Alfreð bjargaði stigi gegn toppliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 15:31 Alfreð er kominn á blað í Danmörku. Lyngby Alfreð Finnbogason sá til þess að Íslendingalið Lyngby nældi í stig þegar danska úrvalsdeildin í fótbolta hófst að nýju eftir jólafrí. Aron Elís Þrándarsson spilaði rétt rúma mínútu með OB og B-deildarlið Sønderjyske gerði markalaust jafntefli. Freyr Alexandersson ákvað að velja aðeins einn Íslending í byrjunarlið sitt í dag. Sævar Atli Magnússon hóf leik á meðan Alfreð og Kolbeinn Birgir Finnsson byrjuðu á bekknum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Wahidullah Faghir gestunum yfir. Í kjölfarið komu Alfreð og Kolbeinn Birgir inn af bekknum og átti það eftir að breyta leiknum. Það ásamt því að Adama Nagalo nældi sér í tvö gul spjöld á jafn mörgum mínútum þýddi að Lyngby sótti án afláts undir lok leiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Alfreð metin og fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Var þetta fyrsta mark Alfreðs fyrir félagið. Lyngby er áfram í neðsta sæti deildarinnar en eftir að hafa unnið síðasta leikinn fyrir jólafrí virðist sem Lyngby hafi loks fundið taktinn. Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum í blálokin þegar OB gerði markalaust jafntefli við Randers. Aron Elís stefnir á að yfirgefa félagið í sumar. OB er í 5. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 18 leikjum. Aron Elís Thrándarson kommer ind i stedet for Mads Frøkjær #obdk #enafstriberne pic.twitter.com/SpuOKPvqIH— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) February 19, 2023 Atli Barkarson lék allan leikinn í liði Sønderjyske sem gerði markalaust jafntefli við Næstved. Orri Steinn Óskarsson lék síðasta hálftímann í liði Sønderjyske en tókst ekki að þenja netmöskvana. Sønderjyske er í 5. sæti B-deildar með 28 stig að loknum 18 leikjum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Freyr Alexandersson ákvað að velja aðeins einn Íslending í byrjunarlið sitt í dag. Sævar Atli Magnússon hóf leik á meðan Alfreð og Kolbeinn Birgir Finnsson byrjuðu á bekknum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Wahidullah Faghir gestunum yfir. Í kjölfarið komu Alfreð og Kolbeinn Birgir inn af bekknum og átti það eftir að breyta leiknum. Það ásamt því að Adama Nagalo nældi sér í tvö gul spjöld á jafn mörgum mínútum þýddi að Lyngby sótti án afláts undir lok leiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Alfreð metin og fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Var þetta fyrsta mark Alfreðs fyrir félagið. Lyngby er áfram í neðsta sæti deildarinnar en eftir að hafa unnið síðasta leikinn fyrir jólafrí virðist sem Lyngby hafi loks fundið taktinn. Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum í blálokin þegar OB gerði markalaust jafntefli við Randers. Aron Elís stefnir á að yfirgefa félagið í sumar. OB er í 5. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 18 leikjum. Aron Elís Thrándarson kommer ind i stedet for Mads Frøkjær #obdk #enafstriberne pic.twitter.com/SpuOKPvqIH— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) February 19, 2023 Atli Barkarson lék allan leikinn í liði Sønderjyske sem gerði markalaust jafntefli við Næstved. Orri Steinn Óskarsson lék síðasta hálftímann í liði Sønderjyske en tókst ekki að þenja netmöskvana. Sønderjyske er í 5. sæti B-deildar með 28 stig að loknum 18 leikjum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira