Bætt aðgengi að sjúkraþjálfun minnkar álag á heilsugæslur Gunnlaugur Már Briem skrifar 9. febrúar 2023 09:30 Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er grundvöllur heilsu og farsældar. Það má færa fyrir því sterk rök að það sé skynsöm nýting fjármuna að aðstoða þá einstaklinga sem þess þurfa sem fyrst. Þannig má koma í veg fyrir að vandamálin verði stærri og flóknari með tilheyrandi álagi og kostnaði. Ekki þarf lengur beiðni frá lækni til að fara til sjúkraþjálfara Aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara fyrir sjúkratryggða einstaklinga hefur tekið breytingum undanfarin ár, bæði hvað varðar kostnað og aðgengi að þjónustunni. Því er það fagnaðarerindi að núverandi heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson, hafi tekið þá skynsamlegu ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að sækja þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara í allt að sex skipti á ári án þess að þurfa til þess beiðni frá lækni. Þetta er ákvæði sem fráfarandi ráðherra Svandís Svavarsdóttir ákvað að fella úr gildi árið 2020, sem hafði það í för með sér að allir sem þurftu þjónustu sjúkraþjálfara þurftu fyrst að bóka tíma hjá heimilislækni til að fá beiðni í sjúkraþjálfun. Þetta jók verulega á það álag sem var á lækna og heilsugæslur landsins, enda hátt í 60.000 beiðnir í sjúkraþjálfun skrifaðar út á hverju ári. Hvaða áhrif hefur þessi ákvörðun? - Fyrir heilbrigðiskerfið: Léttir á álagi á heilsugæslur bæði hvað varðar tímabókanir og útskriftir beiðna hjá læknum. Léttir á álagi á aðrar stoðir heilbrigðisþjónustu, einstaklingar sem mögulega þyrftu að leita til bráðamóttöku vegna stoðkerfiseinkenna geta fengið viðeigandi þjónustu með minni biðtíma og kostnaði. - Fyrir almenning: Styttri biðtími að sérfræðiþjónustu vegna stoðkerfiseinkenna. Minni kostnaður: þar sem greiða þarf fyrir komu á heilsugæslu og fyrir beiðni í sjúkraþjálfun. Þess má geta að kostnaður almennings við það að fá beiðni í sjúkraþjálfun ár hvert er umtalsverður, áætlaður yfir 100 miljónir kr. - Fyrir lýðheilsu: Gott aðgengi að viðeigandi þjónustu fyrir einstaklinga hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu. Hægt er að veita úrræði sem auka færni, virkni og vellíðan. - Fyrir þjóðarbúið: Aðgengi að sjúkraþjálfun og annarri heilbrigðisþjónustu getur haft veruleg áhrif á þætti eins og nýgengi örorku. Bætt aðgengi hefur verið lykilþáttur í því að minnka nýgengi örorku vegna stoðkerfiseinkenna frá árinu 2016. Færri þurfa að fara á örorku sem er jákvætt fyrir bæði einstaklingin og samfélagið í heild sinni. - Fyrir atvinnulífið: Fækkun veikindafjarvista fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gríðarlegur kostnaður er ár hvert vegna fjarvista á vinnumarkaði. Hægt er að hafa veruleg áhrif á þessar tölur með því að veita viðeigandi þjónustu eins skjótt og hægt er. Við eigum að leggja áherslu á að ákvarðanir um aðgengi og kostnað að heilbrigðisþjónustu séu byggðar á sterkum rökum með hagsmuni heildarinnar í huga. Við gleðjumst því yfir faglegum vinnubrögðum ráðherra í þessu máli og þeirri ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að leita beint til sjúkraþjálfara án sérstakrar beiðni frá lækni. Þetta er skref í rétta átt að bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar sem horft er til þess að nýta þá sérfræðiþekkingu sem fjölbreyttar fagstéttir hafa. Markmiðið ætti að vera að taka áframhaldandi skref til að nýta mannauð heilbrigðiskerfisins á skynsamlegan hátt með auknum möguleikum á beinu aðgengi að viðeigandi þjónustu. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Heilbrigðismál Gunnlaugur Már Briem Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er grundvöllur heilsu og farsældar. Það má færa fyrir því sterk rök að það sé skynsöm nýting fjármuna að aðstoða þá einstaklinga sem þess þurfa sem fyrst. Þannig má koma í veg fyrir að vandamálin verði stærri og flóknari með tilheyrandi álagi og kostnaði. Ekki þarf lengur beiðni frá lækni til að fara til sjúkraþjálfara Aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara fyrir sjúkratryggða einstaklinga hefur tekið breytingum undanfarin ár, bæði hvað varðar kostnað og aðgengi að þjónustunni. Því er það fagnaðarerindi að núverandi heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson, hafi tekið þá skynsamlegu ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að sækja þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara í allt að sex skipti á ári án þess að þurfa til þess beiðni frá lækni. Þetta er ákvæði sem fráfarandi ráðherra Svandís Svavarsdóttir ákvað að fella úr gildi árið 2020, sem hafði það í för með sér að allir sem þurftu þjónustu sjúkraþjálfara þurftu fyrst að bóka tíma hjá heimilislækni til að fá beiðni í sjúkraþjálfun. Þetta jók verulega á það álag sem var á lækna og heilsugæslur landsins, enda hátt í 60.000 beiðnir í sjúkraþjálfun skrifaðar út á hverju ári. Hvaða áhrif hefur þessi ákvörðun? - Fyrir heilbrigðiskerfið: Léttir á álagi á heilsugæslur bæði hvað varðar tímabókanir og útskriftir beiðna hjá læknum. Léttir á álagi á aðrar stoðir heilbrigðisþjónustu, einstaklingar sem mögulega þyrftu að leita til bráðamóttöku vegna stoðkerfiseinkenna geta fengið viðeigandi þjónustu með minni biðtíma og kostnaði. - Fyrir almenning: Styttri biðtími að sérfræðiþjónustu vegna stoðkerfiseinkenna. Minni kostnaður: þar sem greiða þarf fyrir komu á heilsugæslu og fyrir beiðni í sjúkraþjálfun. Þess má geta að kostnaður almennings við það að fá beiðni í sjúkraþjálfun ár hvert er umtalsverður, áætlaður yfir 100 miljónir kr. - Fyrir lýðheilsu: Gott aðgengi að viðeigandi þjónustu fyrir einstaklinga hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu. Hægt er að veita úrræði sem auka færni, virkni og vellíðan. - Fyrir þjóðarbúið: Aðgengi að sjúkraþjálfun og annarri heilbrigðisþjónustu getur haft veruleg áhrif á þætti eins og nýgengi örorku. Bætt aðgengi hefur verið lykilþáttur í því að minnka nýgengi örorku vegna stoðkerfiseinkenna frá árinu 2016. Færri þurfa að fara á örorku sem er jákvætt fyrir bæði einstaklingin og samfélagið í heild sinni. - Fyrir atvinnulífið: Fækkun veikindafjarvista fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gríðarlegur kostnaður er ár hvert vegna fjarvista á vinnumarkaði. Hægt er að hafa veruleg áhrif á þessar tölur með því að veita viðeigandi þjónustu eins skjótt og hægt er. Við eigum að leggja áherslu á að ákvarðanir um aðgengi og kostnað að heilbrigðisþjónustu séu byggðar á sterkum rökum með hagsmuni heildarinnar í huga. Við gleðjumst því yfir faglegum vinnubrögðum ráðherra í þessu máli og þeirri ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að leita beint til sjúkraþjálfara án sérstakrar beiðni frá lækni. Þetta er skref í rétta átt að bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar sem horft er til þess að nýta þá sérfræðiþekkingu sem fjölbreyttar fagstéttir hafa. Markmiðið ætti að vera að taka áframhaldandi skref til að nýta mannauð heilbrigðiskerfisins á skynsamlegan hátt með auknum möguleikum á beinu aðgengi að viðeigandi þjónustu. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun