Sádarnir halda áfram að koma á óvart í fótboltanum: Veglegur bónus á leiðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 13:32 Salem Aldawsari fagnar marki á móti Flamengo. Hann hefur heldur betur skapað sér nafn í sigrum á argentínsku landsliði og brasilísku félagsliði á síðustu mánuðum. AP/Mosa'ab Elshamy Al-Hilal er komið í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í fótbolta fyrst félaga frá Sádí Arabíu. Al-Hilal kom mörgum á óvart með því að slá út brasilíska félagið Flamengo í undanúrslitaleiknum og framundan er úrslitaleikur um komandi helgi á móti annað hvort Real Madrid eða Al Ahly. Al-Hilal beat Flamengo to head to the Club World Cup final pic.twitter.com/zIpKoGm4hM— B/R Football (@brfootball) February 7, 2023 Al-Hilal vann undanúrslitaleikinn 3-2 eftir að hafa komist 3-1 yfir og endað leikinn ellefu á móti tíu. Hetja Al-Hilal liðsins var Salem Al Dawsari sem hafði einnig komið sér í fréttirnar á HM í Katar í lok síðasta árs. Sádarnir halda nefnilega áfram að koma á óvart í fótboltanum. Al Dawsari skoraði einmitt sigurmark Sádí-Arabíu á móti verðandi heimsmeisturum Argentínu í nóvember í fyrsta leik þjóðanna á HM í Katar. Að þessu sinni skoraði Al Dawsari úr tveimur vítaspyrnum auk þess að leggja upp þriðja markið fyrir liðsfélaga sinn Luciano Vietto. Flamengo komst beint í úrslitaleikinn sem fulltrúi liða frá Suður-Ameríku en Al-Hilal sló Wydad Casablanca frá Marokkó út í annarri umferð þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Wydad Casablanca var 1-0 yfir í leiknum en Al-Hilal tryggði sér framlengingu með jöfnunarmarki úr vítaspyrn á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Það er því stutt á milli í þessu og Al-Hilal fær nú tækifæri á að spila úrslitaleik á móti mögulega Evrópumeisturum Real Madrid. Undanúrslitaleikur Real Madrid liðsins fer fram í dag. Saudi billionaire Prince Al Waleed bin Talal Al Saud has pledged one million Saudi Riyal (£222k) to each Al-Hilal player for reaching the Club World Cup Final and a further one million if they win the tournament. pic.twitter.com/Lo6gOiPjlo— Ben Jacobs (@JacobsBen) February 7, 2023 Talið er víst að leikmenn Al-Hilal fái mjög veglegan bónus fyrir það að koma liðinu í úrslitaleikinn en það vantar ekki peningana hjá olíufurstunum í Sádí Arabíu. Þeir gætu hver og einn fengið milljón ríal fyrir það en það jafngildir um 38 milljónum íslenskra króna. Ekki slæmur bónus það. Fótbolti Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Al-Hilal kom mörgum á óvart með því að slá út brasilíska félagið Flamengo í undanúrslitaleiknum og framundan er úrslitaleikur um komandi helgi á móti annað hvort Real Madrid eða Al Ahly. Al-Hilal beat Flamengo to head to the Club World Cup final pic.twitter.com/zIpKoGm4hM— B/R Football (@brfootball) February 7, 2023 Al-Hilal vann undanúrslitaleikinn 3-2 eftir að hafa komist 3-1 yfir og endað leikinn ellefu á móti tíu. Hetja Al-Hilal liðsins var Salem Al Dawsari sem hafði einnig komið sér í fréttirnar á HM í Katar í lok síðasta árs. Sádarnir halda nefnilega áfram að koma á óvart í fótboltanum. Al Dawsari skoraði einmitt sigurmark Sádí-Arabíu á móti verðandi heimsmeisturum Argentínu í nóvember í fyrsta leik þjóðanna á HM í Katar. Að þessu sinni skoraði Al Dawsari úr tveimur vítaspyrnum auk þess að leggja upp þriðja markið fyrir liðsfélaga sinn Luciano Vietto. Flamengo komst beint í úrslitaleikinn sem fulltrúi liða frá Suður-Ameríku en Al-Hilal sló Wydad Casablanca frá Marokkó út í annarri umferð þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Wydad Casablanca var 1-0 yfir í leiknum en Al-Hilal tryggði sér framlengingu með jöfnunarmarki úr vítaspyrn á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Það er því stutt á milli í þessu og Al-Hilal fær nú tækifæri á að spila úrslitaleik á móti mögulega Evrópumeisturum Real Madrid. Undanúrslitaleikur Real Madrid liðsins fer fram í dag. Saudi billionaire Prince Al Waleed bin Talal Al Saud has pledged one million Saudi Riyal (£222k) to each Al-Hilal player for reaching the Club World Cup Final and a further one million if they win the tournament. pic.twitter.com/Lo6gOiPjlo— Ben Jacobs (@JacobsBen) February 7, 2023 Talið er víst að leikmenn Al-Hilal fái mjög veglegan bónus fyrir það að koma liðinu í úrslitaleikinn en það vantar ekki peningana hjá olíufurstunum í Sádí Arabíu. Þeir gætu hver og einn fengið milljón ríal fyrir það en það jafngildir um 38 milljónum íslenskra króna. Ekki slæmur bónus það.
Fótbolti Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira