Tvö fimmtán ára grunuð um að hafa myrt sextán ára stúlku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 13:11 Tveir fimmtán ára gamlir unglingar eru grunaðir um morðið. Getty/Christopher Furlong Stelpa og strákur, bæði fimmtán ára gömul, hafa verið handtekin af lögreglu grunuð um að hafa stungið sextán ára gamla stúlku til bana í almenningsgarði í Culcheth. Brianna Ghey fannst í sárum í almenningsgarðinum Linear í Warrington í Bretland á laugardag. Símtal barst til neyðarlínunnar rétt eftir klukkan þrjú síðdegis eftir að fólk kom að henni á göngustíg, þar sem hún lá í sárum. Brianna var trans en rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja ekkert benda til að um hatursglæp sé að ræða. Tveir unglingar af svæðinu hafa verið handteknir grunaðir um morðið. Haft er eftir rannsóknarlögreglumanninum Mike Evans í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að ýmsir angar séu til skoðunar í málinu og lögregla leggi nú kapp á að kortleggja nákvæmlega hvað gerðist á laugardag. „Á þessum tímapunkti er ekkert sem bendir til þess að nokkuð við morðið á Briönnu hafi haft með hatur að gera,“ segir Evans. „Við höfum aukið lögreglueftirlit á svæðinu og lögreglumenn verða á Culcheth svæðinu til að veita íbúum huggun og bregðast við öllum áhyggjum sem íbúar kunna að hafa.“ Morðið hefur vakið mikil viðbrögð, meðal annars frá þingmönnum. Utterly tragic. Love especially to the parents of Brianna Ghey, unimaginable loss. https://t.co/SKN6FcUptg— Jess Phillips MP (@jessphillips) February 13, 2023 Þá hefur hinseginsamfélagið nötrað vegna málsins, ekki síst vegna fréttar The Times, sem birtist á laugardag, þar sem skírnarnafn Briönnu var notað í stað nafnsins sem hún valdi sér. Ekki bara það heldur var orðið „stúlka“ fjarlægt úr greininni þegar verið var að vísa til Briönnu. Þá hefur Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrverandi formaður Trans Íslands, gagnrýnir fréttaflutninginn á Twitter og segir hræðilegt að fréttamiðlar skuli ekki bera meiri virðingu fyrir Briönnu. Og enn fleiri taka undir. The utter cruelty of @thetimes deadnaming a 16 year old girl after her death is beyond words. No respect for her dignity and privacy in a time of such horrendous loss for her family. It illustrates that the media continues to disrespect and trivialise who we are, even in death.— Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir (@UglaStefania) February 13, 2023 Það er þyngra en tárum taki að lesa um þetta mál, ég get ekki talað fyrir allt trans fólk en ég held að það sé óhætt að segja að við sjáum okkur öll í þessari stúlku. Hatrið sem fjölmiðlar víða um heim virðast ólmir í að ýta undir hefur banvænar afleiðingar fyrir okkur öll. https://t.co/Orq7hBpFLZ— bríet (FINAL BOSS) (@thvengur) February 13, 2023 Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Brianna Ghey fannst í sárum í almenningsgarðinum Linear í Warrington í Bretland á laugardag. Símtal barst til neyðarlínunnar rétt eftir klukkan þrjú síðdegis eftir að fólk kom að henni á göngustíg, þar sem hún lá í sárum. Brianna var trans en rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja ekkert benda til að um hatursglæp sé að ræða. Tveir unglingar af svæðinu hafa verið handteknir grunaðir um morðið. Haft er eftir rannsóknarlögreglumanninum Mike Evans í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að ýmsir angar séu til skoðunar í málinu og lögregla leggi nú kapp á að kortleggja nákvæmlega hvað gerðist á laugardag. „Á þessum tímapunkti er ekkert sem bendir til þess að nokkuð við morðið á Briönnu hafi haft með hatur að gera,“ segir Evans. „Við höfum aukið lögreglueftirlit á svæðinu og lögreglumenn verða á Culcheth svæðinu til að veita íbúum huggun og bregðast við öllum áhyggjum sem íbúar kunna að hafa.“ Morðið hefur vakið mikil viðbrögð, meðal annars frá þingmönnum. Utterly tragic. Love especially to the parents of Brianna Ghey, unimaginable loss. https://t.co/SKN6FcUptg— Jess Phillips MP (@jessphillips) February 13, 2023 Þá hefur hinseginsamfélagið nötrað vegna málsins, ekki síst vegna fréttar The Times, sem birtist á laugardag, þar sem skírnarnafn Briönnu var notað í stað nafnsins sem hún valdi sér. Ekki bara það heldur var orðið „stúlka“ fjarlægt úr greininni þegar verið var að vísa til Briönnu. Þá hefur Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrverandi formaður Trans Íslands, gagnrýnir fréttaflutninginn á Twitter og segir hræðilegt að fréttamiðlar skuli ekki bera meiri virðingu fyrir Briönnu. Og enn fleiri taka undir. The utter cruelty of @thetimes deadnaming a 16 year old girl after her death is beyond words. No respect for her dignity and privacy in a time of such horrendous loss for her family. It illustrates that the media continues to disrespect and trivialise who we are, even in death.— Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir (@UglaStefania) February 13, 2023 Það er þyngra en tárum taki að lesa um þetta mál, ég get ekki talað fyrir allt trans fólk en ég held að það sé óhætt að segja að við sjáum okkur öll í þessari stúlku. Hatrið sem fjölmiðlar víða um heim virðast ólmir í að ýta undir hefur banvænar afleiðingar fyrir okkur öll. https://t.co/Orq7hBpFLZ— bríet (FINAL BOSS) (@thvengur) February 13, 2023
Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira