Þorleifur: Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósáttur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel Siggeir Ævarsson skrifar 4. janúar 2023 21:36 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Grindavík vann nokkuð öruggan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld. Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik keyrðu Grindvíkingar hreinlega yfir gestina og munurinn orðinn 30 stig þegar mest var. Þessi leikur var eiginlega bara búinn í þriðja leikhluta. „Já ég er sammála því, við vorum virkilega góðar. Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósattur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel. Margt sem gekk betur í seinni og í þriðja var þetta flott. Verst með þessar síðustu fimm mínútur í fjórða en annars bara frábær leikur,“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Þessar síðustu mínútur keyrðu Fjölniskonur á byrjunarliðinu sínu og settu 5 þrista í röð, á meðan reynsluminni leikmenn Grindavíkur fengu sénsinn og nokkrar mínútur í sarpinn. Það voru greinilega ólíkar áherslur hjá þjálfurunum í kvöld. „Já það er hennar ákvörðun en ég var að reyna að koma fleirum inná. Gat það þó ekki alveg þegar þær ná þessu niður í 15 stig. Tók ekki sénsinn á því og tók leikhlé og sem betur fer kláruðum við þetta flott.“ Varnarleikur Grindvíkinga var að sjá þéttur í kvöld, þær léku stíft og gerðu Fjölniskonum erfitt fyrir án þess að senda þær mikið á vítalínuna. Lalli sá þetta þó ekki með sömu augum, mistökin voru of mörg að hans mati. „Ég var hundfúll með vörnina. Eigum við ekki að segja bara frekar að Fjölnir hafi hitt illa? Sóknarlega vorum við frábærar og pikkuðum þetta upp varnarlega góðan part af leiknum og vorum alveg mættar. En það komu margir alltof slæmir kaflar varnarlega, við vorum að tala illa og illa staðsettar. Við erum að vinna mikið í því en það er svona smá ruglingur í gangi. En þetta var bara flott.“ Grindvíkingar náðu með þessum sigri að slíta sig aðeins frá neðri parti deildarinnar og eiga tvo sigra á Fjölni sem sitja í sætinu fyrir neðan. En það er brekka upp í efri part deildarinnar og sæti í úrslitakeppninni. „Já það er það, klárlega. Við verðum að fara að vinna liðin fyrir ofan okkur ef við ætlum að komast þangað. Vonandi fer það að ganga bara fljótlega.“ Subway-deild kvenna Grindavík Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. 4. janúar 2023 19:58 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
„Já ég er sammála því, við vorum virkilega góðar. Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósattur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel. Margt sem gekk betur í seinni og í þriðja var þetta flott. Verst með þessar síðustu fimm mínútur í fjórða en annars bara frábær leikur,“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Þessar síðustu mínútur keyrðu Fjölniskonur á byrjunarliðinu sínu og settu 5 þrista í röð, á meðan reynsluminni leikmenn Grindavíkur fengu sénsinn og nokkrar mínútur í sarpinn. Það voru greinilega ólíkar áherslur hjá þjálfurunum í kvöld. „Já það er hennar ákvörðun en ég var að reyna að koma fleirum inná. Gat það þó ekki alveg þegar þær ná þessu niður í 15 stig. Tók ekki sénsinn á því og tók leikhlé og sem betur fer kláruðum við þetta flott.“ Varnarleikur Grindvíkinga var að sjá þéttur í kvöld, þær léku stíft og gerðu Fjölniskonum erfitt fyrir án þess að senda þær mikið á vítalínuna. Lalli sá þetta þó ekki með sömu augum, mistökin voru of mörg að hans mati. „Ég var hundfúll með vörnina. Eigum við ekki að segja bara frekar að Fjölnir hafi hitt illa? Sóknarlega vorum við frábærar og pikkuðum þetta upp varnarlega góðan part af leiknum og vorum alveg mættar. En það komu margir alltof slæmir kaflar varnarlega, við vorum að tala illa og illa staðsettar. Við erum að vinna mikið í því en það er svona smá ruglingur í gangi. En þetta var bara flott.“ Grindvíkingar náðu með þessum sigri að slíta sig aðeins frá neðri parti deildarinnar og eiga tvo sigra á Fjölni sem sitja í sætinu fyrir neðan. En það er brekka upp í efri part deildarinnar og sæti í úrslitakeppninni. „Já það er það, klárlega. Við verðum að fara að vinna liðin fyrir ofan okkur ef við ætlum að komast þangað. Vonandi fer það að ganga bara fljótlega.“
Subway-deild kvenna Grindavík Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. 4. janúar 2023 19:58 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. 4. janúar 2023 19:58