BBC biðst afsökunar á klámhrekknum Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2023 10:00 Gary Lineker átti erfitt með að skella ekki upp úr þegar klámhljóðin byrjuðu að heyrast. Getty/Simon Stacpoole Áhorfendum í Bretlandi brá sjálfsagt í brún í gærkvöld þegar háværar stunur heyrðust á meðan að Gary Lineker og félagar ræddu í beinni útsendingu um bikarleik Liverpool og Wolves sem var þá að hefjast. BBC hefur beðið þá áhorfendur sem að móðguðust afsökunar og ætlar að komast að því hvað varð til þess að klámhljóð heyrðust í beinni útsendingu. Did the BBC just get sex-noised?? pic.twitter.com/YtjF52OdM2— The Redmen TV (@TheRedmenTV) January 17, 2023 Lineker, sem stýrði umfjöllun fyrir leik, birti mynd á Twitter-síðu sinni og greindi frá því að hljóðin hefðu komið frá síma sem falinn hafði verið í stúdíóinu. Well, we found this taped to the back of the set. As sabotage goes it was quite amusing. pic.twitter.com/ikUhBJ38Je— Gary Lineker (@GaryLineker) January 17, 2023 YouTube-hrekkjalómurinn Daniel Jarvis sagðist svo eiga heiðurinn af hrekknum og birti myndband sem virtist sýna hann í stúdíóinu á Molineux-vellinum þar sem leikurinn fór fram. Lineker átti í vandræðum með að halda andliti á meðan að hljóðin heyrðust og sagði við Alan Shearer: „Einhver er að senda eitthvað á síma einhvers, held ég. Ég veit ekki hvort að þið sem heima sitjið hafið heyrt þetta.“ Þeir félagar reyndu svo að tala saman um leikinn en háværar stunur gerðu þeim erfitt fyrir. Liverpool vann leikinn 1-0 með glæsimarki Harvey Elliott sem kom í fyrri háfleik. Þegar sérfræðingar BBC ræddu saman í hálfleik grínaðist Lineker og sagði: „Markið hans Harvey Elliott var algjört öskur [e. screamer] en ekki það eina sem við höfum heyrt í kvöld.“ Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
BBC hefur beðið þá áhorfendur sem að móðguðust afsökunar og ætlar að komast að því hvað varð til þess að klámhljóð heyrðust í beinni útsendingu. Did the BBC just get sex-noised?? pic.twitter.com/YtjF52OdM2— The Redmen TV (@TheRedmenTV) January 17, 2023 Lineker, sem stýrði umfjöllun fyrir leik, birti mynd á Twitter-síðu sinni og greindi frá því að hljóðin hefðu komið frá síma sem falinn hafði verið í stúdíóinu. Well, we found this taped to the back of the set. As sabotage goes it was quite amusing. pic.twitter.com/ikUhBJ38Je— Gary Lineker (@GaryLineker) January 17, 2023 YouTube-hrekkjalómurinn Daniel Jarvis sagðist svo eiga heiðurinn af hrekknum og birti myndband sem virtist sýna hann í stúdíóinu á Molineux-vellinum þar sem leikurinn fór fram. Lineker átti í vandræðum með að halda andliti á meðan að hljóðin heyrðust og sagði við Alan Shearer: „Einhver er að senda eitthvað á síma einhvers, held ég. Ég veit ekki hvort að þið sem heima sitjið hafið heyrt þetta.“ Þeir félagar reyndu svo að tala saman um leikinn en háværar stunur gerðu þeim erfitt fyrir. Liverpool vann leikinn 1-0 með glæsimarki Harvey Elliott sem kom í fyrri háfleik. Þegar sérfræðingar BBC ræddu saman í hálfleik grínaðist Lineker og sagði: „Markið hans Harvey Elliott var algjört öskur [e. screamer] en ekki það eina sem við höfum heyrt í kvöld.“
Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira