„Þetta er einn erfiðasti útivöllurinn“ Kári Mímisson skrifar 12. febrúar 2023 19:22 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sáttur með dagsverkið. Vísir/Diego Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar var að vonum sáttur með sigur sinna manna gegn Gróttu á Seltjarnarnesi í dag í Olís deildinni í handbolta. „Þetta var bara frábær frammistaða, vörn og sókn. Báðir hálfleikirnir góðir, varnarleikurinn í fyrri var frábær og sóknarleikurinn agaður. Við vorum að enda þessar sóknir með skot á markið.“ Eitt af vandamálum Aftureldingar í vetur hefur verið að halda forskoti. „Ég var líka ánægður með það að við vorum með forskot í hálfleik, fimm mörk og vinnum líka seinni hálfleikinn. Við náðum að spila leikinn með forskoti sem hefur oft verið okkar vandamál. Við höfum kannski ekki verið mjög góðir í að halda í þetta en núna héldum við aganum, héldum skipulagi og kláruðum þetta eins og fagmenn.“ Grótta byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði að minnka forskot Aftureldingar niður í 2 mörk snemma í hálfleiknum en fór þá eitthvað um Gunnar? „Nei, nei alls ekki. Grótta er auðvitað með mjög gott lið og það er erfitt að koma hingað. Þetta er einn erfiðasti útivöllurinn. Öllum finnst erfitt að spila við Gróttu hér. Við vissum alveg að þeir kæmu með áhlaup og að við þyrftum að standast það. Ég er mjög ánægður með að við stóðumst það áhlaup, héldum haus og já, vinnum seinni hálfleikinn líka.“ Þorsteinn Leó fékk enn eitt höfuðhöggið á þessari leiktíð og lék lítið eftir það. „Hann var klár og vildi fara inn á. Ég vildi bara ekki taka sénsinn á honum. Ég held að þetta hafi verið meira hálsinn á honum en annars er hann bara góður. Ég vildi bara hlífa honum út af sögunni og ég vildi ekki taka sénsinn. Betra að vera bara öruggur með þetta.“ En eru þessi tíðu höfuðhögg sem Þorsteinn Leó er að fá eitthvað sem Afturelding og íslenskur handbolti þarf að hafa áhyggjur af? „Nei, nei þetta er bara partur af þessu. Hann er bara góður og ég held að þetta sé bara hluti af sportinu og þetta gerist bara. Auðvitað þarf maður að passa þetta og þess vegna setti ég hann ekki inn á, út af sögunni.“ Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Afturelding 25-31 | Góð ferð Mosfellinga á Seltjarnarnes Grótta og Afturelding töpuðu bæði í síðustu umferð og þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í dag. 12. febrúar 2023 17:43 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
„Þetta var bara frábær frammistaða, vörn og sókn. Báðir hálfleikirnir góðir, varnarleikurinn í fyrri var frábær og sóknarleikurinn agaður. Við vorum að enda þessar sóknir með skot á markið.“ Eitt af vandamálum Aftureldingar í vetur hefur verið að halda forskoti. „Ég var líka ánægður með það að við vorum með forskot í hálfleik, fimm mörk og vinnum líka seinni hálfleikinn. Við náðum að spila leikinn með forskoti sem hefur oft verið okkar vandamál. Við höfum kannski ekki verið mjög góðir í að halda í þetta en núna héldum við aganum, héldum skipulagi og kláruðum þetta eins og fagmenn.“ Grótta byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði að minnka forskot Aftureldingar niður í 2 mörk snemma í hálfleiknum en fór þá eitthvað um Gunnar? „Nei, nei alls ekki. Grótta er auðvitað með mjög gott lið og það er erfitt að koma hingað. Þetta er einn erfiðasti útivöllurinn. Öllum finnst erfitt að spila við Gróttu hér. Við vissum alveg að þeir kæmu með áhlaup og að við þyrftum að standast það. Ég er mjög ánægður með að við stóðumst það áhlaup, héldum haus og já, vinnum seinni hálfleikinn líka.“ Þorsteinn Leó fékk enn eitt höfuðhöggið á þessari leiktíð og lék lítið eftir það. „Hann var klár og vildi fara inn á. Ég vildi bara ekki taka sénsinn á honum. Ég held að þetta hafi verið meira hálsinn á honum en annars er hann bara góður. Ég vildi bara hlífa honum út af sögunni og ég vildi ekki taka sénsinn. Betra að vera bara öruggur með þetta.“ En eru þessi tíðu höfuðhögg sem Þorsteinn Leó er að fá eitthvað sem Afturelding og íslenskur handbolti þarf að hafa áhyggjur af? „Nei, nei þetta er bara partur af þessu. Hann er bara góður og ég held að þetta sé bara hluti af sportinu og þetta gerist bara. Auðvitað þarf maður að passa þetta og þess vegna setti ég hann ekki inn á, út af sögunni.“
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Afturelding 25-31 | Góð ferð Mosfellinga á Seltjarnarnes Grótta og Afturelding töpuðu bæði í síðustu umferð og þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í dag. 12. febrúar 2023 17:43 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Afturelding 25-31 | Góð ferð Mosfellinga á Seltjarnarnes Grótta og Afturelding töpuðu bæði í síðustu umferð og þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í dag. 12. febrúar 2023 17:43
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita