Félagi Birkis hneykslaður á ákvörðun Tyrkja Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 08:34 Fredrik Gulbrandsen er leikmaður Adana Demirspor líkt og Birkir Bjarnason. Getty/Mustafa Ciftci Þrátt fyrir að enn sé verið að leita að fólki í rústum bygginga eftir jarðskjálftann mannskæða í Tyrklandi hefur verið ákveðið að næsta umferð í tyrknesku úrvalsdeildinni verði spiluð eftir rúma viku. Norðmaðurinn Fredrik Gulbrandsen, sem spilar með Birki Bjarnasyni hjá Adana Demirspor, gagnrýnir þetta á samfélagsmiðlum og bendir á að hugur fólks hljóti að vera hjá þeim sem nú eigi um sárt að binda. Gulbrandsen var sjálfur í Adana þegar jarðskjálfti upp á 7,8 varð en svæðið varð sérstaklega illa úti vegna skjálftans. Birkir var hins vegar með öðrum liðsfélögum sínum í Istanbúl vegna leiks sem átti að spila þar á mánudag en var frestað, en kærasta hans var í Adana og óttaðist um líf sitt. Þegar þetta er skrifað hafa að minnsta kosti 5.894 fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldir fastir undir húsarústum. Gulbrandsen segir því ekki eiga að koma til greina að spila fótbolta strax í næstu viku. „Ég botna ekki í því hvernig við eigum að spila fótbolta á meðan að fólk berst fyrir lífi sínu á svæðinu þar sem að jarðskjálftinn reið yfir. Ég er enn að endurupplifa þessa nótt og ég er í áfalli svo að vægt sé til orða tekið,“ skrifar Gulbrandsen sem fann vel fyrir skjálftanum. Var viss um að þetta yrði sitt síðasta „Ég get ekki lýst því hversu ofsahræddur ég var þann 6. febrúar þegar jarðskjálftinn reið yfir Adana. Ég var sofandi á fimmtándu hæð í íbúðinni minni. Ég var viss um að þetta yrði mitt síðasta. Þegar ég skreið á gólfinu, að reyna að komast út úr byggingunni, var ég viss um að gólfið myndi hrynja undan mér. Ég skil ekki enn hvernig byggingin gat enn staðið. Hreyfingin var svo mikil að mér leið eins og ég væri á báti í stormi úti á sjó. Þegar ég kom út sá ég fólk hlaupandi um, skelfingu lostið. Ég var mjög, mjög heppinn,“ skrifar Gulbrandsen. View this post on Instagram A post shared by Fredrik Gulbrandsen (@fredgulbrandsen) Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Sjá meira
Norðmaðurinn Fredrik Gulbrandsen, sem spilar með Birki Bjarnasyni hjá Adana Demirspor, gagnrýnir þetta á samfélagsmiðlum og bendir á að hugur fólks hljóti að vera hjá þeim sem nú eigi um sárt að binda. Gulbrandsen var sjálfur í Adana þegar jarðskjálfti upp á 7,8 varð en svæðið varð sérstaklega illa úti vegna skjálftans. Birkir var hins vegar með öðrum liðsfélögum sínum í Istanbúl vegna leiks sem átti að spila þar á mánudag en var frestað, en kærasta hans var í Adana og óttaðist um líf sitt. Þegar þetta er skrifað hafa að minnsta kosti 5.894 fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldir fastir undir húsarústum. Gulbrandsen segir því ekki eiga að koma til greina að spila fótbolta strax í næstu viku. „Ég botna ekki í því hvernig við eigum að spila fótbolta á meðan að fólk berst fyrir lífi sínu á svæðinu þar sem að jarðskjálftinn reið yfir. Ég er enn að endurupplifa þessa nótt og ég er í áfalli svo að vægt sé til orða tekið,“ skrifar Gulbrandsen sem fann vel fyrir skjálftanum. Var viss um að þetta yrði sitt síðasta „Ég get ekki lýst því hversu ofsahræddur ég var þann 6. febrúar þegar jarðskjálftinn reið yfir Adana. Ég var sofandi á fimmtándu hæð í íbúðinni minni. Ég var viss um að þetta yrði mitt síðasta. Þegar ég skreið á gólfinu, að reyna að komast út úr byggingunni, var ég viss um að gólfið myndi hrynja undan mér. Ég skil ekki enn hvernig byggingin gat enn staðið. Hreyfingin var svo mikil að mér leið eins og ég væri á báti í stormi úti á sjó. Þegar ég kom út sá ég fólk hlaupandi um, skelfingu lostið. Ég var mjög, mjög heppinn,“ skrifar Gulbrandsen. View this post on Instagram A post shared by Fredrik Gulbrandsen (@fredgulbrandsen)
Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Sjá meira