Man United samdi við tvo leikmenn í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2023 23:30 Estelle Cascarino er gengin í raðir Man United út tímabilið. Manchester United Lið Manchester United í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta styrkti leikmannahóp sinn til muna í dag þegar liðið samdi við tvo leikmenn. Önnur kemur á láni frá franska liðinu París Saint-Germain á meðan hin kemur frá Kanada. Þó Man United sé með bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Arsenal – sex mörk á sig í 10 leikjum – hefur Marc Skinner, þjálfari liðsins, samt ákveðið að auka breiddina í varnarlínu liðsins. Liðið samdi í dag við tvo varnarmenn sem eiga að hjálpa liðinu í baráttunni um enska meistaratitilinn. Saturday signings #MUWomen pic.twitter.com/J2FdsXCzEm— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Hin 25 ára gamla Estelle Cascarino kemur á láni frá PSG en hún skrifaði undir þriggja ára samning við Parísarliðið í júlí 2021. Hún mun nú leika með Man United út leiktíðina þar sem tækifærin hafa verið af skornum skammti hjá PSG að undanförnu. Cascarino á að baki 5 A-landsleiki fyrir Frakkland ásamt því að hafa leikið fyrir öll yngri landsliðin á sínum tíma. This one's for you, Reds! #MUWomen pic.twitter.com/ImN36IORPL— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Jayde Yuk Fun Riviere, sem verður 22 ára á morgun – sunnudag, leikur vanalega sem bakvörður og lék síðast með Michigan Wolverines í bandaríska háskólaboltanum. Hún gekkst undir aðgerð í september og hefur nú náð sér að fullu. Riviere er þrátt fyrir ungan aldur reynslumikil landsliðskona sem hefur spilað 36 leiki fyrir A-landslið Kanada og varð til að mynda Ólympíumeistari með liðinu árið 2020. And we're excited to have you @JaydeRiviere#MUWomen pic.twitter.com/lZupsiKS5A— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Manchester United er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig að loknum 10 leikjum líkt og Arsenal. Bæði lið eru þremur stigum á eftir toppliði Chelsea en eiga leik til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Þó Man United sé með bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Arsenal – sex mörk á sig í 10 leikjum – hefur Marc Skinner, þjálfari liðsins, samt ákveðið að auka breiddina í varnarlínu liðsins. Liðið samdi í dag við tvo varnarmenn sem eiga að hjálpa liðinu í baráttunni um enska meistaratitilinn. Saturday signings #MUWomen pic.twitter.com/J2FdsXCzEm— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Hin 25 ára gamla Estelle Cascarino kemur á láni frá PSG en hún skrifaði undir þriggja ára samning við Parísarliðið í júlí 2021. Hún mun nú leika með Man United út leiktíðina þar sem tækifærin hafa verið af skornum skammti hjá PSG að undanförnu. Cascarino á að baki 5 A-landsleiki fyrir Frakkland ásamt því að hafa leikið fyrir öll yngri landsliðin á sínum tíma. This one's for you, Reds! #MUWomen pic.twitter.com/ImN36IORPL— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Jayde Yuk Fun Riviere, sem verður 22 ára á morgun – sunnudag, leikur vanalega sem bakvörður og lék síðast með Michigan Wolverines í bandaríska háskólaboltanum. Hún gekkst undir aðgerð í september og hefur nú náð sér að fullu. Riviere er þrátt fyrir ungan aldur reynslumikil landsliðskona sem hefur spilað 36 leiki fyrir A-landslið Kanada og varð til að mynda Ólympíumeistari með liðinu árið 2020. And we're excited to have you @JaydeRiviere#MUWomen pic.twitter.com/lZupsiKS5A— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Manchester United er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig að loknum 10 leikjum líkt og Arsenal. Bæði lið eru þremur stigum á eftir toppliði Chelsea en eiga leik til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira