Valgeir Lunddal á lista UEFA yfir mest spennandi leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2023 09:01 Valgeir Lunddal Friðriksson fagnar marki með íslenska landsliðnu með Aroni Elís Þrándarsyni. Getty/Jonathan Moscrop Íslenski bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson er á lista evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, yfir þá leikmenn sem gætu sprungið út á nýju ári. Valgeir Lunddal er þarna í hópi fjörutíu spennandi leikmanna alls staðar af úr Evrópu. Til að komast á listann urðu leikmenn að vera 21 árs eða yngri í upphafi árs. Þetta er árlegur listi hjá heimasíðu UEFA og á honum hafa verið menn eins og þeir Erling Haaland, Jamal Musiala, Rodrygo, Jude Bellingham og Mykhailo Mudryk. Arda Güler, Xavi Simons, Gonçalo Ramos...Players to watch out for in 2023 #UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 2, 2023 Listinn er settur saman eftir samtöl við fréttamenn, sérfræðinga og ritstjóra út um alla Evrópu. Valgeir átti mjög eftirminnilegt 2022 tímabil en hann hjálpaði þá Häcken að verða meistari í fyrsta sinn í 82 ára sögu félagsins. Hann kvaddi Ísland með því að verða Íslandsmeistari með Valsmönnum. Valgeir er enn bara 21 árs gamall en er samt að hefja sitt þriðja tímabil í atvinnumennsku með sænska liðinu. „Ég hef bætt mig mikið á þessu tímabili og sýni meiri yfirvegum þegar ég er með boltann,“ hefur heimasíða UEFA eftir Valgeiri. Meðal annarra á listanum er Alejandro Garnacho hjá Manchester United, David Datro Fofana hjá Chelsea, Anthony Gordon hjá Everton og Gonçalo Ramos hjá Benfica. Það má finna allan listann hér. Valgeir Lunddal er í íslenska landsliðshópnum í janúar þar sem liðið spilar tvo vináttulandsleiki á Algarve í Portúgal. Fyrri leikurinn verður gegn Eistlandi 8. janúar á Estadio Nora og sá seinni á Estadio Algarve 12. janúar gegn Svíþjóð. Sænski boltinn UEFA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Valgeir Lunddal er þarna í hópi fjörutíu spennandi leikmanna alls staðar af úr Evrópu. Til að komast á listann urðu leikmenn að vera 21 árs eða yngri í upphafi árs. Þetta er árlegur listi hjá heimasíðu UEFA og á honum hafa verið menn eins og þeir Erling Haaland, Jamal Musiala, Rodrygo, Jude Bellingham og Mykhailo Mudryk. Arda Güler, Xavi Simons, Gonçalo Ramos...Players to watch out for in 2023 #UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 2, 2023 Listinn er settur saman eftir samtöl við fréttamenn, sérfræðinga og ritstjóra út um alla Evrópu. Valgeir átti mjög eftirminnilegt 2022 tímabil en hann hjálpaði þá Häcken að verða meistari í fyrsta sinn í 82 ára sögu félagsins. Hann kvaddi Ísland með því að verða Íslandsmeistari með Valsmönnum. Valgeir er enn bara 21 árs gamall en er samt að hefja sitt þriðja tímabil í atvinnumennsku með sænska liðinu. „Ég hef bætt mig mikið á þessu tímabili og sýni meiri yfirvegum þegar ég er með boltann,“ hefur heimasíða UEFA eftir Valgeiri. Meðal annarra á listanum er Alejandro Garnacho hjá Manchester United, David Datro Fofana hjá Chelsea, Anthony Gordon hjá Everton og Gonçalo Ramos hjá Benfica. Það má finna allan listann hér. Valgeir Lunddal er í íslenska landsliðshópnum í janúar þar sem liðið spilar tvo vináttulandsleiki á Algarve í Portúgal. Fyrri leikurinn verður gegn Eistlandi 8. janúar á Estadio Nora og sá seinni á Estadio Algarve 12. janúar gegn Svíþjóð.
Sænski boltinn UEFA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira