berlín. Þýskaland Matur Skoðanakannanir Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Ný könnun YouGov fyrir fréttaveituna dpa sýnir að döner kebab sé nú vinsælandi skyndibiti Þjóðverja og hafi þar með tekið fram úr „currywurst“ – þýskri pylsu með karrítómatsósu og karríkryddi. Um 45 prósent svarenda segja að þeir myndu frekar fá sér döner – sem tyrkneskir innflytjendur kynntu fyrir Þjóðverjum á áttunda áratugnum – en currywurst sem hefur áratugum saman verið fyrsta val flestra Þjóðverja þegar kemur að skyndibita. Könnunin sýnir að 37 prósent aðspurðra myndu frekar velja currywurst en döner. Fimmtán prósent aðspurðra sögðust myndu velja hvorugt. Sveittur döner í vinnslu.Getty Kynslóðabilið kom þó berlega í ljós í könnuninni þar sem meirihluti fólks, 55 ára og eldri, sagðist frekar velja currywurst. 57 prósent aðspurðra í yngsta aldurshópnum, átján til 24 ára, sagðist hins vegar frekar velja döner, en einungis 21 prósent currywurst. Könnunin leiddi sömuleiðis í ljós að konur væru líklegri til að velja döner, frekar en currywurst. Hagstofa Þýskalands sýnir að alls eru um 40 þúsund dönerveitingastaðir í Þýskalandi og þar af fjögur þúsund í höfuðborginni Berlín.
Þýskaland Matur Skoðanakannanir Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira