Wagner-liði vill hæli í Noregi Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2023 09:15 Andrey Medvedev er 26 ára fyrrverandi hermaður sem gekk til liðs við málaliðahópinn alræmda, Wagner Group. Telegram/Gulagu Fyrrverandi yfirmaður í rússneska málaliðahópnum Wagner Group hefur beðið um hæli í Noregi. Andrey Medvedev flúði yfir landamæri Noregs og Rússlands við Pasvikdalen á föstudaginn þar sem hann var handtekinn af norskum landamæravörðum. Lögmaður Medvedevs segir hann hafa flúið land því hann hafi orðið vitni að stríðsglæpum í Úkraínu og hann sé tilbúinn til að ræða þá stríðsglæpi við rannsakendur og aðra. Medvedev er 26 ára gamall og er í haldi í Ósló. Þetta er talið í fyrsta sinn sem málaliði Wagner leitar hælis á Vesturlöndum, samkvæmt frétt BBC. Rússneski miðillinn Moscow Times segir frá því að Medvedev hafi rætt við rússnesk mannréttindasamtök sem kallast Gulagu, eftir að hann flúði til Noregs. Þar hafi hann sagt frá því að rússneskir landamæraverðir hafi skotið á hann þegar hann flúði yfir landamærin. Leiddi mann sem myrtur var með sleggju Mannréttindasamtökin segja einnig að Medvedev hafi leitt herdeild Wagner sem Yevgeny Nuzhin, dæmdur morðingi var einnig í. Nuzhin var handsamaður af Úkraínumönnum í fyrra en var svo skipt aftur til Rússlands í fangaskiptum. Eftir það var hann myrtur af öðrum málaliðum með sleggju og birtu forsvarsmenn Wagner myndband af morðinu á internetinu. Medvedev segir aðra málaliða sem hafi neitað að drepa Úkraínumenn eða reynt að flýja hafa verið myrta með sama hætti. Stofnandi Gulagu sagði blaðamanni BBC að Medvedev hefði þjónað í rússneska hernum en verið dæmdur í fangelsi. Eftir það gekk hann til liðs við Wagner og var gerður að leiðtoga þar. Hann segist hafa flúið frá Úkraínu eftir að honum varð ljóst að yfirmenn Wagner ætluðu ekki að leyfa honum að hætta þegar fjögurra mánaða samningur hans rann út. Var í felum í Rússlandi Rússneski miðillinn Novaya Gazeta segir frá viðtali sem Medvedev fór í áður en hann flúði til Noregs en hann er sagður hafa varið tveimur mánuðum í felum í Rússlandi. Þar sagði hann að sérstök deild innan Wagner hefði séð um að taka málaliða sem þykja brjóta reglur hópsins af lífi. Það hafi bæði verið gert í laumi og opinberlega. Lögmaður Medvedevs segir hann hafa mögulega tekið sannanir fyrir stríðsglæpum með sér til Noregs og að hann ætli sér að deila þeim upplýsingum með aðilum sem rannsaka stríðsglæpi. Kokkurinn segir Medvedev hættulegan Auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin rekur Wagner Group en tengist Vladimír Pútín, forseta, nánum böndum og hefur verið kallaður „kokkur Pútíns“. Hópurinn var stofnaður árið 2015 í kjölfar upprunalegrar innrásar Rússa í Úkraínu árið 2014 og hefur verið lýst sem „skuggaher Rússlands“. Málaliðahópurinn hefur verið virkur í Úkraínu, Mið-Austurlöndum og í Afríku en málaliðar Wagner hafa víða verið sakaðir um ýmis ódæði. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Prigozhin hefur ráðið þúsundir rússneskra fanga til að berjast í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. Auðjöfurinn hefur sent út yfirlýsingu um Medvedev þar sem hann gerir lítið úr honum og segir hann vera norskan ríkisborgara. Prigozhin sakar Medvedev einnig um að hafa komið illa við fanga og segir hann vera mjög hættulegan. Lögmaður Medvedevs segir ummæli auðjöfursins vera röng. Evrópusambandið segir Wagner Group hafa verið stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi hermanni frá Rússlandi, sem er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppáhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa. Sjá einnig: Rússneskur málaliði myndaði aðra pynta, myrða, afhöfða og brenna fanga Úkraínumenn og aðrir hafa farið fram á að hópurinn verði skilgreindur sem hryðjuverkasamtök. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Noregur Tengdar fréttir Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. 3. janúar 2023 15:13 Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Herstjórn Búrkína Fasó hefur skipað sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Tvær vikur eru síðan að mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í Búrkína Fasó var gert að yfirgefa landið. Herstjórnin hefur verið að styrkja samband Búrkína Fasó og Rússlands að undanförnu. 3. janúar 2023 10:08 Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Lögmaður Medvedevs segir hann hafa flúið land því hann hafi orðið vitni að stríðsglæpum í Úkraínu og hann sé tilbúinn til að ræða þá stríðsglæpi við rannsakendur og aðra. Medvedev er 26 ára gamall og er í haldi í Ósló. Þetta er talið í fyrsta sinn sem málaliði Wagner leitar hælis á Vesturlöndum, samkvæmt frétt BBC. Rússneski miðillinn Moscow Times segir frá því að Medvedev hafi rætt við rússnesk mannréttindasamtök sem kallast Gulagu, eftir að hann flúði til Noregs. Þar hafi hann sagt frá því að rússneskir landamæraverðir hafi skotið á hann þegar hann flúði yfir landamærin. Leiddi mann sem myrtur var með sleggju Mannréttindasamtökin segja einnig að Medvedev hafi leitt herdeild Wagner sem Yevgeny Nuzhin, dæmdur morðingi var einnig í. Nuzhin var handsamaður af Úkraínumönnum í fyrra en var svo skipt aftur til Rússlands í fangaskiptum. Eftir það var hann myrtur af öðrum málaliðum með sleggju og birtu forsvarsmenn Wagner myndband af morðinu á internetinu. Medvedev segir aðra málaliða sem hafi neitað að drepa Úkraínumenn eða reynt að flýja hafa verið myrta með sama hætti. Stofnandi Gulagu sagði blaðamanni BBC að Medvedev hefði þjónað í rússneska hernum en verið dæmdur í fangelsi. Eftir það gekk hann til liðs við Wagner og var gerður að leiðtoga þar. Hann segist hafa flúið frá Úkraínu eftir að honum varð ljóst að yfirmenn Wagner ætluðu ekki að leyfa honum að hætta þegar fjögurra mánaða samningur hans rann út. Var í felum í Rússlandi Rússneski miðillinn Novaya Gazeta segir frá viðtali sem Medvedev fór í áður en hann flúði til Noregs en hann er sagður hafa varið tveimur mánuðum í felum í Rússlandi. Þar sagði hann að sérstök deild innan Wagner hefði séð um að taka málaliða sem þykja brjóta reglur hópsins af lífi. Það hafi bæði verið gert í laumi og opinberlega. Lögmaður Medvedevs segir hann hafa mögulega tekið sannanir fyrir stríðsglæpum með sér til Noregs og að hann ætli sér að deila þeim upplýsingum með aðilum sem rannsaka stríðsglæpi. Kokkurinn segir Medvedev hættulegan Auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin rekur Wagner Group en tengist Vladimír Pútín, forseta, nánum böndum og hefur verið kallaður „kokkur Pútíns“. Hópurinn var stofnaður árið 2015 í kjölfar upprunalegrar innrásar Rússa í Úkraínu árið 2014 og hefur verið lýst sem „skuggaher Rússlands“. Málaliðahópurinn hefur verið virkur í Úkraínu, Mið-Austurlöndum og í Afríku en málaliðar Wagner hafa víða verið sakaðir um ýmis ódæði. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Prigozhin hefur ráðið þúsundir rússneskra fanga til að berjast í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. Auðjöfurinn hefur sent út yfirlýsingu um Medvedev þar sem hann gerir lítið úr honum og segir hann vera norskan ríkisborgara. Prigozhin sakar Medvedev einnig um að hafa komið illa við fanga og segir hann vera mjög hættulegan. Lögmaður Medvedevs segir ummæli auðjöfursins vera röng. Evrópusambandið segir Wagner Group hafa verið stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi hermanni frá Rússlandi, sem er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppáhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa. Sjá einnig: Rússneskur málaliði myndaði aðra pynta, myrða, afhöfða og brenna fanga Úkraínumenn og aðrir hafa farið fram á að hópurinn verði skilgreindur sem hryðjuverkasamtök.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Noregur Tengdar fréttir Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. 3. janúar 2023 15:13 Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Herstjórn Búrkína Fasó hefur skipað sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Tvær vikur eru síðan að mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í Búrkína Fasó var gert að yfirgefa landið. Herstjórnin hefur verið að styrkja samband Búrkína Fasó og Rússlands að undanförnu. 3. janúar 2023 10:08 Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. 3. janúar 2023 15:13
Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Herstjórn Búrkína Fasó hefur skipað sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Tvær vikur eru síðan að mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í Búrkína Fasó var gert að yfirgefa landið. Herstjórnin hefur verið að styrkja samband Búrkína Fasó og Rússlands að undanförnu. 3. janúar 2023 10:08
Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54
Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07