Öll vélin í hláturskasti þegar „Magnús Hlynur“ fór með öryggisávarp Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2023 15:48 Andri er hér fremst á myndinni ásamt samstarfsfélögum sínum hjá Play. Aðsend Yfirflugliði hjá flugfélaginu Play reynir að létta upp á stemninguna í flugferðum með því að fara með öryggisávarpið með eftirhermum af frægu fólki. Allir farþegar vélar á leið frá Tenerife til Keflavíkur voru í hláturskasti þegar hann hermdi eftir Magnúsi Hlyn fréttamanni er hann fór með ávarpið. Öryggisávarpið sem farið er með í byrjun flugferða er eitthvað sem flestir þykjast kunna utanbókar og forðast að fylgjast með. Oft hefur fólk skellt í sig heyrnartólum og kveikt á bíómynd, tilbúið að komast í frí eða heim úr fríi. Andri Davíð Pétursson, yfirflugliði hjá flugfélaginu Play, virðist þó hafa fundið út úr því hvernig á að fá fólk til að hlusta á ávarpið. Hann fer með eftirhermur. Andri er yfirflugliði hjá Play. Í flugferð Play frá Tenerife til Keflavíkur höfðu einhverjir farþegar verið búnir að loka augunum og kveikja á bíómynd þegar þeir heyrðu hlátrasköll frá öðrum farþegum vélarinnar. Einn farþegi lýsti því fyrir fréttastofu þegar hann tók heyrnartólin úr eyrunum og heyrði sænsku. Lars og Magnús Hlynur mættir Þá hafði Andri leikið sænska knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck þegar hann fór með ávarpið á ensku. Vélin hló með og að lokum sagðist Andri ætla að bjóða farþegum upp á einhverja góða eftirhermu þegar ávarpið væri flutt á íslensku. Því næst tilkynnti Andri að hann myndi leika fréttamanninn Magnús Hlyn Hreiðarsson. Klippa: Fer með öryggisávarp sem Magnús Hlynur Myndband af ávarpinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Farþegar vélarinnar hlógu og hlógu á meðan Andri sagði að það að festa sætisbeltið færi ekki ósvipað því að strengja gjörð utan um fimm metra hest frá Miðhúsum. Eftirhermur til Tenerife en ekki til Berlínar Í samtali við fréttastofu segist Andri ekki gera þetta í hverri einustu flugferð heldur verði að vera rétta „crowd-ið“. Farþegar á leið til og frá Tenerife séu til dæmis mjög léttir og skemmtilegir. „Ég er ekki að vinna mikið með þetta í Berlínar morgunflugi sko. Með fullri virðingu fyrir Þjóðverjum,“ segir Andri. Fólk tekur ávallt vel í eftirhermur hans en hann hefur einungis látið reyna á Lars og Magnús Hlyn, fyrir utan eitt skipti þegar hann tók David Attenborough eftirhermu og spilaði frumskógarhljóð í kallkerfinu. Hann segist þó eiga eftir að vinna aðeins í þeirri eftirhermu. „Þetta er í raun gert til að setja svo lítið tóninn fyrir flugið. Góður hlátur léttir alltaf stemninguna. Fyrir vikið verður flugið yfirleitt alltaf mikið skemmtilegra,“ segir Andri. Eru fleiri eftirhermur í vinnslu? „Það verður tíminn að leiða í ljós. Fólk verður að fljúga með Play og sjá hvað kemur.“ Kanaríeyjar Play Keflavíkurflugvöllur Grín og gaman Fréttir af flugi Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Öryggisávarpið sem farið er með í byrjun flugferða er eitthvað sem flestir þykjast kunna utanbókar og forðast að fylgjast með. Oft hefur fólk skellt í sig heyrnartólum og kveikt á bíómynd, tilbúið að komast í frí eða heim úr fríi. Andri Davíð Pétursson, yfirflugliði hjá flugfélaginu Play, virðist þó hafa fundið út úr því hvernig á að fá fólk til að hlusta á ávarpið. Hann fer með eftirhermur. Andri er yfirflugliði hjá Play. Í flugferð Play frá Tenerife til Keflavíkur höfðu einhverjir farþegar verið búnir að loka augunum og kveikja á bíómynd þegar þeir heyrðu hlátrasköll frá öðrum farþegum vélarinnar. Einn farþegi lýsti því fyrir fréttastofu þegar hann tók heyrnartólin úr eyrunum og heyrði sænsku. Lars og Magnús Hlynur mættir Þá hafði Andri leikið sænska knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck þegar hann fór með ávarpið á ensku. Vélin hló með og að lokum sagðist Andri ætla að bjóða farþegum upp á einhverja góða eftirhermu þegar ávarpið væri flutt á íslensku. Því næst tilkynnti Andri að hann myndi leika fréttamanninn Magnús Hlyn Hreiðarsson. Klippa: Fer með öryggisávarp sem Magnús Hlynur Myndband af ávarpinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Farþegar vélarinnar hlógu og hlógu á meðan Andri sagði að það að festa sætisbeltið færi ekki ósvipað því að strengja gjörð utan um fimm metra hest frá Miðhúsum. Eftirhermur til Tenerife en ekki til Berlínar Í samtali við fréttastofu segist Andri ekki gera þetta í hverri einustu flugferð heldur verði að vera rétta „crowd-ið“. Farþegar á leið til og frá Tenerife séu til dæmis mjög léttir og skemmtilegir. „Ég er ekki að vinna mikið með þetta í Berlínar morgunflugi sko. Með fullri virðingu fyrir Þjóðverjum,“ segir Andri. Fólk tekur ávallt vel í eftirhermur hans en hann hefur einungis látið reyna á Lars og Magnús Hlyn, fyrir utan eitt skipti þegar hann tók David Attenborough eftirhermu og spilaði frumskógarhljóð í kallkerfinu. Hann segist þó eiga eftir að vinna aðeins í þeirri eftirhermu. „Þetta er í raun gert til að setja svo lítið tóninn fyrir flugið. Góður hlátur léttir alltaf stemninguna. Fyrir vikið verður flugið yfirleitt alltaf mikið skemmtilegra,“ segir Andri. Eru fleiri eftirhermur í vinnslu? „Það verður tíminn að leiða í ljós. Fólk verður að fljúga með Play og sjá hvað kemur.“
Kanaríeyjar Play Keflavíkurflugvöllur Grín og gaman Fréttir af flugi Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira