Sir Alex sofnaði yfir leik Man. United og Reading Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2023 07:00 Sir Alex Ferguson virtist dotta aðeins yfir leik Manchester United og Reading. Vinur hans, sem ekki er vitað hver er, virkar jafn áhugasamur. Stöð 2 Sport Hinn 81 árs gamli Sir Alex Ferguson er einn sigursælasti knattspyrnustjóri allra tíma. Það virðist sem honum hafi fundist leikur Manchester United og Reading heldur leiðinlegur en Skotinn virtist sofna þegar myndavélinni var beint að honum. Sir Alex stýrði Man United frá árunum 1986 til ársins 2013. Undir hans stjórn vann liðið allt sem var hægt að vinna og var eitt sigursælasta lið heims. Síðan hann sagði starfi sínu lausu hefur gengið á miklu hjá hans fyrrum félagi en nú loks horfir til betri vegar. Erik Ten Hag tók við stjórnartaumunum á Old Trafford í sumar og hefur liðinu gengið nokkuð vel það sem af er leiktíð. Á laugardagskvöld mætti B-deildarlið Reading í heimsókn í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Á endanum vann Man Utd öruggan 3-1 sigur en þegar myndavélinni var beint upp í stúku eftir rétt rúmlega hálftíma var staðan enn markalaus. Sir Alex, sem mætir á nær alla heimaleiki Man Utd, var á sínum stað í stúkunni en hann virtist ekki yfir sig hrifinn af spilamennsku heimamanna. Það var sem Sir Alex væri einfaldlega að sofna þessar örfáu sekúndur sem myndavélinni var beint að honum. Þá var vinur hans, sem ekki er vitað hver er, álíka áhugasamur. Þetta kostulega atvik má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Myndband: Sir Alex fékk sér kríu yfir leik Man United og Reading Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Casemiro hefur bætt liðið og móralinn“ „Við fengum fjöldann allan af færum. Við ræddum um það í hálfleik að vera þolinmæðir og þá myndi fyrsta markið koma,“ sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, eftir 3-1 sigur liðsins á B-deildarliði Reading í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, FA Cup. 29. janúar 2023 08:01 Eriksen yfirgaf Old Trafford á hækjum Christian Eriksen yfirgaf Old Trafford, heimavöll Manchester United, á hækjum eftir sigurinn á B-deildarliði Reading í ensku bikarkeppninni í gærkvöld. Eriksen var í byrjunarliði Man United en var tekinn af velli skömmu eftir glannalega tæklingu Andy Carroll. 29. janúar 2023 11:01 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Sir Alex stýrði Man United frá árunum 1986 til ársins 2013. Undir hans stjórn vann liðið allt sem var hægt að vinna og var eitt sigursælasta lið heims. Síðan hann sagði starfi sínu lausu hefur gengið á miklu hjá hans fyrrum félagi en nú loks horfir til betri vegar. Erik Ten Hag tók við stjórnartaumunum á Old Trafford í sumar og hefur liðinu gengið nokkuð vel það sem af er leiktíð. Á laugardagskvöld mætti B-deildarlið Reading í heimsókn í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Á endanum vann Man Utd öruggan 3-1 sigur en þegar myndavélinni var beint upp í stúku eftir rétt rúmlega hálftíma var staðan enn markalaus. Sir Alex, sem mætir á nær alla heimaleiki Man Utd, var á sínum stað í stúkunni en hann virtist ekki yfir sig hrifinn af spilamennsku heimamanna. Það var sem Sir Alex væri einfaldlega að sofna þessar örfáu sekúndur sem myndavélinni var beint að honum. Þá var vinur hans, sem ekki er vitað hver er, álíka áhugasamur. Þetta kostulega atvik má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Myndband: Sir Alex fékk sér kríu yfir leik Man United og Reading
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Casemiro hefur bætt liðið og móralinn“ „Við fengum fjöldann allan af færum. Við ræddum um það í hálfleik að vera þolinmæðir og þá myndi fyrsta markið koma,“ sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, eftir 3-1 sigur liðsins á B-deildarliði Reading í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, FA Cup. 29. janúar 2023 08:01 Eriksen yfirgaf Old Trafford á hækjum Christian Eriksen yfirgaf Old Trafford, heimavöll Manchester United, á hækjum eftir sigurinn á B-deildarliði Reading í ensku bikarkeppninni í gærkvöld. Eriksen var í byrjunarliði Man United en var tekinn af velli skömmu eftir glannalega tæklingu Andy Carroll. 29. janúar 2023 11:01 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
„Casemiro hefur bætt liðið og móralinn“ „Við fengum fjöldann allan af færum. Við ræddum um það í hálfleik að vera þolinmæðir og þá myndi fyrsta markið koma,“ sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, eftir 3-1 sigur liðsins á B-deildarliði Reading í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, FA Cup. 29. janúar 2023 08:01
Eriksen yfirgaf Old Trafford á hækjum Christian Eriksen yfirgaf Old Trafford, heimavöll Manchester United, á hækjum eftir sigurinn á B-deildarliði Reading í ensku bikarkeppninni í gærkvöld. Eriksen var í byrjunarliði Man United en var tekinn af velli skömmu eftir glannalega tæklingu Andy Carroll. 29. janúar 2023 11:01
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn