Spá að krabbameinum fjölgi um 52 prósent á Íslandi á næstu sautján árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 15:45 Mikilli fjölgun krabbameinstilfella er spáð til ársins 2040. Vísir/Vilhelm Því er spáð að krabbameinstilvikum fjölgi um 52 prósent á Íslandi til ársins 2040. Það er mun meiri fjölgun en annars staðar í Evrópu, þar sem því er spáð að tilvikum fjölgi um 21 prósent á sama tíma.Krabbameinsfélagið segir breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar spila þarna lykilhlutverk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Á morgun er Alþjóðakrabbameinsdagurinn og vill félagið vekja fólk til umhugsunar. Fram kemur í tilkynningunni að áskoranir innan heilbrigðiskerfisins séu víða og miðað við þessa spá muni róðurinn aðeins þyngjast. „Rétt er að hafa í huga að almennt er krabbameinsáhætta ekki að aukast. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks þó þau greinist hjá fólki á öllum aldursskeiðum. Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast hratt; þjóðin er að eldast,“ segir í tilkynningunni. „Þessi þróun hefur mikla þýðingu í sambandi við krabbamein og nýjustu gögn sýna að fjölgun krabbameinstilvika verður mun meiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Sá hópur sem stækkar mest og hefur þörf fyrir sérhæfða sjúkrahússþjónustu er fólk með krabbamein.“ Miðað við áðurnefnda spá um fjölgun krabbameinstilvika megi gera ráð fyrir að árið 2040 verði ný tilvik krabbameina tæplega 1.000 fleiri en í dag. Fjölgunin verði jafnt og þétt yfir tímabilið og sé raunar þegar hafin. „Í dag greinast um 1.800 manns með krabbamein á ári, árið 2035 má gera ráð fyrir að rúmlega 2.500 greinist og árið 2040 verði það tæplega 2.800 manns.“ Félagið kallar eftir skýrum aðgerðum til að berjast gegn krabbameini og til að veita þeim sem hafa lifað af krabbamein góða heilbrigðisþjónustu í kjölfarið. „Hefja þarf skimanir fyrir nýjum meinum þegar þær þykja fýsilegar og auka þátttöku í þeim sem þegar er boðið upp á. Nauðsynlegt er að koma á samfelldu ferli allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, til að tryggja að meinin greinist snemma og að allir fái þjónustu við hæfi.“ Heilbrigðismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Á morgun er Alþjóðakrabbameinsdagurinn og vill félagið vekja fólk til umhugsunar. Fram kemur í tilkynningunni að áskoranir innan heilbrigðiskerfisins séu víða og miðað við þessa spá muni róðurinn aðeins þyngjast. „Rétt er að hafa í huga að almennt er krabbameinsáhætta ekki að aukast. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks þó þau greinist hjá fólki á öllum aldursskeiðum. Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast hratt; þjóðin er að eldast,“ segir í tilkynningunni. „Þessi þróun hefur mikla þýðingu í sambandi við krabbamein og nýjustu gögn sýna að fjölgun krabbameinstilvika verður mun meiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Sá hópur sem stækkar mest og hefur þörf fyrir sérhæfða sjúkrahússþjónustu er fólk með krabbamein.“ Miðað við áðurnefnda spá um fjölgun krabbameinstilvika megi gera ráð fyrir að árið 2040 verði ný tilvik krabbameina tæplega 1.000 fleiri en í dag. Fjölgunin verði jafnt og þétt yfir tímabilið og sé raunar þegar hafin. „Í dag greinast um 1.800 manns með krabbamein á ári, árið 2035 má gera ráð fyrir að rúmlega 2.500 greinist og árið 2040 verði það tæplega 2.800 manns.“ Félagið kallar eftir skýrum aðgerðum til að berjast gegn krabbameini og til að veita þeim sem hafa lifað af krabbamein góða heilbrigðisþjónustu í kjölfarið. „Hefja þarf skimanir fyrir nýjum meinum þegar þær þykja fýsilegar og auka þátttöku í þeim sem þegar er boðið upp á. Nauðsynlegt er að koma á samfelldu ferli allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, til að tryggja að meinin greinist snemma og að allir fái þjónustu við hæfi.“
Heilbrigðismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira