Hvetja 60 ára og eldri til að „láta hendur standa fram úr ermum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2023 10:25 Ragnheiður segir bólusetningar almennt hafa gengið vel í vetur. Vísir/Vilhelm „Við erum bara að reyna að halda fólki vakandi,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um auglýsingar sem meðal annars má finna á Vísi. Þar er fólk 60 ára og eldra hvatt til að „láta hendur standa fram úr ermum“ og þiggja bólusetningu gegn Covid-19, ef fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu bólusetningu. Ragnheiður segir enga sérstaka ástæðu liggja að baki auglýsingunum, heldur sé Heilsugæslan einfaldlega að minna fólk á bólusetningarnar. „Þetta gengur vel og mér finnst fólk almennt vera að skila sér vel,“ segir Ragnheiður um aðsóknina í bólusetningar í vetur. „Það er bara mjög mikið af pestum í gangi og mjög mikið af Covid þannig að við erum að hvetja fólk til að koma ef það eru meira en fjórir mánuðir liðnir frá síðustu sprautu.“ Ragnheiður segir opið í bólusetningar á öllum stöðvum einhverja daga vikunnar en í Mjóddinni, Álfabakka 14, sé opið alla dag frá klukkan 9 til 15. Það er misjafnt hversu mikið fólk veikist af Covid-19 um þessar mundir; sumir fá væg einkenni en aðrir meiri. Ragnheiður segir það þó óbreytt að eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu þeir sem veikjast mest. „Þess vegna er það markhópurinn hjá okkur,“ segir hún. „Ungt, hresst fólk á að jafna sig vel á þessu. Alla vegna af þeim afbrigðum sem eru að ganga í dag.“ Samkvæmt upplýsingum á Covid.is, sem nú eru uppfærðar á þriðjudögum, er nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa nú 49,7. Staðfest smit eru 208.605 og endursmit 6.394. Alls hafa 55,4 prósent íbúa greinst með Covid-19. 82 prósent landsmanna 5 ára og eldri eru fullbólusett, það er að segja hafa fengið tvo skammta af bóluefni. Þá hafa 210.836 einstaklingar fengið þrjá skammta og 62.151 fengið fjóra skammta. Ragnheiður segir ekki standa til að boða aðra hópa í bólusetningu eins og stendur. Spurð að því hvort bólusetning gegn inflúensu standi enn til boða svarar hún játandi en með þeim fyrirvara að mjög hafi gengið á birgðirnar og óvíst að bóluefni sé fáanlegt alls staðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Þar er fólk 60 ára og eldra hvatt til að „láta hendur standa fram úr ermum“ og þiggja bólusetningu gegn Covid-19, ef fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu bólusetningu. Ragnheiður segir enga sérstaka ástæðu liggja að baki auglýsingunum, heldur sé Heilsugæslan einfaldlega að minna fólk á bólusetningarnar. „Þetta gengur vel og mér finnst fólk almennt vera að skila sér vel,“ segir Ragnheiður um aðsóknina í bólusetningar í vetur. „Það er bara mjög mikið af pestum í gangi og mjög mikið af Covid þannig að við erum að hvetja fólk til að koma ef það eru meira en fjórir mánuðir liðnir frá síðustu sprautu.“ Ragnheiður segir opið í bólusetningar á öllum stöðvum einhverja daga vikunnar en í Mjóddinni, Álfabakka 14, sé opið alla dag frá klukkan 9 til 15. Það er misjafnt hversu mikið fólk veikist af Covid-19 um þessar mundir; sumir fá væg einkenni en aðrir meiri. Ragnheiður segir það þó óbreytt að eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu þeir sem veikjast mest. „Þess vegna er það markhópurinn hjá okkur,“ segir hún. „Ungt, hresst fólk á að jafna sig vel á þessu. Alla vegna af þeim afbrigðum sem eru að ganga í dag.“ Samkvæmt upplýsingum á Covid.is, sem nú eru uppfærðar á þriðjudögum, er nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa nú 49,7. Staðfest smit eru 208.605 og endursmit 6.394. Alls hafa 55,4 prósent íbúa greinst með Covid-19. 82 prósent landsmanna 5 ára og eldri eru fullbólusett, það er að segja hafa fengið tvo skammta af bóluefni. Þá hafa 210.836 einstaklingar fengið þrjá skammta og 62.151 fengið fjóra skammta. Ragnheiður segir ekki standa til að boða aðra hópa í bólusetningu eins og stendur. Spurð að því hvort bólusetning gegn inflúensu standi enn til boða svarar hún játandi en með þeim fyrirvara að mjög hafi gengið á birgðirnar og óvíst að bóluefni sé fáanlegt alls staðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira