Skotinn niður og út úr leiknum í sigri Newcastle í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 12:01 Alexander Isak er hér leiddur af velli af læknaliði Newcastle United í gærkvöldi. Getty/Stu Forster Newcastle komst í gær í sinn fyrsta úrslitaleik á Wembley í 24 ár þegar liðið vann 2-1 sigur á Southampton í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Newcastle liðið vann samanlagt 3-1 en liðið var síðast á Wembley á móti Manchester United í úrslitaleik enska bikarsins 1999. United vann þar annan af þremur bikurunum sínum á ellefu sögulegum dögum en nokkrum dögum síðar vann liðið endurkomusigur á Bayern í Barcelona. Oroväckande bilder på Alexander Isak https://t.co/eAZMYw0TXa— Sportbladet (@sportbladet) January 31, 2023 Það er því langt síðan stuðningsmenn Newcastle gátu fylgt liði sínu á Wembley leikvanginn. Í rauninni er búið að „skipta um“ leikvanginn síðan þeir voru þar síðast. Wembley leikvangurinn var endurbyggður á sama stað á árunum 2003 til 2007. Það var hins vegar ekki eintóm gleði hjá Newcastle liðinu í gær því ein af stjörnum liðsins ætlar að ganga frekar illa að halda sér inn á vellinum þrátt fyrir góða frammistöðu. Sænski framherjinn Alexander Isak hefur byrjað vel hjá Newcastle þegar hann hefur verið heill en það óhætt að segja að meiðsladraugurinn elti Svíann á röndum síðan hann samdi við félagið. Alexander Isak suffered a possible concussion in Newcastle s semi-final Carbao Cup win over Southampton on Tuesday evening.More from @jwhitey98 #NUFChttps://t.co/NhQdgLHoXW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 31, 2023 Nýjasta dæmið um það var í gær þegar Svíinn var svo sannarlega seinheppinn. Það væri þó auðveldlega hægt að segja líka að hann hafi fórnað sér fyrir liðið. Isak er frekar nýkominn til baka eftir að tognun aftan í læri hélt honum frá keppni frá október fram í janúar. Hann tryggði liðinu sigur á Fulham í fyrsta deildarleik sínum eftir meiðslin og er kominn með þrjú mörk í fyrstu fimm deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Í leiknum á móti Southampton í gær kom hann inn á sem varamaður á 61. mínútu en náði samt ekki að klára leikinn. Á 84. mínútu leiksins fékk Southampton aukaspyrnu og aukspyrnumeistarinn James Ward-Prowse lét vaða. Isak fórnaði sér í veginn og Ward-Prowse skaut hann hreinlega niður. Isak lá eftir og þurfti aðstoð frá læknaliðinu. Hann hélt samt leik áfram en leið greinilega ekki vel. Þegar var komið fram í uppbótatíma varð orðið ljóst að Isak gæti ekki haldið áfram leik. Honum var því skipt af velli. Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði að Alex hafi ekki liðið vel og því hafi hann verið tekinn af velli. Það var þó ekki fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir að hann varð fyrir þrumuskoti Ward-Prowse. Það er óttast að Svíinn hafi fengið heilahristing og gæti því misst af næstu leikjum þess vegna. Newcastle stuðningsmenn vonast þó eftir því að hann geti spilað úrslitaleikinn á Wembley sem verður væntanlega á móti Manchester United 26. febrúar næstkomandi. United er 3-0 yfir eftir fyrri leik sinn á móti Nottingham Forest og á heimaleikinn eftir sem fer fram á Old Trafford í kvöld. Howe: "Möjlig hjärnskakning på Alexander Isak".https://t.co/TMv0HNpwyy pic.twitter.com/VOxOWFCdGm— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) February 1, 2023 Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Newcastle liðið vann samanlagt 3-1 en liðið var síðast á Wembley á móti Manchester United í úrslitaleik enska bikarsins 1999. United vann þar annan af þremur bikurunum sínum á ellefu sögulegum dögum en nokkrum dögum síðar vann liðið endurkomusigur á Bayern í Barcelona. Oroväckande bilder på Alexander Isak https://t.co/eAZMYw0TXa— Sportbladet (@sportbladet) January 31, 2023 Það er því langt síðan stuðningsmenn Newcastle gátu fylgt liði sínu á Wembley leikvanginn. Í rauninni er búið að „skipta um“ leikvanginn síðan þeir voru þar síðast. Wembley leikvangurinn var endurbyggður á sama stað á árunum 2003 til 2007. Það var hins vegar ekki eintóm gleði hjá Newcastle liðinu í gær því ein af stjörnum liðsins ætlar að ganga frekar illa að halda sér inn á vellinum þrátt fyrir góða frammistöðu. Sænski framherjinn Alexander Isak hefur byrjað vel hjá Newcastle þegar hann hefur verið heill en það óhætt að segja að meiðsladraugurinn elti Svíann á röndum síðan hann samdi við félagið. Alexander Isak suffered a possible concussion in Newcastle s semi-final Carbao Cup win over Southampton on Tuesday evening.More from @jwhitey98 #NUFChttps://t.co/NhQdgLHoXW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 31, 2023 Nýjasta dæmið um það var í gær þegar Svíinn var svo sannarlega seinheppinn. Það væri þó auðveldlega hægt að segja líka að hann hafi fórnað sér fyrir liðið. Isak er frekar nýkominn til baka eftir að tognun aftan í læri hélt honum frá keppni frá október fram í janúar. Hann tryggði liðinu sigur á Fulham í fyrsta deildarleik sínum eftir meiðslin og er kominn með þrjú mörk í fyrstu fimm deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Í leiknum á móti Southampton í gær kom hann inn á sem varamaður á 61. mínútu en náði samt ekki að klára leikinn. Á 84. mínútu leiksins fékk Southampton aukaspyrnu og aukspyrnumeistarinn James Ward-Prowse lét vaða. Isak fórnaði sér í veginn og Ward-Prowse skaut hann hreinlega niður. Isak lá eftir og þurfti aðstoð frá læknaliðinu. Hann hélt samt leik áfram en leið greinilega ekki vel. Þegar var komið fram í uppbótatíma varð orðið ljóst að Isak gæti ekki haldið áfram leik. Honum var því skipt af velli. Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði að Alex hafi ekki liðið vel og því hafi hann verið tekinn af velli. Það var þó ekki fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir að hann varð fyrir þrumuskoti Ward-Prowse. Það er óttast að Svíinn hafi fengið heilahristing og gæti því misst af næstu leikjum þess vegna. Newcastle stuðningsmenn vonast þó eftir því að hann geti spilað úrslitaleikinn á Wembley sem verður væntanlega á móti Manchester United 26. febrúar næstkomandi. United er 3-0 yfir eftir fyrri leik sinn á móti Nottingham Forest og á heimaleikinn eftir sem fer fram á Old Trafford í kvöld. Howe: "Möjlig hjärnskakning på Alexander Isak".https://t.co/TMv0HNpwyy pic.twitter.com/VOxOWFCdGm— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) February 1, 2023
Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira