Jafnrétti til að elska Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 20. febrúar 2023 08:00 Í baráttusálmi Desmond Tutu segir: „Gæskan er öflugri en illskan, ástin gegn hatrinu fer, ljósgeislinn lýsir upp myrkrið, lífið af dauðanum ber. Sigurinn fæst, því ást Guðs er næst.“ Kristin kirkja í heiminum er margbreytileg og fjölbreytt. Þessi fjölbreytileiki kristinnar kirkju er í senn styrkur hennar og veikleiki. Fjölbreytileiki kirkjunnar verður til þess að fleiri geta fundið sér stað í samfélagi lærisveina Jesú og veikleiki hennar er sá að afstaða kirkna til trúarlegra og siðferðilegra mála getur tekið á sig myndir öfganna á milli. Afstaða kristinnar kirkju til hinsegin fólks er jafnframt fjölbreytt en hluti kristinna kirkjudeilda álíta samkynhneigð synd. Sú afstaða er í flestum tilfellum sett fram með þeim rökum að Biblían fordæmi samkynhneigð og að Guð elski syndarann, í þessu tilfelli hinsegin fólk, en fordæmi eða hati syndina, sem eru hinsegin ástir. Þeir textar Biblíunnar sem notaðir eru til að fordæma samkynhneigð eru annarsvegar úr Mósebókum Gamla testamentisins og hinsvegar úr bréfum Páls postula. Þá texta Gamla testmentisins sem notaðir eru til að réttlæta andúð á samkynhneigð er að finna í lagabálkum gyðingdóms en mörg þeirra laga eru okkur fullkomlega framandi og hafa aldrei verið haldin í heiðri í kristinni hefð. Það vægi sem að þessir textar Mósebóka hafa fengið til að fordæma hinsegin fólk er nýtilkomið og sprettur af þörfinni til að upphefja gagnkynhneigðarhyggju á kostnað þeirra sem ekki passa inn í mótið. Pálsbréfin standa okkur nær en afstaða Páls til samkynhneigðar í Rómverjabréfi og Fyrra Korintubréfi er langt frá því augljós. Páll fordæmir kynhegðun grísk-rómverskrar menningar, meðal annars drengjaást (pederastíu) og vændi karla, en gerir ekki ráð fyrir að um jafningja ástarsamband tveggja einstaklinga af sama kyni geti verið að ræða. Það er sannfæring mín að sá boðskapur kristinna manna í samtímanum að samkynhneigð sé synd, sé valdbeiting og mannréttindabrot. Sú afstaða réttlætir og veldur gríðarlegri þjáningu í heiminum og kyndir undir ofsóknir og ofbeldi á hendur hinsegin fólki. Í ljósi sögunnar mun hún flokkast með stuðningi kirkna við þrælahald, kynþátta-aðgreiningu (apartheid) og kvenfyrirlitningu. Íslenskt samfélag má vera stolt af því að hafa horfst í augu við ofbeldisfulla fordóma sína á þeim 44 árum sem liðið hafa frá stofnun Samtakanna 78. Í dag tekur þriðjungur þjóðarinnar þátt í hátíðarhöldum Hinsegin daga og það er mikill minnihluti sem heldur uppi eða styður fordóma í þeirra garð. Sá minnihluti talar því miður oft í nafni Jesú Krists og réttlætir sig á grundvelli þeirrar guðfræði að Guð elski syndarann en hati syndina. Sú elska sem byggir á því að þú sem einstaklingur afneitir sjálfum þér og gerir lítið úr ást þinni til annara, er ekki elska heldur valdbeiting. Ást sem byggir á jafningjatengslum er guðleg og heilög, í hvaða mynd sem hún birtist, en valdbeiting og ofbeldi getur aldrei byggt á jafningjatengslum. Þess vegna getur kristin kirkja samtímis fagnað hinsegin fólki og ástum þeirra en fordæmt ofbeldi. Það er ekki synd að elska en það er synd að fordæma ást annarra og slík fordæming veldur og réttlætir ofbeldi gegn hinsegin fólki. Í Jóhannesarbréfi er því haldið fram að boðorð kærleikans sé öllum boðorðum æðri og að sá sem þykist tala af kærleika en hefur hatur í huga geti ekki staðið í ljósinu. Þar segir:„Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er ennþá í myrkrinu. Sá sem elskar bróður sinn býr í ljósinu og í honum er ekkert er leitt geti hann til falls.” Þegar kemur að grundvallar mannréttindum má engar málamiðlanir gera og afstaða kirkjunnar í heiminum til samkynhneigðar er ein af stóru syndum hennar í samtímanum. Að lokum vil ég halda á lofti orðum Desmond Tutu, aldraða erkibiskupsins í Suður-Afríku, en hann var einn verndara alþjóðlegs átaks sem að Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu Þjóðanna hefur sett á laggirnar undir yfirskriftinni Free & Equal, eða Frjáls og jöfn. Átakinu er ætlað að berjast gegn fordómum og lagasetningum sem mismuna hinsegin fólki um allan heim. Á stofnfundinum líkti hann afstöðu kristinna til samkynhneigðar við þá sem á sínum tíma vörðu aðskilnaðarstefnu svartra í Suður-Afríku og um þá guðfræði segir hann: „Ég fæ mig ekki til að tigna hómófóbískan Guð og ef mér yrði boðin vist á hómófóbískum himnum myndi ég afþakka.“ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í baráttusálmi Desmond Tutu segir: „Gæskan er öflugri en illskan, ástin gegn hatrinu fer, ljósgeislinn lýsir upp myrkrið, lífið af dauðanum ber. Sigurinn fæst, því ást Guðs er næst.“ Kristin kirkja í heiminum er margbreytileg og fjölbreytt. Þessi fjölbreytileiki kristinnar kirkju er í senn styrkur hennar og veikleiki. Fjölbreytileiki kirkjunnar verður til þess að fleiri geta fundið sér stað í samfélagi lærisveina Jesú og veikleiki hennar er sá að afstaða kirkna til trúarlegra og siðferðilegra mála getur tekið á sig myndir öfganna á milli. Afstaða kristinnar kirkju til hinsegin fólks er jafnframt fjölbreytt en hluti kristinna kirkjudeilda álíta samkynhneigð synd. Sú afstaða er í flestum tilfellum sett fram með þeim rökum að Biblían fordæmi samkynhneigð og að Guð elski syndarann, í þessu tilfelli hinsegin fólk, en fordæmi eða hati syndina, sem eru hinsegin ástir. Þeir textar Biblíunnar sem notaðir eru til að fordæma samkynhneigð eru annarsvegar úr Mósebókum Gamla testamentisins og hinsvegar úr bréfum Páls postula. Þá texta Gamla testmentisins sem notaðir eru til að réttlæta andúð á samkynhneigð er að finna í lagabálkum gyðingdóms en mörg þeirra laga eru okkur fullkomlega framandi og hafa aldrei verið haldin í heiðri í kristinni hefð. Það vægi sem að þessir textar Mósebóka hafa fengið til að fordæma hinsegin fólk er nýtilkomið og sprettur af þörfinni til að upphefja gagnkynhneigðarhyggju á kostnað þeirra sem ekki passa inn í mótið. Pálsbréfin standa okkur nær en afstaða Páls til samkynhneigðar í Rómverjabréfi og Fyrra Korintubréfi er langt frá því augljós. Páll fordæmir kynhegðun grísk-rómverskrar menningar, meðal annars drengjaást (pederastíu) og vændi karla, en gerir ekki ráð fyrir að um jafningja ástarsamband tveggja einstaklinga af sama kyni geti verið að ræða. Það er sannfæring mín að sá boðskapur kristinna manna í samtímanum að samkynhneigð sé synd, sé valdbeiting og mannréttindabrot. Sú afstaða réttlætir og veldur gríðarlegri þjáningu í heiminum og kyndir undir ofsóknir og ofbeldi á hendur hinsegin fólki. Í ljósi sögunnar mun hún flokkast með stuðningi kirkna við þrælahald, kynþátta-aðgreiningu (apartheid) og kvenfyrirlitningu. Íslenskt samfélag má vera stolt af því að hafa horfst í augu við ofbeldisfulla fordóma sína á þeim 44 árum sem liðið hafa frá stofnun Samtakanna 78. Í dag tekur þriðjungur þjóðarinnar þátt í hátíðarhöldum Hinsegin daga og það er mikill minnihluti sem heldur uppi eða styður fordóma í þeirra garð. Sá minnihluti talar því miður oft í nafni Jesú Krists og réttlætir sig á grundvelli þeirrar guðfræði að Guð elski syndarann en hati syndina. Sú elska sem byggir á því að þú sem einstaklingur afneitir sjálfum þér og gerir lítið úr ást þinni til annara, er ekki elska heldur valdbeiting. Ást sem byggir á jafningjatengslum er guðleg og heilög, í hvaða mynd sem hún birtist, en valdbeiting og ofbeldi getur aldrei byggt á jafningjatengslum. Þess vegna getur kristin kirkja samtímis fagnað hinsegin fólki og ástum þeirra en fordæmt ofbeldi. Það er ekki synd að elska en það er synd að fordæma ást annarra og slík fordæming veldur og réttlætir ofbeldi gegn hinsegin fólki. Í Jóhannesarbréfi er því haldið fram að boðorð kærleikans sé öllum boðorðum æðri og að sá sem þykist tala af kærleika en hefur hatur í huga geti ekki staðið í ljósinu. Þar segir:„Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er ennþá í myrkrinu. Sá sem elskar bróður sinn býr í ljósinu og í honum er ekkert er leitt geti hann til falls.” Þegar kemur að grundvallar mannréttindum má engar málamiðlanir gera og afstaða kirkjunnar í heiminum til samkynhneigðar er ein af stóru syndum hennar í samtímanum. Að lokum vil ég halda á lofti orðum Desmond Tutu, aldraða erkibiskupsins í Suður-Afríku, en hann var einn verndara alþjóðlegs átaks sem að Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu Þjóðanna hefur sett á laggirnar undir yfirskriftinni Free & Equal, eða Frjáls og jöfn. Átakinu er ætlað að berjast gegn fordómum og lagasetningum sem mismuna hinsegin fólki um allan heim. Á stofnfundinum líkti hann afstöðu kristinna til samkynhneigðar við þá sem á sínum tíma vörðu aðskilnaðarstefnu svartra í Suður-Afríku og um þá guðfræði segir hann: „Ég fæ mig ekki til að tigna hómófóbískan Guð og ef mér yrði boðin vist á hómófóbískum himnum myndi ég afþakka.“ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar