Falla frá því að fylgjast með og hvetja til öflugrar meðferðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. janúar 2023 07:03 Tryggvi segir biðina hjá Heilsuskólanum nú um það bil eitt og hálft ár. Vísir/Nadine „Þetta er stefnubreyting sem er að verða í heiminum, í Evrópu og Ameríku, og orsakast í grunninn af því að það eru að koma lyf sem eru raunverulegur valkostur vegna offitu, bæði hjá fullorðnum og börnum.“ Þetta segir Tryggvi Helgason barnalæknir og sérfræðingur í offitu barna um nýjar leiðbeiningar samtaka barnalækna í Bandaríkjunum, þar sem vikið er frá fyrri stefnu um að sjá hvort börn vaxa upp úr vandanum og þess í stað hvatt til rótækari aðgerða til að sporna við offitu barna. Samkvæmt miðlum vestanhafs ráðleggja samtökin nú barnalæknum að grípa strax til aðgerða vegna barna sem þjást af offitu. Í ráðleggingunum er kveðið á um að minnsta kosti 26 klukkustundir af meðferð á þremur til tólf mánuðum, sem felst meðal annars í fræðslu um næringu, hreyfingu og lífstílsbreytingar. Umrædd meðferð er sögð eiga við fyrir börn allt niður í tveggja ára en ef hún dugir ekki til þá ætti að skoða lyfjagjöf fyrir börn allt niður í tólf ára og skurðaðgerðir fyrir börn allt niður í þrettán ára. „Við gerum þetta aðeins öðruvísi,“ segir Tryggvi um meðferð barna með offitu hjá Heilsuskóla Barnaspítalans. „En við höfum sýnt fram á árangur sem er sambærilegur við Evrópulöndin.“ Tryggvi segir meðferðina snúa að breyttum lífsvenjum og langtímaeftirlit sé lykilatriði. Þá séu lyfin að koma sterkt inn. „Lyf og aðgerðir eru ekki endilega viðbótarúrræði heldur hluti af heildarúrræðunum sem læknar hafa um að velja og yfir að ráða,“ segir Tryggvi. Hann segir meiri reynslu af því í Bandaríkjunum en Evrópu að meðhöndla offitu með lyfjum en það sé að breytast. „Það eru skýr skilaboð núna frá fræðasamfélaginu að þau börn sem ekki ná að snúa sjálf við með stuðningi; það er hægt að meðhöndla þau með lyfjum, þegar það á við.“ Umrædd lyf eru ætluð bæði til að aðstoða fólk með sykursýki og í hærri skömmtum til að aðstoða fólk sem er að glíma við offitu en þau hafa áhrif á hormón sem stjórna svengd og seddu. Tryggvi segir von á nýjum lyfjum í þessum flokki á næstu fimm til tíu árum og vonir standi til að þau muni verða til þess að færri þurfa að fara í aðgerð. Offita sé samfélagsvandi „Offita er engum að kenna,“ svarar Tryggvi spurður að því hvers vegna börnum með offitu hefur fjölgað. Erfðir eigi stóran þátt og ekki síður samfélag sem hvetur til kyrrsetu. Þá ítrekar hann að afleiðingar offitu sjáist ekki endilega alltaf með berum augum, til að mynda fitulifur og aðrir fylgikvillar. Tryggvi segir offituvandann í raun samfélagsvanda. „Það er svo margt sem er þannig að við erum ekki að vinna með líkamanum í að stýra hlutunum vel sjálfur. Við erum að vinna á móti honum til þess að vera góðir neytendur og það er samfélagið sem ýtir okkur í þá átt,“ segir Tryggvi. „Þannig við þurfum að ýta fólki í hina áttina, að mörgu leyti á sama hátt og við þurfum að gera í umhverfismálum. Það er margt sem fer saman í að bæta heilsu fólks og heilsu jarðarinnar.“ En hvernig stöndum við á Íslandi? Getum við uppfyllt þau markmið sem ný stefna kveður á um? Tryggvi segir biðina í Heilsuskólanum nú um eitt og hálft ár. „Þau börn sem eru með offitu í dag eru að fá allt of litla þjónustu miðað við þær afleiðingar sem offitan mun hafa í framtíðinni. Og ef við ætlum að sinna þessum börnum eins og við sinnum börnum með aðra heilsufarskvilla þá verðum við að bæta verulega í,“ segir Tryggvi. Hann segir stöðuna á hinum Norðurlöndunum töluvert betri. „En ef það væri skýr vilji hjá yfirvöldum og samfélaginu öllu þá væri hægt að gera breytingar sem á fimm til tíu árum myndu koma okkur á svipaðar slóðir og hin Norðurlöndin hvað þetta varðar.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þetta segir Tryggvi Helgason barnalæknir og sérfræðingur í offitu barna um nýjar leiðbeiningar samtaka barnalækna í Bandaríkjunum, þar sem vikið er frá fyrri stefnu um að sjá hvort börn vaxa upp úr vandanum og þess í stað hvatt til rótækari aðgerða til að sporna við offitu barna. Samkvæmt miðlum vestanhafs ráðleggja samtökin nú barnalæknum að grípa strax til aðgerða vegna barna sem þjást af offitu. Í ráðleggingunum er kveðið á um að minnsta kosti 26 klukkustundir af meðferð á þremur til tólf mánuðum, sem felst meðal annars í fræðslu um næringu, hreyfingu og lífstílsbreytingar. Umrædd meðferð er sögð eiga við fyrir börn allt niður í tveggja ára en ef hún dugir ekki til þá ætti að skoða lyfjagjöf fyrir börn allt niður í tólf ára og skurðaðgerðir fyrir börn allt niður í þrettán ára. „Við gerum þetta aðeins öðruvísi,“ segir Tryggvi um meðferð barna með offitu hjá Heilsuskóla Barnaspítalans. „En við höfum sýnt fram á árangur sem er sambærilegur við Evrópulöndin.“ Tryggvi segir meðferðina snúa að breyttum lífsvenjum og langtímaeftirlit sé lykilatriði. Þá séu lyfin að koma sterkt inn. „Lyf og aðgerðir eru ekki endilega viðbótarúrræði heldur hluti af heildarúrræðunum sem læknar hafa um að velja og yfir að ráða,“ segir Tryggvi. Hann segir meiri reynslu af því í Bandaríkjunum en Evrópu að meðhöndla offitu með lyfjum en það sé að breytast. „Það eru skýr skilaboð núna frá fræðasamfélaginu að þau börn sem ekki ná að snúa sjálf við með stuðningi; það er hægt að meðhöndla þau með lyfjum, þegar það á við.“ Umrædd lyf eru ætluð bæði til að aðstoða fólk með sykursýki og í hærri skömmtum til að aðstoða fólk sem er að glíma við offitu en þau hafa áhrif á hormón sem stjórna svengd og seddu. Tryggvi segir von á nýjum lyfjum í þessum flokki á næstu fimm til tíu árum og vonir standi til að þau muni verða til þess að færri þurfa að fara í aðgerð. Offita sé samfélagsvandi „Offita er engum að kenna,“ svarar Tryggvi spurður að því hvers vegna börnum með offitu hefur fjölgað. Erfðir eigi stóran þátt og ekki síður samfélag sem hvetur til kyrrsetu. Þá ítrekar hann að afleiðingar offitu sjáist ekki endilega alltaf með berum augum, til að mynda fitulifur og aðrir fylgikvillar. Tryggvi segir offituvandann í raun samfélagsvanda. „Það er svo margt sem er þannig að við erum ekki að vinna með líkamanum í að stýra hlutunum vel sjálfur. Við erum að vinna á móti honum til þess að vera góðir neytendur og það er samfélagið sem ýtir okkur í þá átt,“ segir Tryggvi. „Þannig við þurfum að ýta fólki í hina áttina, að mörgu leyti á sama hátt og við þurfum að gera í umhverfismálum. Það er margt sem fer saman í að bæta heilsu fólks og heilsu jarðarinnar.“ En hvernig stöndum við á Íslandi? Getum við uppfyllt þau markmið sem ný stefna kveður á um? Tryggvi segir biðina í Heilsuskólanum nú um eitt og hálft ár. „Þau börn sem eru með offitu í dag eru að fá allt of litla þjónustu miðað við þær afleiðingar sem offitan mun hafa í framtíðinni. Og ef við ætlum að sinna þessum börnum eins og við sinnum börnum með aðra heilsufarskvilla þá verðum við að bæta verulega í,“ segir Tryggvi. Hann segir stöðuna á hinum Norðurlöndunum töluvert betri. „En ef það væri skýr vilji hjá yfirvöldum og samfélaginu öllu þá væri hægt að gera breytingar sem á fimm til tíu árum myndu koma okkur á svipaðar slóðir og hin Norðurlöndin hvað þetta varðar.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira