„Algjör plága sem kæfði líftóruna úr leikmönnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. febrúar 2023 11:02 Ronaldo ósáttur. Rashford sést í bakgrunn en hann hefur verið magnaður eftir að sá fyrrnefndi fór. Stu Forster/Getty Images Sjónvarpsmaðurinn Richard Keys segir brottför Cristiano Ronaldo frá Manchester United vera ástæðu góðs gengis Marcusar Rashford hjá félaginu á nýju ári. Rashford hefur farið hamförum eftir heimsmeistaramótið í desember. Rashford hefur skorað tíu mörk í síðustu tíu leikjum og er kominn með 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Hann hefur aldrei skorað eins mikið á einni leiktíð, og nóg er eftir af tímabilinu. Alls hefur Rashford skorað 16 mörk í þeim 17 leikjum sem United hefur spilað eftir brottför Ronaldo. Sá portúgalski yfirgaf félagið á meðan HM stóð eftir að hann fór í afar umdeilt viðtal við Piers Morgan þar sem hann lét mann og annan innan félagsins heyra það. Ronaldo var látinn fara frá United vegna ummælanna og samdi í kjölfarið við Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Richard Keys var um árabil aðalmaðurinn í umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina og hefur síðan 2013 fjallað um deildina fyrir katarska fjölmiðlafyrirtækið BeIN Sports. Hann segir brottför Ronaldo orsaka umturnunina í leik Rashfords. „Ef Erik ten Hag hefur gert eitthvað til að hjálpa Rashford var það að losa sig við Ronaldo,“ segir Keys í bloggfærslu. „Er rökræðum um þessa viðskotaillu, sjálfhverfu ofurstjörnu ekki lokið? Jú, hann skoraði mörk eftir að hann sneri aftur til United en sjaldnast voru það mörk sem skiptu máli,“ „Hann var algjör plága sem kæfði líftóruna úr leikmönnum eins og Rashford,“ segir Keys jafnframt. Richard Keys (t.h.) ásamt Andy Gray.Tim Whitby/Getty Images Keys fór fyrir umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina frá stofnun hennar árið 1992 fram til ársins 2011. Hann var þá rekinn vegna hneykslismáls ásamt Skotanum Andy Gray sem var honum jafnan til halds og trausts. Þá láku út upptökur af niðrandi ummælum þeirra í garð Sian Massey, sem var þá eini kvenkyns aðstoðardómarinn í ensku úrvalsdeildinni. Fleiri upptökur láku í kjölfarið af misfallegum karlrembulegum umræðum þeirra félaga. Keys og Gray hafa frá árinu 2013 verið búsettir í Katar og farið fyrir fótboltaumfjöllun BeIN Sports. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Rashford hefur skorað tíu mörk í síðustu tíu leikjum og er kominn með 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Hann hefur aldrei skorað eins mikið á einni leiktíð, og nóg er eftir af tímabilinu. Alls hefur Rashford skorað 16 mörk í þeim 17 leikjum sem United hefur spilað eftir brottför Ronaldo. Sá portúgalski yfirgaf félagið á meðan HM stóð eftir að hann fór í afar umdeilt viðtal við Piers Morgan þar sem hann lét mann og annan innan félagsins heyra það. Ronaldo var látinn fara frá United vegna ummælanna og samdi í kjölfarið við Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Richard Keys var um árabil aðalmaðurinn í umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina og hefur síðan 2013 fjallað um deildina fyrir katarska fjölmiðlafyrirtækið BeIN Sports. Hann segir brottför Ronaldo orsaka umturnunina í leik Rashfords. „Ef Erik ten Hag hefur gert eitthvað til að hjálpa Rashford var það að losa sig við Ronaldo,“ segir Keys í bloggfærslu. „Er rökræðum um þessa viðskotaillu, sjálfhverfu ofurstjörnu ekki lokið? Jú, hann skoraði mörk eftir að hann sneri aftur til United en sjaldnast voru það mörk sem skiptu máli,“ „Hann var algjör plága sem kæfði líftóruna úr leikmönnum eins og Rashford,“ segir Keys jafnframt. Richard Keys (t.h.) ásamt Andy Gray.Tim Whitby/Getty Images Keys fór fyrir umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina frá stofnun hennar árið 1992 fram til ársins 2011. Hann var þá rekinn vegna hneykslismáls ásamt Skotanum Andy Gray sem var honum jafnan til halds og trausts. Þá láku út upptökur af niðrandi ummælum þeirra í garð Sian Massey, sem var þá eini kvenkyns aðstoðardómarinn í ensku úrvalsdeildinni. Fleiri upptökur láku í kjölfarið af misfallegum karlrembulegum umræðum þeirra félaga. Keys og Gray hafa frá árinu 2013 verið búsettir í Katar og farið fyrir fótboltaumfjöllun BeIN Sports.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira