Guardiola hraunaði yfir liðið sitt og stuðningsmenn þrátt fyrir sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2023 10:31 Pep Guardiola var allt annað en sáttur þrátt fyrir endurkomusigur. AP/Dave Thompson Manchester City vann flottan endurkomusigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola var mjög ósáttur út í allt og alla eftir leikinn. City liðið lenti 2-0 undir á heimavelli í fyrri hálfleik en leikmenn fengu greinilega orð í eyra hjá spænska stjóranum og snéru við leiknum í þeim síðari með fjórum mörkum. Riyad Mahrez skoraði tvö mörk og átti mikinn þátt í hinum tveimur sem Julian Alvarez og Erling Haaland skoruðu. A scathing Pep Guardiola accused Manchester City of being a happy flowers team and lacking the guts to win, the manager also criticising fans lack of passion and the club as a whole after their 4-2 comeback victory over Tottenham.By @JamieJackson___ https://t.co/8UySHC7zUz— Guardian sport (@guardian_sport) January 20, 2023 City liðið mátti alls ekki við því að missa stig í titilbaráttunni við Arsenal og Pep Guardiola var allt annað en ánægður með hvernig liðið og stuðningsmenn mættu í þennan leik. „Það er brotið fjórum sinnum á okkur en það komu engin viðbrögð,“ sagði Pep Guardiola. „Það var enginn töggur í mönnum og ekkert hugrekki. Við vorum heppnir en ef við breytum þessum ekki sem fyrst þá munum við tapa stigum,“ sagði Guardiola. „Ástríðan, eldmóðurinn og löngunin í að vinna var hvergi sjáanleg frá fyrstu mínútu. Það var eins með stuðningsmennina okkar en það heyrðist ekkert í þeim í 45 mínútur,“ sagði Guardiola. „Þeir bauluðu af því að við vorum að tapa en kannski er það eins og með okkar lið að menn eru bara í þægindarammanum eftir fjóra titla á fimm árum. Eftir að við skoruðum þá komu viðbrögð frá þeim en það er ekki það sem ég er að tala um,“ sagði Guardiola. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Guardiola segir að liðið hans verði að fara að kveikja á sér eftir menn ætla að ná Arsenal. „Engin spurning, við erum búnir að missa eldmóðinn og þess vegna erum við að fá á okkur mörk í hverjum einasta leik. Í dag vorum við heppnir en í næsta leik verðum við ekki eins heppnir. Ég vil fá stuðningsmennina mína til baka og hafa þá með okkur hér. Ekki stuðningsmennina sem fylgja okkur á útivöllum því þeir eru frábærir,“ sagði Guardiola. "If we play in that way, Arsenal will destroy us." Manchester City manager Pep Guardiola was passionate after the win over Spurs and appealed to players and fans for a reaction after his side's comeback pic.twitter.com/UVw3UoFcjy— Mirror Football (@MirrorFootball) January 20, 2023 Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
City liðið lenti 2-0 undir á heimavelli í fyrri hálfleik en leikmenn fengu greinilega orð í eyra hjá spænska stjóranum og snéru við leiknum í þeim síðari með fjórum mörkum. Riyad Mahrez skoraði tvö mörk og átti mikinn þátt í hinum tveimur sem Julian Alvarez og Erling Haaland skoruðu. A scathing Pep Guardiola accused Manchester City of being a happy flowers team and lacking the guts to win, the manager also criticising fans lack of passion and the club as a whole after their 4-2 comeback victory over Tottenham.By @JamieJackson___ https://t.co/8UySHC7zUz— Guardian sport (@guardian_sport) January 20, 2023 City liðið mátti alls ekki við því að missa stig í titilbaráttunni við Arsenal og Pep Guardiola var allt annað en ánægður með hvernig liðið og stuðningsmenn mættu í þennan leik. „Það er brotið fjórum sinnum á okkur en það komu engin viðbrögð,“ sagði Pep Guardiola. „Það var enginn töggur í mönnum og ekkert hugrekki. Við vorum heppnir en ef við breytum þessum ekki sem fyrst þá munum við tapa stigum,“ sagði Guardiola. „Ástríðan, eldmóðurinn og löngunin í að vinna var hvergi sjáanleg frá fyrstu mínútu. Það var eins með stuðningsmennina okkar en það heyrðist ekkert í þeim í 45 mínútur,“ sagði Guardiola. „Þeir bauluðu af því að við vorum að tapa en kannski er það eins og með okkar lið að menn eru bara í þægindarammanum eftir fjóra titla á fimm árum. Eftir að við skoruðum þá komu viðbrögð frá þeim en það er ekki það sem ég er að tala um,“ sagði Guardiola. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Guardiola segir að liðið hans verði að fara að kveikja á sér eftir menn ætla að ná Arsenal. „Engin spurning, við erum búnir að missa eldmóðinn og þess vegna erum við að fá á okkur mörk í hverjum einasta leik. Í dag vorum við heppnir en í næsta leik verðum við ekki eins heppnir. Ég vil fá stuðningsmennina mína til baka og hafa þá með okkur hér. Ekki stuðningsmennina sem fylgja okkur á útivöllum því þeir eru frábærir,“ sagði Guardiola. "If we play in that way, Arsenal will destroy us." Manchester City manager Pep Guardiola was passionate after the win over Spurs and appealed to players and fans for a reaction after his side's comeback pic.twitter.com/UVw3UoFcjy— Mirror Football (@MirrorFootball) January 20, 2023
Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira