Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Sunna Sæmundsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. janúar 2023 13:42 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Egill Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. Ófremdarástand á Landsspítalanum er nú enn og aftur til umræðu og yfirlæknar hafa sagt stöðuna beinlínis hættulega. Í vikunni var rætt við bráðalækninn Eggert Eyjólfsson sem sagði upp og lauk sinni síðustu vakt um áramótin. Hann vísaði í óboðlegar starfsaðstæður og sagði stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ljóst að ýmsar áskoranir séu fyrir hendi í heilbrigðiskerfinu. Það sé hins vegar ekki vanfjármagnað. „Það hafa verið að safnast upp fjárveitingar til heilbrigðismála sem höfum ekki náð að framkvæma fyrir. Á annan tug milljarða á undanförnum árum. Þannig að öll umræða um að það sé skortur á vilja, annað hvort í fjármálaráðuneytinu eða yfir höfuð hjá Alþingi, til að veita fjármunum í þessa málaflokka, á ekki við nein rök að styðjast. Þvert á móti höfum við ekki náð að nýta alla þá fjármuni sem hafa fengist heimildir fyrir,“ sagði Bjarni aðspurður um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Af hverju er það - á hverju strandar það? „Það er af ýmsum ástæðum. Sums staðar eru það skipulagsmál. Sums staðar eru það útboð. Sums staðar höfum við kannski verið með of metnaðarfullar áætlanir en við höfum samt viljað fjármagna þær. Svo þær hafa ekki að fullu náð að ganga eftir. Sums staðar hefur einfaldlega skort mannskap til að reisa mannvirkin og svo framvegis. Þannig að það eru fjölbreyttar ástæður. En eitt er víst að það hefur ekki skort fjármögnun.“ Kunna ekki að lesa fjárlögin Eggert Eyjólfsson, læknir, sagði í samtali við Vísi að það sem hefði endanlega fyllt mælinn hjá honum hafi verið lestur á fjárlögum þetta árið, þar sem hann taldi sig hafa séð lægri framlög til nýbyggingar Landspítala. Bjarni vísar þessu á bug. „Þegar ég les um það í blöðunum að menn hafi sagt upp þegar þeir sáu fjárlögin, að menn hafi sagt upp vegna þess að þeim sýndist á fjárlögum að það væri verið að draga saman í fjármunum til byggingar á nýjum Landspítala er það einfaldega vegna þess að menn kunna ekki að lesa fjárlögin. Það eru uppsafnaðar miklar heimildir sem munu nýtast á þessu ári, sem eru þess vegna ekki í fjárlögunum. Fjármunirnir eru til staðar til að halda áfram af fullum krafti og það er ekki ástæða fyrir neinn að segja upp vegna þess hvernig fjárlögin líta út.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Sjá meira
Ófremdarástand á Landsspítalanum er nú enn og aftur til umræðu og yfirlæknar hafa sagt stöðuna beinlínis hættulega. Í vikunni var rætt við bráðalækninn Eggert Eyjólfsson sem sagði upp og lauk sinni síðustu vakt um áramótin. Hann vísaði í óboðlegar starfsaðstæður og sagði stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ljóst að ýmsar áskoranir séu fyrir hendi í heilbrigðiskerfinu. Það sé hins vegar ekki vanfjármagnað. „Það hafa verið að safnast upp fjárveitingar til heilbrigðismála sem höfum ekki náð að framkvæma fyrir. Á annan tug milljarða á undanförnum árum. Þannig að öll umræða um að það sé skortur á vilja, annað hvort í fjármálaráðuneytinu eða yfir höfuð hjá Alþingi, til að veita fjármunum í þessa málaflokka, á ekki við nein rök að styðjast. Þvert á móti höfum við ekki náð að nýta alla þá fjármuni sem hafa fengist heimildir fyrir,“ sagði Bjarni aðspurður um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Af hverju er það - á hverju strandar það? „Það er af ýmsum ástæðum. Sums staðar eru það skipulagsmál. Sums staðar eru það útboð. Sums staðar höfum við kannski verið með of metnaðarfullar áætlanir en við höfum samt viljað fjármagna þær. Svo þær hafa ekki að fullu náð að ganga eftir. Sums staðar hefur einfaldlega skort mannskap til að reisa mannvirkin og svo framvegis. Þannig að það eru fjölbreyttar ástæður. En eitt er víst að það hefur ekki skort fjármögnun.“ Kunna ekki að lesa fjárlögin Eggert Eyjólfsson, læknir, sagði í samtali við Vísi að það sem hefði endanlega fyllt mælinn hjá honum hafi verið lestur á fjárlögum þetta árið, þar sem hann taldi sig hafa séð lægri framlög til nýbyggingar Landspítala. Bjarni vísar þessu á bug. „Þegar ég les um það í blöðunum að menn hafi sagt upp þegar þeir sáu fjárlögin, að menn hafi sagt upp vegna þess að þeim sýndist á fjárlögum að það væri verið að draga saman í fjármunum til byggingar á nýjum Landspítala er það einfaldega vegna þess að menn kunna ekki að lesa fjárlögin. Það eru uppsafnaðar miklar heimildir sem munu nýtast á þessu ári, sem eru þess vegna ekki í fjárlögunum. Fjármunirnir eru til staðar til að halda áfram af fullum krafti og það er ekki ástæða fyrir neinn að segja upp vegna þess hvernig fjárlögin líta út.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent