Dagný snuðuð um vítaspyrnu þegar West Ham náði í stig gegn Arsenal Smári Jökull Jónsson skrifar 5. febrúar 2023 22:04 Dagný Brynjarsdóttir í leik með West Ham fyrr á tímabilinu. Twitter síða Manchester United Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn fyrir West Ham sem náði í stig gegn sterku liði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal hefur verið í fréttunum síðustu daga enda bárust fréttir af því að liðið hefði lagt fram tilboð í Alessia Russo leikmann Manchester United en samkvæmt fréttum hefði hún orðið dýrasti leikmaður heims hefði tilboðum Arsenal verið tekið. Arsenal hefur verið eitt sterkasta liðið á Englandi undanfarin misseri en fyrir leikinn í kvöld voru þær sex stigum á eftir toppliði Chelsea en höfðu spilað tveimur leikjum minna. West Ham var í sjöunda sætinu en deildina skipa tólf lið. We take a point away this evening! Thank you for your fantastic support! #WHUARS pic.twitter.com/lBleuHBpW5— West Ham United Women (@westhamwomen) February 5, 2023 Arsenal var sterkara liðið í leiknum í kvöld. Markmaður West Ham, Mackenzie Arnold, varði oft á tíðum vel en Arsenal átti alls níu skot sem hittu rammann í kvöld. Gestunum gekk þó ekki sérlega vel að skapa opin færi en Arnold varði í nokkur skipti frá hinni sænsku Stina Blacksteinus. Í fyrri hálfleik hefði West Ham átt á fá vítaspyrnu og þá var Dagný Brynjarsdóttir í aðalhlutverki. Hún var tekin niður af Rafaelle leikmanni Arsenal en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma. Lokatölur í kvöld 0-0 og West Ham er áfram í sjöunda sæti deildarinnar, í þægilegri fjarlægð frá fallbaráttunni. Arsenal er núna fimm stigum frá toppliði Chelsea en á leik til góða. Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Arsenal hefur verið í fréttunum síðustu daga enda bárust fréttir af því að liðið hefði lagt fram tilboð í Alessia Russo leikmann Manchester United en samkvæmt fréttum hefði hún orðið dýrasti leikmaður heims hefði tilboðum Arsenal verið tekið. Arsenal hefur verið eitt sterkasta liðið á Englandi undanfarin misseri en fyrir leikinn í kvöld voru þær sex stigum á eftir toppliði Chelsea en höfðu spilað tveimur leikjum minna. West Ham var í sjöunda sætinu en deildina skipa tólf lið. We take a point away this evening! Thank you for your fantastic support! #WHUARS pic.twitter.com/lBleuHBpW5— West Ham United Women (@westhamwomen) February 5, 2023 Arsenal var sterkara liðið í leiknum í kvöld. Markmaður West Ham, Mackenzie Arnold, varði oft á tíðum vel en Arsenal átti alls níu skot sem hittu rammann í kvöld. Gestunum gekk þó ekki sérlega vel að skapa opin færi en Arnold varði í nokkur skipti frá hinni sænsku Stina Blacksteinus. Í fyrri hálfleik hefði West Ham átt á fá vítaspyrnu og þá var Dagný Brynjarsdóttir í aðalhlutverki. Hún var tekin niður af Rafaelle leikmanni Arsenal en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma. Lokatölur í kvöld 0-0 og West Ham er áfram í sjöunda sæti deildarinnar, í þægilegri fjarlægð frá fallbaráttunni. Arsenal er núna fimm stigum frá toppliði Chelsea en á leik til góða.
Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn