Áramótahugleiðingar orkuhagfræðings Jón Skafti Gestsson skrifar 29. desember 2022 15:00 Við áramót er jafnan ágætt að staldra við og líta um öxl og velta fyrir sér hvað gekk vel og hvað hefði mátt ganga betur. Á sama tíma er gott að horfa fram á við og taka lærdóm úr árinu sem er að líða. Árinu sem nú lýkur var viðburðaríkt þegar horft er til orkumála. Í upphafi árs voru skerðingar á afhendingu raforku, ráðuneyti orku og umhverfismála gaf út skýrslu um stöðu og áskoranir í raforkumálum, Hólasandslína 3 var spennusett með jákvæðum áhrifum fyrir Eyjafjörð, virkjanaleyfi var gefið út vegna Hvammsvirkjunar og mikil umræða var um vindorkunýtingu. Þá var rammaáætlun loks afgreidd frá Alþingi en líklegast hafa grimmdarlegar árásir Rússa á raforkukerfi Úkraínu vakið athygli flestra á raforkumálum. Árásir Rússa sýna svo ekki verður um villst hversu mikilvægt raforkukerfið er og hvernig grundvallarþarfir okkar eru orðnar háðar þessu kerfi. Vonandi tekst kollegum okkar hjá Ukrenergo áfram að viðhalda því afreki sem felst í því að halda raforkukerfi sínu nægjanlega gangandi til að tryggja í það minnsta aðgang að hita og vatni. Starfsmenn úkraínska orkufyrirtækisins Ukrenergo hafa unnið mikið afrek við að halda raforkukerfinu gangandi þrátt fyrir árásir Rússa.Aðsent Ég velti því fyrir mér hvort við höfum vanist því að líta á raforku sem sjálfsagðan hlut því hún hefur verið til staðar. En það eru verulegar líkur á því að við sem þjóð séum komin í ástand þar sem orkuskortur mun hamla okkur líkt og Landsnet varaði fyrst við árið 2019. Það var enda þannig að í janúar síðastliðnum kom til verulegra skerðinga á afhendingu raforku frá Landsvirkjun til viðskiptavina sinna. Þessar skerðingar áttu rætur að rekja til óheppilegrar stöðu í vatnsbúskap Landsvirkjunar annars vegar og hins vegar flutningskerfi Landsnets sem réði ekki við flytja nægjanlega orku milli landshluta til að koma í veg fyrir skerðingarnar. Þessa stöðu hefði verið hægt að fyrirbyggja hvort sem er með því að auka uppsett afl í virkjunum eða með styrkingu flutningskerfisins en okkur hjá Landsneti hefur gengið hægt að fá leyfi fyrir nauðsynlegum styrkingum. Orkuskipti eða orðin tóm Í mars gaf Ráðuneyti umhverfis- og orkumála út skýrslu um stöðu og áskoranir í loftslagsmálum. Þar var dregin upp mynd af því sem Ísland þarf að gera til að geta klárað sín orkuskipti, standa við alþjóðlegar skuldbindingar og jafnframt haldið áfram að bæta lífskjör í landinu. Óhætt er að segja að verkefnið sé bæði ærið og aðkallandi. Í skýrslunni kemur fram að á næstu 18-28 árum þarf að tvöfalda raforkuframleiðslu og óvissa um raforkuframboð og takmarkanir flutningskerfis hafi þá þegar áhrif á uppbyggingu atvinnustarfsemi. Þetta er mikið verk og metnaðarfullt. Það má því engan tíma missa ef við ætlum að ná settum markmiðum. Á þessu virðist ráðuneytið átta sig, enda kemur fram í skýrslunni áhersla á að auka þurfi skilvirkni undirbúnings- og leyfisveitingaferla og styrkja viðkomandi stofnanir þannig að fjárfestingar og verndarsjónarmið nái fram að ganga. „Vönduð málsmeðferð“ Á meðan Evrópusambandið vinnur sérstaklega að því að einfalda leyfisveitingaferli og flýta fyrir endurnýjanlegum orkuverkefnum eru tafir á leyfisveitingaferlum því miður orðin fastur liður í tilveru orkufyrirtækja hér á landi. Við hjá Landsneti höfum árum saman reynt að vekja athygli á því að opinberar stofnanir taka sér iðulega margfalt lengri tíma til að afgreiða mál en lög kveða á um. Þetta hefur auðvitað haft mjög skaðleg áhrif og haldið aftur af styrkingu raforkukerfisins og nú vakti það einnig athygli fyrr í þessum mánuði að Orkustofnun tók sér 18 mánuði í að afgreiða virkjanaleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun í stað þeirra 3-4 mánaða sem áður þekktist. Viku fyrir jól bárust okkur hjá Landsneti þau tíðindi að Sveitarfélagið Vogar hefðu enn einu sinni frestað ákvörðun um að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Meira en tveimur árum eftir að umsókn Landsnets barst, 18 mánuðum eftir að öll hin sveitarfélögin á línuleiðinni höfðu gefið framkvæmdaleyfi og 14 mánuðum eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hafði ógilt síðustu málsmeðferð sveitarfélagsins á sama verkefni. Þetta er þvert á yfirlýst markmið ráðuneytisins um að auka skilvirkni undirbúnings og leyfisveitingaferla. Þá hlýtur það að vekja athygli að í báðum tilfellum voru þessar miklu tafir réttlættar með orðum um „vandaða málsmeðferð“. Rjúfum kyrrstöðuna Á meðan Suðurnesjalína 2 situr föst í leyfisveitingaferli varir óviðunandi ástand í raforkumálum á Suðurnesjum. Afhendingaröryggi þar stendur og fellur með einni línu því jarðhitavirkjanir HS-Orku geta ekki unnið raforku án tengingar við kerfið. Þetta hefur einnig haldið aftur af atvinnuþróun á svæðinu en Landsnet hefur þurft að hafna fjölda tengibeiðna frá væntanlegum viðskiptavinum á þessu svæði. Samfélagslegur kostnaður við þær tafir er fljótt reiknaður í milljörðum á ári. Árum saman heyrðust réttmætar áhyggjur Eyfirðinga af því að takmarkanir í flutningskerfinu í kringum Eyjafjörð væru að hefta atvinnuþróun, ekki ósvipað því sem nú er rætt um á Suðurnesjum. Nú heyrist minna af því enda var Hólasandslína spennusett í haust og mun betri staða í raforkumálum sigldi í kjölfarið. En áður en línan var spennusett var þegar hafinn undirbúningur við nýtt gagnaver og gróðurhús á Akureyri með það að markmiði að hefja starfsemi sem fyrst eftir að línan kæmist í gagnið. Suðurnesjamenn eða Eyfirðingar hafa því miður ekki einir búið við þessar takmarkanir. Byggðalínan sem er hryggjarstykkið í raforkukerfinu okkar er að verða 50 ára gömul og hönnuð fyrir allt annað samfélag. Hún er komin að enda líftíma síns og við sem þjóð þurfum að stækka flutningskerfið verulega og við þurfum að gera það strax. Ef við ætlum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar og skuldbindingar gagnvart loftslagi framtíðarkynslóða höfum við ekki tíma til að tefja verkefni árum saman í nafni „vandaðrar málsmeðferðar“. Höfundur er orkuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jón Skafti Gestsson Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við áramót er jafnan ágætt að staldra við og líta um öxl og velta fyrir sér hvað gekk vel og hvað hefði mátt ganga betur. Á sama tíma er gott að horfa fram á við og taka lærdóm úr árinu sem er að líða. Árinu sem nú lýkur var viðburðaríkt þegar horft er til orkumála. Í upphafi árs voru skerðingar á afhendingu raforku, ráðuneyti orku og umhverfismála gaf út skýrslu um stöðu og áskoranir í raforkumálum, Hólasandslína 3 var spennusett með jákvæðum áhrifum fyrir Eyjafjörð, virkjanaleyfi var gefið út vegna Hvammsvirkjunar og mikil umræða var um vindorkunýtingu. Þá var rammaáætlun loks afgreidd frá Alþingi en líklegast hafa grimmdarlegar árásir Rússa á raforkukerfi Úkraínu vakið athygli flestra á raforkumálum. Árásir Rússa sýna svo ekki verður um villst hversu mikilvægt raforkukerfið er og hvernig grundvallarþarfir okkar eru orðnar háðar þessu kerfi. Vonandi tekst kollegum okkar hjá Ukrenergo áfram að viðhalda því afreki sem felst í því að halda raforkukerfi sínu nægjanlega gangandi til að tryggja í það minnsta aðgang að hita og vatni. Starfsmenn úkraínska orkufyrirtækisins Ukrenergo hafa unnið mikið afrek við að halda raforkukerfinu gangandi þrátt fyrir árásir Rússa.Aðsent Ég velti því fyrir mér hvort við höfum vanist því að líta á raforku sem sjálfsagðan hlut því hún hefur verið til staðar. En það eru verulegar líkur á því að við sem þjóð séum komin í ástand þar sem orkuskortur mun hamla okkur líkt og Landsnet varaði fyrst við árið 2019. Það var enda þannig að í janúar síðastliðnum kom til verulegra skerðinga á afhendingu raforku frá Landsvirkjun til viðskiptavina sinna. Þessar skerðingar áttu rætur að rekja til óheppilegrar stöðu í vatnsbúskap Landsvirkjunar annars vegar og hins vegar flutningskerfi Landsnets sem réði ekki við flytja nægjanlega orku milli landshluta til að koma í veg fyrir skerðingarnar. Þessa stöðu hefði verið hægt að fyrirbyggja hvort sem er með því að auka uppsett afl í virkjunum eða með styrkingu flutningskerfisins en okkur hjá Landsneti hefur gengið hægt að fá leyfi fyrir nauðsynlegum styrkingum. Orkuskipti eða orðin tóm Í mars gaf Ráðuneyti umhverfis- og orkumála út skýrslu um stöðu og áskoranir í loftslagsmálum. Þar var dregin upp mynd af því sem Ísland þarf að gera til að geta klárað sín orkuskipti, standa við alþjóðlegar skuldbindingar og jafnframt haldið áfram að bæta lífskjör í landinu. Óhætt er að segja að verkefnið sé bæði ærið og aðkallandi. Í skýrslunni kemur fram að á næstu 18-28 árum þarf að tvöfalda raforkuframleiðslu og óvissa um raforkuframboð og takmarkanir flutningskerfis hafi þá þegar áhrif á uppbyggingu atvinnustarfsemi. Þetta er mikið verk og metnaðarfullt. Það má því engan tíma missa ef við ætlum að ná settum markmiðum. Á þessu virðist ráðuneytið átta sig, enda kemur fram í skýrslunni áhersla á að auka þurfi skilvirkni undirbúnings- og leyfisveitingaferla og styrkja viðkomandi stofnanir þannig að fjárfestingar og verndarsjónarmið nái fram að ganga. „Vönduð málsmeðferð“ Á meðan Evrópusambandið vinnur sérstaklega að því að einfalda leyfisveitingaferli og flýta fyrir endurnýjanlegum orkuverkefnum eru tafir á leyfisveitingaferlum því miður orðin fastur liður í tilveru orkufyrirtækja hér á landi. Við hjá Landsneti höfum árum saman reynt að vekja athygli á því að opinberar stofnanir taka sér iðulega margfalt lengri tíma til að afgreiða mál en lög kveða á um. Þetta hefur auðvitað haft mjög skaðleg áhrif og haldið aftur af styrkingu raforkukerfisins og nú vakti það einnig athygli fyrr í þessum mánuði að Orkustofnun tók sér 18 mánuði í að afgreiða virkjanaleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun í stað þeirra 3-4 mánaða sem áður þekktist. Viku fyrir jól bárust okkur hjá Landsneti þau tíðindi að Sveitarfélagið Vogar hefðu enn einu sinni frestað ákvörðun um að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Meira en tveimur árum eftir að umsókn Landsnets barst, 18 mánuðum eftir að öll hin sveitarfélögin á línuleiðinni höfðu gefið framkvæmdaleyfi og 14 mánuðum eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hafði ógilt síðustu málsmeðferð sveitarfélagsins á sama verkefni. Þetta er þvert á yfirlýst markmið ráðuneytisins um að auka skilvirkni undirbúnings og leyfisveitingaferla. Þá hlýtur það að vekja athygli að í báðum tilfellum voru þessar miklu tafir réttlættar með orðum um „vandaða málsmeðferð“. Rjúfum kyrrstöðuna Á meðan Suðurnesjalína 2 situr föst í leyfisveitingaferli varir óviðunandi ástand í raforkumálum á Suðurnesjum. Afhendingaröryggi þar stendur og fellur með einni línu því jarðhitavirkjanir HS-Orku geta ekki unnið raforku án tengingar við kerfið. Þetta hefur einnig haldið aftur af atvinnuþróun á svæðinu en Landsnet hefur þurft að hafna fjölda tengibeiðna frá væntanlegum viðskiptavinum á þessu svæði. Samfélagslegur kostnaður við þær tafir er fljótt reiknaður í milljörðum á ári. Árum saman heyrðust réttmætar áhyggjur Eyfirðinga af því að takmarkanir í flutningskerfinu í kringum Eyjafjörð væru að hefta atvinnuþróun, ekki ósvipað því sem nú er rætt um á Suðurnesjum. Nú heyrist minna af því enda var Hólasandslína spennusett í haust og mun betri staða í raforkumálum sigldi í kjölfarið. En áður en línan var spennusett var þegar hafinn undirbúningur við nýtt gagnaver og gróðurhús á Akureyri með það að markmiði að hefja starfsemi sem fyrst eftir að línan kæmist í gagnið. Suðurnesjamenn eða Eyfirðingar hafa því miður ekki einir búið við þessar takmarkanir. Byggðalínan sem er hryggjarstykkið í raforkukerfinu okkar er að verða 50 ára gömul og hönnuð fyrir allt annað samfélag. Hún er komin að enda líftíma síns og við sem þjóð þurfum að stækka flutningskerfið verulega og við þurfum að gera það strax. Ef við ætlum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar og skuldbindingar gagnvart loftslagi framtíðarkynslóða höfum við ekki tíma til að tefja verkefni árum saman í nafni „vandaðrar málsmeðferðar“. Höfundur er orkuhagfræðingur.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar