Vondur VAR-dagur í gær: Tvenn mistök sem kostuðu stig Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2023 10:30 Mikel Arteta þjálfari Arsenal ræðir við dómarana eftir leikinn í gær. Vísir/Getty VAR-dómarar gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni áttu ekki góðan dag því tvenn mistök voru gerð sem kostuðu lið stig. Þá eru margir á því að Chelsea hefði átt að fá vítaspyrnu í leik sínum gegn West Ham. Myndbandsdómgæsla í ensku úrvalsdeildinni hefur oftar en ekki skapað mikla umræðu enda kerfið síður en svo óskeikult. Þetta á ekki síst við um gærdaginn því nú komið í ljós að myndbandsdómarar gerðu tvenn mistök í leikjum gærdagsins sem gætu reynst dýrkeypt. Arsenal hefur leikið frábærlega á tímabilinu og situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið gerði jafntefli gegn Brentford í gær en jöfnunarmark Brentford var umdeilt og hefði ekki átt að standa. Christian Nörgaard var rangstæður þegar hann fékk boltann áður en hann sendi fyrir á Ivan Toney sem skoraði auðveldlega. VAR-kannaði hins vegar aldrei hvort Nörgaard var rangstæður þrátt fyrir að hafa tekið sér drjúgan tíma í að skoða markið. Þetta kemur fram í grein fyrrum dómarans Chris Foy í Daily Mail. Hann segir að um mannleg mistök sé að ræða en VAR athugaði ýmis atriði í aðdraganda marksins. „Í aðdraganda marksins er Christian Nörgaard, sem sendir boltann til Toney, rangstæður. Sannleikurinn er sá að VAR athugaði það aldrei með því að teikna rangstöðulínur. Línan var einfaldlega aldrei teiknuð og það eru mannleg mistök,“ skrifar Chris Foy í Daily Mail en hann starfar þar sem sérfræðingur. Löglegt mark tekið af Brighton Mistökin í leik Arsenal og Brentford voru hins vegar ekki þau einu sem VAR-gerði í gær. Í leik Crystal Palace og Brighton, sem lauk með 1-1 jafntefli, skoraði Pervis Estupinan mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Þar var John Brooks í VAR-herberginu og teiknaði hann rangstöðulínuna frá röngum varnarmanni. Brooks miðaði línuna við varnarmanninn James Tomkins en hann var ekki aftasti varnarmaður Palace. Marc Guehi var aftar og hefði spilað Estupinan réttstæðan en það fór framhjá Brooks. Pervis Estupinan fer framhjá Michael Olise í leiknum í gær.Vísir/Getty Þá átti sér einnig stað umdeilt atvik í leik Chelsea og West Ham þar sem Tomas Soucek, leikmaður West Ham, fékk boltann augljóslega í höndina þegar Connor Gallagher skaut að marki. Að flestra mati hefði Chelsea átt að fá vítaspyrnu en þeim leik leik einnig með jafntefli. Enski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Sjá meira
Myndbandsdómgæsla í ensku úrvalsdeildinni hefur oftar en ekki skapað mikla umræðu enda kerfið síður en svo óskeikult. Þetta á ekki síst við um gærdaginn því nú komið í ljós að myndbandsdómarar gerðu tvenn mistök í leikjum gærdagsins sem gætu reynst dýrkeypt. Arsenal hefur leikið frábærlega á tímabilinu og situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið gerði jafntefli gegn Brentford í gær en jöfnunarmark Brentford var umdeilt og hefði ekki átt að standa. Christian Nörgaard var rangstæður þegar hann fékk boltann áður en hann sendi fyrir á Ivan Toney sem skoraði auðveldlega. VAR-kannaði hins vegar aldrei hvort Nörgaard var rangstæður þrátt fyrir að hafa tekið sér drjúgan tíma í að skoða markið. Þetta kemur fram í grein fyrrum dómarans Chris Foy í Daily Mail. Hann segir að um mannleg mistök sé að ræða en VAR athugaði ýmis atriði í aðdraganda marksins. „Í aðdraganda marksins er Christian Nörgaard, sem sendir boltann til Toney, rangstæður. Sannleikurinn er sá að VAR athugaði það aldrei með því að teikna rangstöðulínur. Línan var einfaldlega aldrei teiknuð og það eru mannleg mistök,“ skrifar Chris Foy í Daily Mail en hann starfar þar sem sérfræðingur. Löglegt mark tekið af Brighton Mistökin í leik Arsenal og Brentford voru hins vegar ekki þau einu sem VAR-gerði í gær. Í leik Crystal Palace og Brighton, sem lauk með 1-1 jafntefli, skoraði Pervis Estupinan mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Þar var John Brooks í VAR-herberginu og teiknaði hann rangstöðulínuna frá röngum varnarmanni. Brooks miðaði línuna við varnarmanninn James Tomkins en hann var ekki aftasti varnarmaður Palace. Marc Guehi var aftar og hefði spilað Estupinan réttstæðan en það fór framhjá Brooks. Pervis Estupinan fer framhjá Michael Olise í leiknum í gær.Vísir/Getty Þá átti sér einnig stað umdeilt atvik í leik Chelsea og West Ham þar sem Tomas Soucek, leikmaður West Ham, fékk boltann augljóslega í höndina þegar Connor Gallagher skaut að marki. Að flestra mati hefði Chelsea átt að fá vítaspyrnu en þeim leik leik einnig með jafntefli.
Enski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Sjá meira