Þorvaldur Davíð tók við viðurkenningu í Berlín Máni Snær Þorláksson skrifar 21. febrúar 2023 10:36 Þorvaldur tekur við viðurkenningunni. Getty/ Soeren Stache Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók í gær við viðurkenningu á Berlinale kvikmyndahátíðinni. Leikarinn er einn af tíu sem valinn var í Shooting Stars hópinn í ár. Samtökin European Film Promotion (EFP) velja á hverju ári tíu unga og efnilega leikara og leikkonur í hópinn. Samtökin velja leikarana og leikkonurnar úr hópi aðildarlanda EFP. Meðlimir samtakanna eru kvikmynda- og kynningarmiðstöðvar frá 37 löndum og er Kvikmyndamiðstöð Íslands ein af þeim. Alls voru 27 tilnefnd í ár en að lokum voru átta konur og tveir karlar valin. Dómnefndin sem valdi hópinn er skipuð af Jan Komasa frá Póllandi, Rebeccu van Unen frá Hollandi, Mariu Ekerhovd frá Noregi, Leo Barraclough frá Englandi og Veronicu Echegui, sem áður var í hópi Shooting Stars. Dómnefndin hrifin af Þorvaldi Þorvaldi er hrósað í hástert í umsögn dómnefndarinnar fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu. Hún segir að það stafi af honum mikil útgeislun og að hann fangi fullkomlega hlutverk ástsjúks bónda sem verður heltekinn af ástríðu fyrir upprennandi skáldkonu. „Í honum sameinast hraustlegt yfirbragð og viðkvæmni, sem laðar áhorfendur að honum og fær þá til að taka afstöðu með honum.“ Shooting Stars hópurinn í ár: Leonie Benesch, Kayije Kagame, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Judith State, Gizem Erdogan, Alina Tomnikov, Benedetta Porcaroli, Joely Mbundu, Yannick Jozefzoon og Kristine Kujath Thorp.Getty/Andreas Rentz Fimmtándi Íslendingurinn sem valinn er í hópinn Það er óhætt að segja að það hafi fjölmargar stórstjörnur verið valdar í Shooting Stars hópinn. Meðal þeirra sem hafa verið valin í hann eru Maisie Williams (2015), Riz Ahmed (2012), Alicia Vikander (2010), Carey Mulligan (2009), Nikolaj Lie Kaas (2003), Daniel Brühl (2003) og Daniel Craig (2000) Þá er Þorvaldur ekki fyrsti Íslendingurinn sem valinn er í þennan hóp. Alls hafa fjórtán Íslendingar áður verið valdir en þeir eru: Ingvar E. Sigurðsson 1999. Hilmir Snær Guðnason 2000. Baltasar Kormákur 2001. Margrét Vilhjálmsdóttir 2002. Nína Dögg Filippusdóttir 2003. Tómas Lemarquis 2004. Álfrún Örnólfsdóttir 2005. Björn Hlynur Haraldsson 2006. Gísli Örn Garðarsson 2007. Hilmar Guðjónsson 2012. Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014. Hera Hilmarsdóttir 2015. Atli Óskar Fjalarsson 2016. Krístín Þóra Haraldsdóttir 2019. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Þýskaland Tengdar fréttir Þorvaldur Davíð valinn í Shooting Stars hópinn fyrir 2023 Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur verið valinn í Shooting Stars hópinn árið 2023. Á hverju ári velja samtökin European Film Promotion (EFP) tíu unga og efnilega leikara og leikkonur. 14. desember 2022 09:30 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Fleiri fréttir Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Sjá meira
Samtökin velja leikarana og leikkonurnar úr hópi aðildarlanda EFP. Meðlimir samtakanna eru kvikmynda- og kynningarmiðstöðvar frá 37 löndum og er Kvikmyndamiðstöð Íslands ein af þeim. Alls voru 27 tilnefnd í ár en að lokum voru átta konur og tveir karlar valin. Dómnefndin sem valdi hópinn er skipuð af Jan Komasa frá Póllandi, Rebeccu van Unen frá Hollandi, Mariu Ekerhovd frá Noregi, Leo Barraclough frá Englandi og Veronicu Echegui, sem áður var í hópi Shooting Stars. Dómnefndin hrifin af Þorvaldi Þorvaldi er hrósað í hástert í umsögn dómnefndarinnar fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu. Hún segir að það stafi af honum mikil útgeislun og að hann fangi fullkomlega hlutverk ástsjúks bónda sem verður heltekinn af ástríðu fyrir upprennandi skáldkonu. „Í honum sameinast hraustlegt yfirbragð og viðkvæmni, sem laðar áhorfendur að honum og fær þá til að taka afstöðu með honum.“ Shooting Stars hópurinn í ár: Leonie Benesch, Kayije Kagame, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Judith State, Gizem Erdogan, Alina Tomnikov, Benedetta Porcaroli, Joely Mbundu, Yannick Jozefzoon og Kristine Kujath Thorp.Getty/Andreas Rentz Fimmtándi Íslendingurinn sem valinn er í hópinn Það er óhætt að segja að það hafi fjölmargar stórstjörnur verið valdar í Shooting Stars hópinn. Meðal þeirra sem hafa verið valin í hann eru Maisie Williams (2015), Riz Ahmed (2012), Alicia Vikander (2010), Carey Mulligan (2009), Nikolaj Lie Kaas (2003), Daniel Brühl (2003) og Daniel Craig (2000) Þá er Þorvaldur ekki fyrsti Íslendingurinn sem valinn er í þennan hóp. Alls hafa fjórtán Íslendingar áður verið valdir en þeir eru: Ingvar E. Sigurðsson 1999. Hilmir Snær Guðnason 2000. Baltasar Kormákur 2001. Margrét Vilhjálmsdóttir 2002. Nína Dögg Filippusdóttir 2003. Tómas Lemarquis 2004. Álfrún Örnólfsdóttir 2005. Björn Hlynur Haraldsson 2006. Gísli Örn Garðarsson 2007. Hilmar Guðjónsson 2012. Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014. Hera Hilmarsdóttir 2015. Atli Óskar Fjalarsson 2016. Krístín Þóra Haraldsdóttir 2019.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Þýskaland Tengdar fréttir Þorvaldur Davíð valinn í Shooting Stars hópinn fyrir 2023 Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur verið valinn í Shooting Stars hópinn árið 2023. Á hverju ári velja samtökin European Film Promotion (EFP) tíu unga og efnilega leikara og leikkonur. 14. desember 2022 09:30 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Fleiri fréttir Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Sjá meira
Þorvaldur Davíð valinn í Shooting Stars hópinn fyrir 2023 Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur verið valinn í Shooting Stars hópinn árið 2023. Á hverju ári velja samtökin European Film Promotion (EFP) tíu unga og efnilega leikara og leikkonur. 14. desember 2022 09:30