Ungi strákurinn á miðju Liverpool fékk mikið hrós frá Mo Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 09:30 Stefan Bajcetic var flottur á miðju Liverpool í leiknum á móti Everton á Anfield í gærkvöldi. Getty/Andrew Powell Liverpool fagnaði langþráðum sigri í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðið vann nágranna sína í Everton. Mohamed Salah skoraði fyrra markið og endaði þar 356 mínútna bið liðsins eftir marki í deildinni. Eftir leikinn var Salah aftur á móti að hrósa miðjumanninum Stefan Bajcetic sem var kosinn maður leiksins í gær. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Bajcetic er aðeins átján ára gamall en kom til unglingaliðs Liverpool frá Celta Vigo í desember 2020. „Hann er frábær leikmaður og frábær persóna. Hann leggur alltaf mikið á sig og síðan hann kom inn í byrjunarliðið þá hefur hann kannski verið okkar besti leikmaður,“ sagði Mohamed Salah og strákurinn brosti út að eyrum við hlið hans eins og sjá má hér fyrir neðan. „Vonandi heldur hann áfram að spila með þessu sjálfstrausti og heldur sínu striki,“ sagði Salah. Fréttamaður Sky Sports spurði þá Bajcetic hvernig væri að heyra þetta frá Salah. „Hann er Mo Salah og er einn af bestu leikmönnunum í sögu Liverpool. Það er gaman að heyra svona goðsögn segja þetta við mig,“ sagði Stefan Bajcetic. Bajcetic varð fyrr á tímabilinu þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, á eftir Michael Owen og Raheem Sterling, og næstyngsti Spánverjinn á eftir Cesc Fàbregas. Bajcetic hafði verið að spila aftastur á miðjunni í leikjunum á undan en nú var hann kominn aðeins framar á miðjuna með Jordan Henderson á meðan Fabinho sat fyrir aftan þá. Það kom mjög vel út og kraftur og viljinn til að tækla og vinna boltann alveg til fyrirmyndar. Ungar og ferskar lappir sem Liverpool miðjan þurfti svo mikið á að halda. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Mohamed Salah skoraði fyrra markið og endaði þar 356 mínútna bið liðsins eftir marki í deildinni. Eftir leikinn var Salah aftur á móti að hrósa miðjumanninum Stefan Bajcetic sem var kosinn maður leiksins í gær. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Bajcetic er aðeins átján ára gamall en kom til unglingaliðs Liverpool frá Celta Vigo í desember 2020. „Hann er frábær leikmaður og frábær persóna. Hann leggur alltaf mikið á sig og síðan hann kom inn í byrjunarliðið þá hefur hann kannski verið okkar besti leikmaður,“ sagði Mohamed Salah og strákurinn brosti út að eyrum við hlið hans eins og sjá má hér fyrir neðan. „Vonandi heldur hann áfram að spila með þessu sjálfstrausti og heldur sínu striki,“ sagði Salah. Fréttamaður Sky Sports spurði þá Bajcetic hvernig væri að heyra þetta frá Salah. „Hann er Mo Salah og er einn af bestu leikmönnunum í sögu Liverpool. Það er gaman að heyra svona goðsögn segja þetta við mig,“ sagði Stefan Bajcetic. Bajcetic varð fyrr á tímabilinu þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, á eftir Michael Owen og Raheem Sterling, og næstyngsti Spánverjinn á eftir Cesc Fàbregas. Bajcetic hafði verið að spila aftastur á miðjunni í leikjunum á undan en nú var hann kominn aðeins framar á miðjuna með Jordan Henderson á meðan Fabinho sat fyrir aftan þá. Það kom mjög vel út og kraftur og viljinn til að tækla og vinna boltann alveg til fyrirmyndar. Ungar og ferskar lappir sem Liverpool miðjan þurfti svo mikið á að halda. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira