Mjög ósáttar með að fá ekki æfingaferð í sólina eins og karlaliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2023 10:00 Selma Sól Magnúsdóttir í leik með Rosenborg á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. Getty/Diego Souto Íslendingaliðið Rosenborg í norsku kvennadeildinni hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að tíma ekki að bjóða kvennaliði sínu upp á það sama og karlaliðið fær. Karlalið Rosenborg fer í 26 daga æfingaferð fyrir tímabilið en konurnar þurfa að dúsa heima í Þrándheimi. Leikmenn kvennaliðs Rosenborg hafa látið í sér heyra ekki síst þar sem öll hin liðin í kvennadeildinni ferðast suður til Spánar í æfingaferð fyrir tímabilið. „Þetta eru ekki skilaboðin sem ég bjóst við að heyra,“ sagði Matilde Alsaker Rogde, leikmaður Rosenborg, í samtali við norska ríkissjónvarpið. https://t.co/TwvHnqUzpH— Harde Mottak (@HardeMottak) January 16, 2023 Með Rosenborg spilar íslenska landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir. Hin níu kvennaliðin í deildinni hittast öll á Marbella í byrjun mars og taka þar þátt saman í sérstöku æfingamót. Samtök félaga í efstu deild í Noregi styrkja þessa ferð en hvert félag fær 150 þúsund norskar krónur í styrk eða meira en tvær milljónir íslenskra króna. Þegar NRK leitaði svara hjá hæstráðendum hjá Rosenborg þá var það kostnaðurinn sem olli því að kvennaliðið fer ekki í slíka ferð. Samkvæmt upplýsingum frá Örjan Engen, stjórnarformanni hjá félaginu, þá kostar það félagið 450 þúsund norskar krónur eða sex og hálfa milljón íslenskra króna að fara í slíka ferð. „Við tókum styrkinn inn í myndina þegar við tókum þessa ákvörðun en eftir hann þyrftum við samt að borga 350 þúsund norskar krónut fyrir slíka æfingaferð,“ sagði Örjan Engen. Matilde Alsaker Rogde þekkir vel til þess sem er í gangi í karlaliðinu því kærasti hennar, Adrian Pereira,, spilar með því. Hún veit því að karlarnir fá 26 daga ferð til Spánar. „Þetta hljómar svolítið asnalega þegar við erum hjá sama félagi og við fáum ekki að gera neitt. Auðvitað er þetta pirrandi. Við viljum alls ekki taka neitt frá þeim en við höfum alveg sömu ástríðu og sama metnað og eigum því alveg eins mikið skilið,“ sagði Matilde. Norski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Karlalið Rosenborg fer í 26 daga æfingaferð fyrir tímabilið en konurnar þurfa að dúsa heima í Þrándheimi. Leikmenn kvennaliðs Rosenborg hafa látið í sér heyra ekki síst þar sem öll hin liðin í kvennadeildinni ferðast suður til Spánar í æfingaferð fyrir tímabilið. „Þetta eru ekki skilaboðin sem ég bjóst við að heyra,“ sagði Matilde Alsaker Rogde, leikmaður Rosenborg, í samtali við norska ríkissjónvarpið. https://t.co/TwvHnqUzpH— Harde Mottak (@HardeMottak) January 16, 2023 Með Rosenborg spilar íslenska landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir. Hin níu kvennaliðin í deildinni hittast öll á Marbella í byrjun mars og taka þar þátt saman í sérstöku æfingamót. Samtök félaga í efstu deild í Noregi styrkja þessa ferð en hvert félag fær 150 þúsund norskar krónur í styrk eða meira en tvær milljónir íslenskra króna. Þegar NRK leitaði svara hjá hæstráðendum hjá Rosenborg þá var það kostnaðurinn sem olli því að kvennaliðið fer ekki í slíka ferð. Samkvæmt upplýsingum frá Örjan Engen, stjórnarformanni hjá félaginu, þá kostar það félagið 450 þúsund norskar krónur eða sex og hálfa milljón íslenskra króna að fara í slíka ferð. „Við tókum styrkinn inn í myndina þegar við tókum þessa ákvörðun en eftir hann þyrftum við samt að borga 350 þúsund norskar krónut fyrir slíka æfingaferð,“ sagði Örjan Engen. Matilde Alsaker Rogde þekkir vel til þess sem er í gangi í karlaliðinu því kærasti hennar, Adrian Pereira,, spilar með því. Hún veit því að karlarnir fá 26 daga ferð til Spánar. „Þetta hljómar svolítið asnalega þegar við erum hjá sama félagi og við fáum ekki að gera neitt. Auðvitað er þetta pirrandi. Við viljum alls ekki taka neitt frá þeim en við höfum alveg sömu ástríðu og sama metnað og eigum því alveg eins mikið skilið,“ sagði Matilde.
Norski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira