„Var það okkur að kenna þegar Gerrard rann?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2023 13:01 Pep Guardiola segir að enginn geti tekið titla af Manchester City en rannsókn fer nú fram vegna meintra brota félagsins á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty Pep Guardiola segir að rannsókn vegna meintra brota félagsins á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinanr breyti engu hvað varðar þá titla sem félagið hefur unnið til á síðustu árum. Ensku meistararnir hafa verið kærðir vegna alls rúmlega hundrað brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar frá árunum 2009-2018 en félagið vann þrjá meistaratitla á þessu tímabili. Sérstök nefnd mun nú taka við málinu og ákveða hvað sé réttast að gera hvað varðar refsingar. City gæti misst stig og þá hafa verið uppi umræður um hvort félagið missi einhverja af titlum sínum. Allt á þetta eftir að koma í ljós. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur nú stigið fram og sagt að rannsóknin breyti engu um þá titla sem félagið hefur unnið, enginn geti tekið titla eða verðlaun af félaginu. Hann segir að rannsóknin hafi skaðað félagið og sigra þess. „Þessi augnablik tilheyra okkur, þau tilheyra okkur algjörlega,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudag. „Mark Aguero árið 2012, þegar Balotelli rann. Ég veit ekki hvort við berum ábyrgð á því þegar Steven Gerrard rann á Anfield. Var það okkur að kenna? Ég ber virðingu fyrir Steven Gerrard en þessi augnablik tilheyra okkur,“ bætti Guardiola við og vísar þarna til atviksins fræga í leik Liverpool og Chelsea árið 2014 þegar Steven Gerrard gerði afdrifarík mistök sem urðu til þess að Manchester City náði efsta sæti deildarinnar af Liverpool. „Enska úrvaldeildin mun taka ákvörðun en ég veit hvað við lögðum á okkur, hvað við unnum og hvernig. Ef eitthvað gerðist árin 2009 eða 2010 þá breytir það ekki einni sekúndu. Við höfum lifað þessi augnablik saman í mörg ár.“ „Ég er stoltur af eigendunum“ Guardiola segist hafa fengið staðfestingu frá yfirmönnum sínum að engin brot hafi verið framið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City fær á sig ásakanir um brot á fjárhagsreglum en knattspyrnusamband Evrópu rannsakaði meint brot félagsins á árunum 2012 til 2016 en City voru þá sakaðir um að hafa ýkt upphæðir sem þeir fengu í styrki frá styrktaraðilum. UEFA setti City þá í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en dómnum var snúið við af Alþjóðaíþróttadómstólnum (CAS). Ef enska úrvalsdeildin myndi refsa City fyrir þau mál sem eru til rannsóknar núna yrði ekki hægt að áfrýja til CAS. „Það sem ég get sagt er að ég er stoltur af eigendunum, stjórnarformanninum og því sambandi sem við eigum og tíma okkar saman. Ég hef treyst mikið á þá í fortíðinni.“ „Ef þeir vilja mig þá verð ég hér. Úrslitin hafa ekki verið góð, þau gætu hent mér út því þetta er bransi þar sem þú þarft að vinna. En ef þeir vilja mig þá mun ég ekki bregðast þeim og leikmennirnir ekki heldur. Ég vill sannfræna þá um að það sem við höfum gert, höfum við gert og þeir muni ekki taka það frá okkur.“ Manchester City mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag og fær þá tækifæri til að saxa á forskot Arsenal á toppi deildarinnar. Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Ensku meistararnir hafa verið kærðir vegna alls rúmlega hundrað brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar frá árunum 2009-2018 en félagið vann þrjá meistaratitla á þessu tímabili. Sérstök nefnd mun nú taka við málinu og ákveða hvað sé réttast að gera hvað varðar refsingar. City gæti misst stig og þá hafa verið uppi umræður um hvort félagið missi einhverja af titlum sínum. Allt á þetta eftir að koma í ljós. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur nú stigið fram og sagt að rannsóknin breyti engu um þá titla sem félagið hefur unnið, enginn geti tekið titla eða verðlaun af félaginu. Hann segir að rannsóknin hafi skaðað félagið og sigra þess. „Þessi augnablik tilheyra okkur, þau tilheyra okkur algjörlega,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudag. „Mark Aguero árið 2012, þegar Balotelli rann. Ég veit ekki hvort við berum ábyrgð á því þegar Steven Gerrard rann á Anfield. Var það okkur að kenna? Ég ber virðingu fyrir Steven Gerrard en þessi augnablik tilheyra okkur,“ bætti Guardiola við og vísar þarna til atviksins fræga í leik Liverpool og Chelsea árið 2014 þegar Steven Gerrard gerði afdrifarík mistök sem urðu til þess að Manchester City náði efsta sæti deildarinnar af Liverpool. „Enska úrvaldeildin mun taka ákvörðun en ég veit hvað við lögðum á okkur, hvað við unnum og hvernig. Ef eitthvað gerðist árin 2009 eða 2010 þá breytir það ekki einni sekúndu. Við höfum lifað þessi augnablik saman í mörg ár.“ „Ég er stoltur af eigendunum“ Guardiola segist hafa fengið staðfestingu frá yfirmönnum sínum að engin brot hafi verið framið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City fær á sig ásakanir um brot á fjárhagsreglum en knattspyrnusamband Evrópu rannsakaði meint brot félagsins á árunum 2012 til 2016 en City voru þá sakaðir um að hafa ýkt upphæðir sem þeir fengu í styrki frá styrktaraðilum. UEFA setti City þá í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en dómnum var snúið við af Alþjóðaíþróttadómstólnum (CAS). Ef enska úrvalsdeildin myndi refsa City fyrir þau mál sem eru til rannsóknar núna yrði ekki hægt að áfrýja til CAS. „Það sem ég get sagt er að ég er stoltur af eigendunum, stjórnarformanninum og því sambandi sem við eigum og tíma okkar saman. Ég hef treyst mikið á þá í fortíðinni.“ „Ef þeir vilja mig þá verð ég hér. Úrslitin hafa ekki verið góð, þau gætu hent mér út því þetta er bransi þar sem þú þarft að vinna. En ef þeir vilja mig þá mun ég ekki bregðast þeim og leikmennirnir ekki heldur. Ég vill sannfræna þá um að það sem við höfum gert, höfum við gert og þeir muni ekki taka það frá okkur.“ Manchester City mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag og fær þá tækifæri til að saxa á forskot Arsenal á toppi deildarinnar.
Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira