Gerrard yrði loksins enskur meistari ef enska deildin færi ítölsku leiðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2023 12:30 Steven Gerrard fagnar marki með Liverpool en hann lék 504 deildarleiki og samtals í sautján ár með félaginu án þess að verða enskur meistari. Getty/Shaun Botterill Á Ítalíu hafa félögin misst titlana sína þegar þau hafa brotið reglur með gróflegum hætti. Nú standa öll spjót að Manchester City eftir harðorða yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Enska úrvalsdeildin sakar ensku meistara síðustu tveggja ára um að brjóta fjárhagsreglur ítrekað yfir níu ára tímabil. Manchester City heldur fram sakleysi sínu og segir hlakka til þess að geta sannað sakleysi sitt. Enska úrvalsdeildin sendi hins vegar frá sér þessa tímamóta yfirlýsingu í gær þar sem hún telur til yfir hundrað brot á rekstrarreglum deildarinnar. Þetta eru ítrekuð brot og yfir mjög langan tíma. Verði City dæmt hafa brotið þessar reglur er von á hörðum refsingum. No I don t . I just asked as I am confused !! https://t.co/PejMfWWamc— Lucas Leiva (@LucasLeiva87) February 6, 2023 Það er öllum ljóst að City þarf að sanna sakleysi sitt í þessu máli og félagið getur ekki áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins eins og þegar félagið slapp við tveggja ára bann UEFA vegna brota á rekstrarreglum Knattspyrnusambands Evrópu. Manchester City hefur hins vegar ekki verið dæmt í neinu af þessum málum heldur er eru aðeins um ákærur að ræða. Sérstök sjálfstæð nefnd mun fara yfir kærurnar og gefur Manchester City gott tækifæri til að sýna fram á sakleysi sitt. Margar refsingar koma aftur á móti til greina verði City dæmt að hafa brotið af sér í þessum fjölmörgu málum. Félagið gæti fengið peningasekt, það gæti misst stig og jafnvel verið dæmt niður um deild. Ólíklegast er kannski að City myndi missa eitthvað af þeim titlum sem liðið vann á þessu tímabili. Það er þó ekki hægt að útiloka neitt færi menn sönnur fyrir mjög alvarlegum brotum. Hér fyrir neðan má því sjá hvaða félög fengju sex meistaratitla City á síðustu árum ef þeir væru teknir af félaginu. Manchester United og Liverpool myndu heldur betur bæta við sig titlum. Liverpool fengi meðal annars 2014 titilinn sem liðið klúðraði á svo ógleymanlegan hátt. Það þýddi að Steven Gerrard sem flaug svo eftirminnilega á hausinn yrði loksins enskur meistari. Margir hafa strítt honum og Liverpool stuðningmönnum á því að einn allra besti leikmaðurinn i sögu félagsins hafi aldrei unnið enska meistaratitilinn. Kannski gæti þetta dómsmál gegn Manchester City breytt því. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Enska úrvalsdeildin sakar ensku meistara síðustu tveggja ára um að brjóta fjárhagsreglur ítrekað yfir níu ára tímabil. Manchester City heldur fram sakleysi sínu og segir hlakka til þess að geta sannað sakleysi sitt. Enska úrvalsdeildin sendi hins vegar frá sér þessa tímamóta yfirlýsingu í gær þar sem hún telur til yfir hundrað brot á rekstrarreglum deildarinnar. Þetta eru ítrekuð brot og yfir mjög langan tíma. Verði City dæmt hafa brotið þessar reglur er von á hörðum refsingum. No I don t . I just asked as I am confused !! https://t.co/PejMfWWamc— Lucas Leiva (@LucasLeiva87) February 6, 2023 Það er öllum ljóst að City þarf að sanna sakleysi sitt í þessu máli og félagið getur ekki áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins eins og þegar félagið slapp við tveggja ára bann UEFA vegna brota á rekstrarreglum Knattspyrnusambands Evrópu. Manchester City hefur hins vegar ekki verið dæmt í neinu af þessum málum heldur er eru aðeins um ákærur að ræða. Sérstök sjálfstæð nefnd mun fara yfir kærurnar og gefur Manchester City gott tækifæri til að sýna fram á sakleysi sitt. Margar refsingar koma aftur á móti til greina verði City dæmt að hafa brotið af sér í þessum fjölmörgu málum. Félagið gæti fengið peningasekt, það gæti misst stig og jafnvel verið dæmt niður um deild. Ólíklegast er kannski að City myndi missa eitthvað af þeim titlum sem liðið vann á þessu tímabili. Það er þó ekki hægt að útiloka neitt færi menn sönnur fyrir mjög alvarlegum brotum. Hér fyrir neðan má því sjá hvaða félög fengju sex meistaratitla City á síðustu árum ef þeir væru teknir af félaginu. Manchester United og Liverpool myndu heldur betur bæta við sig titlum. Liverpool fengi meðal annars 2014 titilinn sem liðið klúðraði á svo ógleymanlegan hátt. Það þýddi að Steven Gerrard sem flaug svo eftirminnilega á hausinn yrði loksins enskur meistari. Margir hafa strítt honum og Liverpool stuðningmönnum á því að einn allra besti leikmaðurinn i sögu félagsins hafi aldrei unnið enska meistaratitilinn. Kannski gæti þetta dómsmál gegn Manchester City breytt því. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira