Getum við stjórnað fortíðinni? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 26. febrúar 2023 07:01 Bókin 1984 eftir George Orwell er hrollvekjandi framtíðarsaga sem kom fyrst út árið 1949. Í bókinni lýsir höfundur framtíðarsýn þar sem hið opinbera stýrir öllu, stóru og smáu – jafnvel hugsunum borgaranna. Bókin segir frá Winston Smith sem býr í London og starfar þar í skjaladeild sannleiksráðuneytisins. Starf Winstons í ráðuneytinu felst í því að endurskrifa söguleg skjöl svo þau stangist ekki á við línu Flokksins sem breytist sífellt. „Með þessu móti var til skjalfest sönnun fyrir því, að sérhver spá Flokksins hefði verið rétt og engin frétt eða skoðun sem stangaðist á við þarfir andartaksins, fékk nokkru sinni að standa óbreytt.“ (1984) Bók Orwells er talin vera ein áhrifamesta bók 20. aldar, en bókin á ekki minna erindi við okkur í dag en þegar hún kom út fyrir rúmum sjö áratugum síðan. Eitt meginþema bókarinnar er t.a.m. endurritun sögunnar. Mörg dæmi er um slíkt í nútímanum. Það nærtækasta er tilraun Rússa til að endurskrifa söguna , sbr. fjölmargar nýlegar ræður Pútíns og Morgunblaðsgrein rússneska sendiherrans á Íslandi í vikunni. „Öll mannkynssagan var á við skinnhandrit, sem skafið var upp og skrifað á ný, eins oft og þurfa þótti. Um leið og fölsunin hafði verið framkvæmd, var engin leið að færa sönnur á að fölsun hefði átt sér stað.“ (1984) En aðrar fréttir í vikunni minntu undirritaða á dystópíska framtíðarsýn Orwells, nefnilega fréttir af endurritun barnabóka Roald Dahls. Víðtækar breytingar hafa þannig verði gerðar á bókum Dahls þannig að þær eru hreinsaðar af hugmyndum og orðfæri sem gæti hugsanlega sært einn eða annan – stangast á við „þarfir andartaksins“. Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og ritlistarkennari við Háskóla Íslands, hefur varað við slíkum aðförum – „hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin um þessar mundir…“ Við ættum að spyrna fast við fótum þegar kemur að hvers kyns tilraunum til að endurskrifa söguna og sömuleiðis til að endurskrifa hvers kyns listræna tjáningu til samræmis við tilfinningar þeirra hópa sem háværastir, móðgunargjarnastir eða sárastir eru á hverjum tíma. „..ef allar heimildir segðu það sama – þá yrði lygin að sagnfræði og breyttist í sannleika. „Sá, sem stjórnar fortíðinni,“ sagði eitt slagorða Flokksins, „stjórnar framtíðinni - sá, sem stjórnar nútíðinni, stjórnar fortíðinni.““ (1984) Og hvern hefði grunað að þetta yrði raunveruleikinn á 21. öldinni– stafrænu öldinni sem átti að færa okkur frið og velsæld? Öldinni sem tók við af öld öfganna, þeirri tuttugustu. Að þá yrði hinn hrollvekjandi spádómur Orwells ljóslifandi í okkar heimshluta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Bókin 1984 eftir George Orwell er hrollvekjandi framtíðarsaga sem kom fyrst út árið 1949. Í bókinni lýsir höfundur framtíðarsýn þar sem hið opinbera stýrir öllu, stóru og smáu – jafnvel hugsunum borgaranna. Bókin segir frá Winston Smith sem býr í London og starfar þar í skjaladeild sannleiksráðuneytisins. Starf Winstons í ráðuneytinu felst í því að endurskrifa söguleg skjöl svo þau stangist ekki á við línu Flokksins sem breytist sífellt. „Með þessu móti var til skjalfest sönnun fyrir því, að sérhver spá Flokksins hefði verið rétt og engin frétt eða skoðun sem stangaðist á við þarfir andartaksins, fékk nokkru sinni að standa óbreytt.“ (1984) Bók Orwells er talin vera ein áhrifamesta bók 20. aldar, en bókin á ekki minna erindi við okkur í dag en þegar hún kom út fyrir rúmum sjö áratugum síðan. Eitt meginþema bókarinnar er t.a.m. endurritun sögunnar. Mörg dæmi er um slíkt í nútímanum. Það nærtækasta er tilraun Rússa til að endurskrifa söguna , sbr. fjölmargar nýlegar ræður Pútíns og Morgunblaðsgrein rússneska sendiherrans á Íslandi í vikunni. „Öll mannkynssagan var á við skinnhandrit, sem skafið var upp og skrifað á ný, eins oft og þurfa þótti. Um leið og fölsunin hafði verið framkvæmd, var engin leið að færa sönnur á að fölsun hefði átt sér stað.“ (1984) En aðrar fréttir í vikunni minntu undirritaða á dystópíska framtíðarsýn Orwells, nefnilega fréttir af endurritun barnabóka Roald Dahls. Víðtækar breytingar hafa þannig verði gerðar á bókum Dahls þannig að þær eru hreinsaðar af hugmyndum og orðfæri sem gæti hugsanlega sært einn eða annan – stangast á við „þarfir andartaksins“. Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og ritlistarkennari við Háskóla Íslands, hefur varað við slíkum aðförum – „hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin um þessar mundir…“ Við ættum að spyrna fast við fótum þegar kemur að hvers kyns tilraunum til að endurskrifa söguna og sömuleiðis til að endurskrifa hvers kyns listræna tjáningu til samræmis við tilfinningar þeirra hópa sem háværastir, móðgunargjarnastir eða sárastir eru á hverjum tíma. „..ef allar heimildir segðu það sama – þá yrði lygin að sagnfræði og breyttist í sannleika. „Sá, sem stjórnar fortíðinni,“ sagði eitt slagorða Flokksins, „stjórnar framtíðinni - sá, sem stjórnar nútíðinni, stjórnar fortíðinni.““ (1984) Og hvern hefði grunað að þetta yrði raunveruleikinn á 21. öldinni– stafrænu öldinni sem átti að færa okkur frið og velsæld? Öldinni sem tók við af öld öfganna, þeirri tuttugustu. Að þá yrði hinn hrollvekjandi spádómur Orwells ljóslifandi í okkar heimshluta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun