„Þetta er bíómynd með stóru B-i“ Samfélagið 8. febrúar 2023 12:48 „Forvitnin kemur honum stundum í aðstæður sem hann ræður ekkert við,“ segir Atli Óskar Fjalarsson um persónuna sem hann leikur í Napóleonsskjölunum. „Áhorfendur mega fyrst og fremst búast við frábærri skemmtun. Þetta er bíómynd með stóru B-i sem tikkar í öll boxin. Það eina sem þarf að gera er að halla sér aftur í sætinu með popp og kók og glápa,“ segir Atli Óskar Fjalarsson en hann leikur í kvikmyndinni Napóleonsskjölin. Napóleonsskjölin var frumsýnd 3. febrúar. Myndin byggist á samnefndri skáldsögu Arnaldar Indriðasonar og segir frá spennandi og háskalegri atburðarrás sem fer af stað þegar gamalt flugvélaflak úr seinni heimstyrjöldinni finnst óvænt uppi á Vatnajökli. Atli fer með hlutverk Elíasar í myndinni. „Tökurnar voru krefjandi en ofboðslega skemmtilegar," segir Atli. „Elías er þessi týpíski ADHD-pési, elskar að vera úti í snjónum að leika sér og draga vini sína í ævintýri. En forvitnin kemur honum stundum í aðstæður sem hann ræður ekkert við,“ segir Atli. Hann segir tökur á myndinni hafa verið krefjandi, sérstaklega uppi á jökli og ömmur hans hafi haft áhyggjur af því að hann kvefaðist. „Tökurnar voru krefjandi en ofboðslega skemmtilegar. Ég hef verið minntur á það af ófáum frænkum og ömmum að ég var þarna sprangandi um uppi á jökli HÚFULAUS. Það var stundum svolítið kalt. Svo voru þarna þó nokkur atriði á snjósleða sem var ógeðslega mikið fjör að skjóta. Ég hafði litla sem enga reynslu áður en tökur hófust en hafði verið aðeins á fjórhjólum og svoleiðis græjum, þannig ég var bara rólegur yfir þessu. Ég komst hins vegar ekki að því fyrr en seinna að það er víst hiti í handföngunum á sleðanum…það hefði verið þægilegt að vita það aðeins fyrr, ojæja, maður lifir og lærir,“ segir hann hlæjandi. Húfuleysi Atla á jöklinum olli fjölskyldunni smá áhyggjum. Atli segir samstarfið við Óskar Þór Axelsson, leikstjóra myndarinnar hafi verið draumi líkast. Óskar hefur leikstýrt myndum eins og Ég man þig, Stella Blómkvist og Svartur á leik en fyrir hana hlaut hann verðlaunin Handrit ársins 2012. „Ég hef lengi viljað vinna með Óskari eða alveg frá því að ég sá Svartur á leik. Þetta var algjört drauma samstarf bara. Óskar hefur svo gaman af því sem hann gerir og það smitar út frá sér. Við skemmtum okkur konunglega við að glæða þennan karakter lífi og vorum oft að senda hugmyndir og pælingar okkar á milli alveg fram á lokadag eftirvinnslu,“ segir Atli. Hafðirðu lesið bókina? „Ég hafði ekki lesið bókina en ég gluggaði í hana samhliða undirbúningi fyrir tökurnar. Ég vildi þó halda því nokkuð aðskildu til að rugla ekki saman sögunni í handritinu. Ætli maður grípi ekki í hana núna þegar maður er búinn að skila karakternum frá sér.“ Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Sjá meira
Napóleonsskjölin var frumsýnd 3. febrúar. Myndin byggist á samnefndri skáldsögu Arnaldar Indriðasonar og segir frá spennandi og háskalegri atburðarrás sem fer af stað þegar gamalt flugvélaflak úr seinni heimstyrjöldinni finnst óvænt uppi á Vatnajökli. Atli fer með hlutverk Elíasar í myndinni. „Tökurnar voru krefjandi en ofboðslega skemmtilegar," segir Atli. „Elías er þessi týpíski ADHD-pési, elskar að vera úti í snjónum að leika sér og draga vini sína í ævintýri. En forvitnin kemur honum stundum í aðstæður sem hann ræður ekkert við,“ segir Atli. Hann segir tökur á myndinni hafa verið krefjandi, sérstaklega uppi á jökli og ömmur hans hafi haft áhyggjur af því að hann kvefaðist. „Tökurnar voru krefjandi en ofboðslega skemmtilegar. Ég hef verið minntur á það af ófáum frænkum og ömmum að ég var þarna sprangandi um uppi á jökli HÚFULAUS. Það var stundum svolítið kalt. Svo voru þarna þó nokkur atriði á snjósleða sem var ógeðslega mikið fjör að skjóta. Ég hafði litla sem enga reynslu áður en tökur hófust en hafði verið aðeins á fjórhjólum og svoleiðis græjum, þannig ég var bara rólegur yfir þessu. Ég komst hins vegar ekki að því fyrr en seinna að það er víst hiti í handföngunum á sleðanum…það hefði verið þægilegt að vita það aðeins fyrr, ojæja, maður lifir og lærir,“ segir hann hlæjandi. Húfuleysi Atla á jöklinum olli fjölskyldunni smá áhyggjum. Atli segir samstarfið við Óskar Þór Axelsson, leikstjóra myndarinnar hafi verið draumi líkast. Óskar hefur leikstýrt myndum eins og Ég man þig, Stella Blómkvist og Svartur á leik en fyrir hana hlaut hann verðlaunin Handrit ársins 2012. „Ég hef lengi viljað vinna með Óskari eða alveg frá því að ég sá Svartur á leik. Þetta var algjört drauma samstarf bara. Óskar hefur svo gaman af því sem hann gerir og það smitar út frá sér. Við skemmtum okkur konunglega við að glæða þennan karakter lífi og vorum oft að senda hugmyndir og pælingar okkar á milli alveg fram á lokadag eftirvinnslu,“ segir Atli. Hafðirðu lesið bókina? „Ég hafði ekki lesið bókina en ég gluggaði í hana samhliða undirbúningi fyrir tökurnar. Ég vildi þó halda því nokkuð aðskildu til að rugla ekki saman sögunni í handritinu. Ætli maður grípi ekki í hana núna þegar maður er búinn að skila karakternum frá sér.“
Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Sjá meira