Alfreð bjargaði stigi gegn toppliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 15:31 Alfreð er kominn á blað í Danmörku. Lyngby Alfreð Finnbogason sá til þess að Íslendingalið Lyngby nældi í stig þegar danska úrvalsdeildin í fótbolta hófst að nýju eftir jólafrí. Aron Elís Þrándarsson spilaði rétt rúma mínútu með OB og B-deildarlið Sønderjyske gerði markalaust jafntefli. Freyr Alexandersson ákvað að velja aðeins einn Íslending í byrjunarlið sitt í dag. Sævar Atli Magnússon hóf leik á meðan Alfreð og Kolbeinn Birgir Finnsson byrjuðu á bekknum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Wahidullah Faghir gestunum yfir. Í kjölfarið komu Alfreð og Kolbeinn Birgir inn af bekknum og átti það eftir að breyta leiknum. Það ásamt því að Adama Nagalo nældi sér í tvö gul spjöld á jafn mörgum mínútum þýddi að Lyngby sótti án afláts undir lok leiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Alfreð metin og fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Var þetta fyrsta mark Alfreðs fyrir félagið. Lyngby er áfram í neðsta sæti deildarinnar en eftir að hafa unnið síðasta leikinn fyrir jólafrí virðist sem Lyngby hafi loks fundið taktinn. Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum í blálokin þegar OB gerði markalaust jafntefli við Randers. Aron Elís stefnir á að yfirgefa félagið í sumar. OB er í 5. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 18 leikjum. Aron Elís Thrándarson kommer ind i stedet for Mads Frøkjær #obdk #enafstriberne pic.twitter.com/SpuOKPvqIH— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) February 19, 2023 Atli Barkarson lék allan leikinn í liði Sønderjyske sem gerði markalaust jafntefli við Næstved. Orri Steinn Óskarsson lék síðasta hálftímann í liði Sønderjyske en tókst ekki að þenja netmöskvana. Sønderjyske er í 5. sæti B-deildar með 28 stig að loknum 18 leikjum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
Freyr Alexandersson ákvað að velja aðeins einn Íslending í byrjunarlið sitt í dag. Sævar Atli Magnússon hóf leik á meðan Alfreð og Kolbeinn Birgir Finnsson byrjuðu á bekknum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Wahidullah Faghir gestunum yfir. Í kjölfarið komu Alfreð og Kolbeinn Birgir inn af bekknum og átti það eftir að breyta leiknum. Það ásamt því að Adama Nagalo nældi sér í tvö gul spjöld á jafn mörgum mínútum þýddi að Lyngby sótti án afláts undir lok leiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Alfreð metin og fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Var þetta fyrsta mark Alfreðs fyrir félagið. Lyngby er áfram í neðsta sæti deildarinnar en eftir að hafa unnið síðasta leikinn fyrir jólafrí virðist sem Lyngby hafi loks fundið taktinn. Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum í blálokin þegar OB gerði markalaust jafntefli við Randers. Aron Elís stefnir á að yfirgefa félagið í sumar. OB er í 5. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 18 leikjum. Aron Elís Thrándarson kommer ind i stedet for Mads Frøkjær #obdk #enafstriberne pic.twitter.com/SpuOKPvqIH— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) February 19, 2023 Atli Barkarson lék allan leikinn í liði Sønderjyske sem gerði markalaust jafntefli við Næstved. Orri Steinn Óskarsson lék síðasta hálftímann í liði Sønderjyske en tókst ekki að þenja netmöskvana. Sønderjyske er í 5. sæti B-deildar með 28 stig að loknum 18 leikjum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira