Mótmælaréttur Breta í húfi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 17. janúar 2023 23:55 Sunak segir mótmæli fárra trufla almenning. Getty/WPA Pool Breskir mótmælendur eru uggandi yfir nýrri löggjöf um mótmæli sem er til umræðu hjá þinginu. Yrði frumvarpið og lagfæringar þess að lögum myndi það hefta verulega leiðir sem hafa verið notaðar af hagsmunasamtökum til þess að koma skilaboðum sínum áleiðis. Lagafrumvarpið sem átt er við er nefnt „Public Order Bill“ eða „allsherjarreglufrumvarpið“ og virðist hafa fengið jákvæðar undirtektir hjá þinginu. Verði frumvarpið að lögum verður til dæmis bannað að festa sig með einum eða öðrum hætti við staði eða byggingar og mögulega yrðu þau sem eru þekkt fyrir að mótmæla neydd til þess að bera einhverskonar staðsetningartæki. CNN hefur í umfjöllun sinni eftir Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta þar sem hann segir ekki hægt að leyfa „litlum minnihluta að trufla líf hins venjulega almennings. Það er ekki boðlegt og við ætlum að binda enda á það.“ Þá er möguleiki á að lögreglu yrði veitt heimild til þess að stöðva mótmæli án þess að nokkurs konar óeirðir hafi hafist vegna þeirra. Lagabreytingin myndi með ofangreindu hæfa samtök eins og Black Lives Matter, Extinction Rebellion og Just Stop Oil, beint í hjartastað. Þá hefur CNN eftir yfirlögregluþjóni Lundúnalögreglunnar að lögreglan hafi ekki óskað eftir þessum auknu valdheimildum við stjórnvöld. Þá bendir stjórnandi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch á að lögreglan hafi nægar valdheimildir til þess að stöðva þau mótmæli sem þörf sé á að stöðva. Möguleiki sé á því að stjórnvöld yrðu kærð fyrir mannréttindabrot færi lagabreytingin í gegn. Rétturinn til þess að mótmæla sé mikilvægur og að stjórnvöld séu að „eyða tíma í að stöðva ágreining.“ Rétturinn til þess að mótmæla sé mikilvægur grunnþáttur lýðræðisríkja. Bretland Tengdar fréttir Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. 6. júlí 2022 08:53 Kaka á andlit konungs, götulokanir og eignaspjöll Samtökin Just Stop Oil hafa nú mótmælt 26 daga í röð framleiðslu ríkja á jarðefnaeldsneyti. Meðlimir samtakanna hafa gert ýmislegt til að vekja athygli fólks á málstað sínum. 26. október 2022 23:25 Tækluð vegna umhverfisgjörnings Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli. 24. júlí 2022 11:01 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Lagafrumvarpið sem átt er við er nefnt „Public Order Bill“ eða „allsherjarreglufrumvarpið“ og virðist hafa fengið jákvæðar undirtektir hjá þinginu. Verði frumvarpið að lögum verður til dæmis bannað að festa sig með einum eða öðrum hætti við staði eða byggingar og mögulega yrðu þau sem eru þekkt fyrir að mótmæla neydd til þess að bera einhverskonar staðsetningartæki. CNN hefur í umfjöllun sinni eftir Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta þar sem hann segir ekki hægt að leyfa „litlum minnihluta að trufla líf hins venjulega almennings. Það er ekki boðlegt og við ætlum að binda enda á það.“ Þá er möguleiki á að lögreglu yrði veitt heimild til þess að stöðva mótmæli án þess að nokkurs konar óeirðir hafi hafist vegna þeirra. Lagabreytingin myndi með ofangreindu hæfa samtök eins og Black Lives Matter, Extinction Rebellion og Just Stop Oil, beint í hjartastað. Þá hefur CNN eftir yfirlögregluþjóni Lundúnalögreglunnar að lögreglan hafi ekki óskað eftir þessum auknu valdheimildum við stjórnvöld. Þá bendir stjórnandi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch á að lögreglan hafi nægar valdheimildir til þess að stöðva þau mótmæli sem þörf sé á að stöðva. Möguleiki sé á því að stjórnvöld yrðu kærð fyrir mannréttindabrot færi lagabreytingin í gegn. Rétturinn til þess að mótmæla sé mikilvægur og að stjórnvöld séu að „eyða tíma í að stöðva ágreining.“ Rétturinn til þess að mótmæla sé mikilvægur grunnþáttur lýðræðisríkja.
Bretland Tengdar fréttir Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. 6. júlí 2022 08:53 Kaka á andlit konungs, götulokanir og eignaspjöll Samtökin Just Stop Oil hafa nú mótmælt 26 daga í röð framleiðslu ríkja á jarðefnaeldsneyti. Meðlimir samtakanna hafa gert ýmislegt til að vekja athygli fólks á málstað sínum. 26. október 2022 23:25 Tækluð vegna umhverfisgjörnings Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli. 24. júlí 2022 11:01 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. 6. júlí 2022 08:53
Kaka á andlit konungs, götulokanir og eignaspjöll Samtökin Just Stop Oil hafa nú mótmælt 26 daga í röð framleiðslu ríkja á jarðefnaeldsneyti. Meðlimir samtakanna hafa gert ýmislegt til að vekja athygli fólks á málstað sínum. 26. október 2022 23:25
Tækluð vegna umhverfisgjörnings Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli. 24. júlí 2022 11:01