Hvenær er nóg nóg? Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar 10. janúar 2023 08:00 Þessari spurningu var varpað fram í Silfrinu sunnudaginn 8. janúar þegar kjör heilbrigðisstétta og staða heilbrigðiskerfisins voru til umræðu. Þetta er góð spurning sem flestir ættu að velta fyrir sér. Hvar liggja t.d. mörk starfsfólks í álagi og yfirvinnu ? Hvenær er nóg nóg þegar kemur að vinnuaðstæðum heilbrigðisstarfsfólks ? Ég held að þeirri spurningu hafi þegar verið svarað hjá mörgu heilbrigðisstarfsfólki sem nú þegar hefur hætt störfum. Hjá þeim var klárlega komið nóg. Eru þau mörk að nálgast hjá fleirum ? Hver er verðmiðinn á því að vinna morgunvakt, kvöldvakt, næturvakt og aftur morgunvakt kvöldvakt næturvakt allan ársins hring ? Helgar, jól og aðra hátíðisdaga ? Að hafa lítið sem ekkert svigrúm til að skipta/breyta vakt ef eitthvað skemmtilegt kemur uppá eins og t.d. afmælisboð frá góðum vini eða fjölskyldu sem berst með innan við 6 vikna fyrirvara ? Hvers vegna innan við 6 vikna fyrirvara ? Jú því vaktaplan liggur fyrir 6 vikum áður. Það er ekki sjálfgefið að vaktavinnufólk sé í fríi. Það er ekki heldur sjálfgefið að hægt sé að skipta á vakt við samstarfsfélaga, því hann gæti jú lækkað í launum við vaktaskiptin, tapað vaktahvata við þessa breytingu. Er komið nóg af því að vera með í maganum áður en mætt er á vaktina yfir því hversu mikið verði að gera ? Gefst tími til að sinna t.d. þeirri grunnþörf að komast á snyrtinguna ? Þá erum við ekki einu sinni að ræða eðlilegt neysluhlé sem ætti að eiga sér stað á hverri vakt. Hvenær er komið nóg af því að komast ekki heim á réttum tíma því vaktin sem á að taka við er ekki fullmönnuð og/eða það er of mikið að gera ? Hvenær er komið nóg af því að heilbrigðisstarfsfólk sé truflað í frítíma og beðið um að koma á aukavakt eða breyta vakt ? Í fyrrgreindum þætti kom einnig fram að meðalheildarlaun ljósmæðra væru um 1.100.000 kr. Meðalgrunnlaun ljósmæðra í júní 2022 voru 772.483 kr. Meðalheildarlaun ljósmæðra voru 1.079.882 kr. Mismunurinn þarna á milli er vegna þess að ljósmæður standa vaktina allan sólarhringinn alla daga ársins. Þær fá greitt álag fyrir að vinna á kvöldin, næturnar, um helgar og á stórhátíðum þegar margar aðrar stéttir taka því sem sjálfsögðum hlut að vera í fríi. Ljósmæður eru einnig að fá greitt fyrir yfirvinnu. Yfirvinnu sem sannarlegar er unnin umfram vinnuskyldu t.d. þegar þær komast ekki heim á réttum tíma því það er of mikið að gera. Yfirvinnu þegar vantar fólk til starfa eða álagið of mikið og það þarf að kalla út fleira starfsfólk. Yfirvinnu sem fæstar vilja vinna, en mæta því þær telja sig hafa siðferðislega skyldu til þess. Verkefnin eru þess eðlist að ekki er hægt að geyma þau til næsta dags. Þetta á við um allar stéttir sem vinna vaktir og því algjörlega óraunhæft að horfa á heildarlaun þessara stétta. Já hvenær er nóg nóg ? Það er góð spurning. Ég hef áhyggjur af því þegar ljósmæður telja nóg nóg. Þegar ljósmæður hætta að mæta á grundvelli þeirrar ábyrgðartilfinningar sem þær bera til starfsins og umhyggju fyrir þeim fjölskyldum sem þær sinna. Það ætti að vera umræðuefnið þegar metið er hvenær nóg er nóg. Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Þessari spurningu var varpað fram í Silfrinu sunnudaginn 8. janúar þegar kjör heilbrigðisstétta og staða heilbrigðiskerfisins voru til umræðu. Þetta er góð spurning sem flestir ættu að velta fyrir sér. Hvar liggja t.d. mörk starfsfólks í álagi og yfirvinnu ? Hvenær er nóg nóg þegar kemur að vinnuaðstæðum heilbrigðisstarfsfólks ? Ég held að þeirri spurningu hafi þegar verið svarað hjá mörgu heilbrigðisstarfsfólki sem nú þegar hefur hætt störfum. Hjá þeim var klárlega komið nóg. Eru þau mörk að nálgast hjá fleirum ? Hver er verðmiðinn á því að vinna morgunvakt, kvöldvakt, næturvakt og aftur morgunvakt kvöldvakt næturvakt allan ársins hring ? Helgar, jól og aðra hátíðisdaga ? Að hafa lítið sem ekkert svigrúm til að skipta/breyta vakt ef eitthvað skemmtilegt kemur uppá eins og t.d. afmælisboð frá góðum vini eða fjölskyldu sem berst með innan við 6 vikna fyrirvara ? Hvers vegna innan við 6 vikna fyrirvara ? Jú því vaktaplan liggur fyrir 6 vikum áður. Það er ekki sjálfgefið að vaktavinnufólk sé í fríi. Það er ekki heldur sjálfgefið að hægt sé að skipta á vakt við samstarfsfélaga, því hann gæti jú lækkað í launum við vaktaskiptin, tapað vaktahvata við þessa breytingu. Er komið nóg af því að vera með í maganum áður en mætt er á vaktina yfir því hversu mikið verði að gera ? Gefst tími til að sinna t.d. þeirri grunnþörf að komast á snyrtinguna ? Þá erum við ekki einu sinni að ræða eðlilegt neysluhlé sem ætti að eiga sér stað á hverri vakt. Hvenær er komið nóg af því að komast ekki heim á réttum tíma því vaktin sem á að taka við er ekki fullmönnuð og/eða það er of mikið að gera ? Hvenær er komið nóg af því að heilbrigðisstarfsfólk sé truflað í frítíma og beðið um að koma á aukavakt eða breyta vakt ? Í fyrrgreindum þætti kom einnig fram að meðalheildarlaun ljósmæðra væru um 1.100.000 kr. Meðalgrunnlaun ljósmæðra í júní 2022 voru 772.483 kr. Meðalheildarlaun ljósmæðra voru 1.079.882 kr. Mismunurinn þarna á milli er vegna þess að ljósmæður standa vaktina allan sólarhringinn alla daga ársins. Þær fá greitt álag fyrir að vinna á kvöldin, næturnar, um helgar og á stórhátíðum þegar margar aðrar stéttir taka því sem sjálfsögðum hlut að vera í fríi. Ljósmæður eru einnig að fá greitt fyrir yfirvinnu. Yfirvinnu sem sannarlegar er unnin umfram vinnuskyldu t.d. þegar þær komast ekki heim á réttum tíma því það er of mikið að gera. Yfirvinnu þegar vantar fólk til starfa eða álagið of mikið og það þarf að kalla út fleira starfsfólk. Yfirvinnu sem fæstar vilja vinna, en mæta því þær telja sig hafa siðferðislega skyldu til þess. Verkefnin eru þess eðlist að ekki er hægt að geyma þau til næsta dags. Þetta á við um allar stéttir sem vinna vaktir og því algjörlega óraunhæft að horfa á heildarlaun þessara stétta. Já hvenær er nóg nóg ? Það er góð spurning. Ég hef áhyggjur af því þegar ljósmæður telja nóg nóg. Þegar ljósmæður hætta að mæta á grundvelli þeirrar ábyrgðartilfinningar sem þær bera til starfsins og umhyggju fyrir þeim fjölskyldum sem þær sinna. Það ætti að vera umræðuefnið þegar metið er hvenær nóg er nóg. Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar