Hver eru þín gildi? Jón Jósafat Björnsson skrifar 5. janúar 2023 10:30 Það er auðvelt að láta berast með straumnum og eyða miklum tíma í að lesa fyrirsagnir og fletta samfélagsmiðlum. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að straumurinn beri okkur þangað sem við viljum fara eða vera. Í upphafi hvers árs er gott tækifæri til að huga að eigin velferð og ef til vill leiðrétta kúrsinn ef okkur hefur borið af leið. Gildi virka sem innri áttaviti en þau eru grundvallarviðhorf sem stýra hegðun okkar og hugarfari. Þau hjálpa okkur að ákveða hvað er mikilvægt og lýsa því hvers konar manneskja við viljum vera; hvernig við komum fram við okkur sjálf og aðra og samskipti okkar við heiminn í kringum okkur. Hvernig ákveður maður gildi? Þegar við ákveðum gildin okkar er snjallt að velja nokkur grundvallar gildi sem eru ófrávíkjanleg í okkar huga og við myndum ekki gera málamiðlanir um. Við getum líka notað gildi sem stefnumótandi hugmyndafræði og valið gildi sem við höfum ekki í dag en langar að lifa eftir. Ein leið til að finna mikilvægustu gildin er að klippa niður blað í t.d. 20 miða og skrifa eitt gildi á hvern miða. Fækka svo gildunum fyrst um helming og svo aftur um helming þannig að 5 gildi standi eftir. Þú getur síðan raðað þeim í mikilvægisröð. Til að fá hugmyndir af gildum er auðvelt að spyrja Google. Uppruni gilda Gildin okkar tengjast flest; menningu, trú, stjórnmálaskoðunum, menntun, starfi okkar, reynslu eða uppeldi. Á mínu æskuheimili var ekki formlega sest niður til að ræða gildi en engu að síður var það kýr-skýrt hvaða gildi voru í hávegum höfð. Ég get nefnt gildi eins og; frændrækni, dugnaður, heilindi, ráðdeild og hjálpsemi. Enginn afsláttur var veittur af þessum gildum. Árekstur gilda Forgangsröðun gilda getur orsakað árekstra í samskiptum og getur búið til ólíka sýn á aðstæður. Tökum dæmi: Tveir aðilar vinna hjá sama fyrirtæki og annar aðilinn setur gildið heiðarleika í fyrsta sæti en hinn hollustu. Upp kemur staða þar sem þeir verða áskynja að yfirmaður þeirra viðhefur ósiðlegt athæfi. Sá aðili sem hefur heiðarleika í fyrsta sæti hefur ríka þörf fyrir að láta vita af hegðun yfirmannsins á meðan hinn tekur hollustu við yfirmanninn framyfir. Ungt fólk hefur áhuga á gildum Svo árum skiptir höfum við hjá Dale Carnegie farið í skóla og félagsmiðstöðvar og rætt um gildi við ungt fólk. Við höfum prentað rifgataðar arkir með 30 gildum sem við gefum krökkunum sem flokka og forgangsraða gildum og nota útilokunaraðferðina til að finna þau gildi sem þau tengja mest við. Oft er þetta í fyrsta sinn sem þau heyra um hugtakið en það dregur ekki úr áhuganum. Þau fara síðan með gilda-spjöldin heim og í kjölfarið fáum við hrós og þakkir frá foreldrum fyrir framtakið. Nú í upphafi ársins skora ég á þig lesandi góður að gefa þér nokkrar mínútur til að hugleiða gildin þín og hvernig manneskja þú vilt vera í nútíð og framtíð. Gleðilegt ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að láta berast með straumnum og eyða miklum tíma í að lesa fyrirsagnir og fletta samfélagsmiðlum. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að straumurinn beri okkur þangað sem við viljum fara eða vera. Í upphafi hvers árs er gott tækifæri til að huga að eigin velferð og ef til vill leiðrétta kúrsinn ef okkur hefur borið af leið. Gildi virka sem innri áttaviti en þau eru grundvallarviðhorf sem stýra hegðun okkar og hugarfari. Þau hjálpa okkur að ákveða hvað er mikilvægt og lýsa því hvers konar manneskja við viljum vera; hvernig við komum fram við okkur sjálf og aðra og samskipti okkar við heiminn í kringum okkur. Hvernig ákveður maður gildi? Þegar við ákveðum gildin okkar er snjallt að velja nokkur grundvallar gildi sem eru ófrávíkjanleg í okkar huga og við myndum ekki gera málamiðlanir um. Við getum líka notað gildi sem stefnumótandi hugmyndafræði og valið gildi sem við höfum ekki í dag en langar að lifa eftir. Ein leið til að finna mikilvægustu gildin er að klippa niður blað í t.d. 20 miða og skrifa eitt gildi á hvern miða. Fækka svo gildunum fyrst um helming og svo aftur um helming þannig að 5 gildi standi eftir. Þú getur síðan raðað þeim í mikilvægisröð. Til að fá hugmyndir af gildum er auðvelt að spyrja Google. Uppruni gilda Gildin okkar tengjast flest; menningu, trú, stjórnmálaskoðunum, menntun, starfi okkar, reynslu eða uppeldi. Á mínu æskuheimili var ekki formlega sest niður til að ræða gildi en engu að síður var það kýr-skýrt hvaða gildi voru í hávegum höfð. Ég get nefnt gildi eins og; frændrækni, dugnaður, heilindi, ráðdeild og hjálpsemi. Enginn afsláttur var veittur af þessum gildum. Árekstur gilda Forgangsröðun gilda getur orsakað árekstra í samskiptum og getur búið til ólíka sýn á aðstæður. Tökum dæmi: Tveir aðilar vinna hjá sama fyrirtæki og annar aðilinn setur gildið heiðarleika í fyrsta sæti en hinn hollustu. Upp kemur staða þar sem þeir verða áskynja að yfirmaður þeirra viðhefur ósiðlegt athæfi. Sá aðili sem hefur heiðarleika í fyrsta sæti hefur ríka þörf fyrir að láta vita af hegðun yfirmannsins á meðan hinn tekur hollustu við yfirmanninn framyfir. Ungt fólk hefur áhuga á gildum Svo árum skiptir höfum við hjá Dale Carnegie farið í skóla og félagsmiðstöðvar og rætt um gildi við ungt fólk. Við höfum prentað rifgataðar arkir með 30 gildum sem við gefum krökkunum sem flokka og forgangsraða gildum og nota útilokunaraðferðina til að finna þau gildi sem þau tengja mest við. Oft er þetta í fyrsta sinn sem þau heyra um hugtakið en það dregur ekki úr áhuganum. Þau fara síðan með gilda-spjöldin heim og í kjölfarið fáum við hrós og þakkir frá foreldrum fyrir framtakið. Nú í upphafi ársins skora ég á þig lesandi góður að gefa þér nokkrar mínútur til að hugleiða gildin þín og hvernig manneskja þú vilt vera í nútíð og framtíð. Gleðilegt ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar