Sér soninn brosa í fyrsta sinn vegna nýrra gleraugna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2023 21:45 Kaisu Kukka-Maaria Hynninen segir tilfinninguna ólýsanlega. Vísir/Sigurjón Sjónstöðin hefur fest kaup á sextán nýjum gleraugum, sem gera sjónskertum kleift að horfa á sjónvarpið, út um gluggann og fara í leikhús. Sjónskert kona segist í fyrsta sinn geta séð son sinn brosa, eftir að hafa fengið slík gleraugu. Félagsmálaráðuneytið veitti Sjónstöðinni nýlega tuttugu milljón króna styrk til gleraugnakaupa. Sjónstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir sjónskerta, blinda og fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Ekki er um að ræða gleraugu í hinum hefðbundna skilningi. Tækin nýju hafa verið nefnd höfuðborin stækkunartæki. Með gleraugunum er horft í gegnum skjá þannig að hægt er að stækka og minnka myndina, breyta litamismun, taka ljósmyndir og svo mætti lengi telja. Tækin gera sjónskertum kleift að sjá hluti sem þeir sjá annars ekki. „Ég fór einmitt á tónleika og þarna var svo glæsilegt að geta séð konuna syngja og strákana spila á hljóðfæri,“ segir Kaisu Kukka-Maaria Hynninen sem hefur verið sjónskert frá fæðingu. Hún hefur aldrei getað séð á skólatöflu eða lesið glærur frá kennurum. Tilfinningin er ólýsanleg, að hennar sögn. „Ég hef aldrei séð svona vel. Loksins get ég líka séð son minn brosa - hvernig hann brosir til mín. Það er bara ekki hægt að segja þetta í orðum,“ segir Kaisu. Geti gert hluti sem hann var hættur að gera Um tvenns konar gleraugu er að ræða en í önnur er hægt að varpa mynd úr bæði sjónvarpi, tölvu og síma. Júlíus Birgir Jóhannsson segist mjög sáttur með nýju gleraugun.Vísir/Sigurjón „Allt svona er breyting til hins betra á lífsgæðum. Og það að sjá hluti sem maður sá ekki er náttúrulega mikil breyting - og geta gert líka hluti, þetta gefur maður aukið tækifæri til þess. Maður getur gert fleiri hluti sem maður var jafnvel hættur að gera,“ segir Júlíus Birgir Jóhannsson. Gleraugun geti til dæmis nýst þegar stunduð eru hin ýmsu áhugamál. Heilbrigðismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið veitti Sjónstöðinni nýlega tuttugu milljón króna styrk til gleraugnakaupa. Sjónstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir sjónskerta, blinda og fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Ekki er um að ræða gleraugu í hinum hefðbundna skilningi. Tækin nýju hafa verið nefnd höfuðborin stækkunartæki. Með gleraugunum er horft í gegnum skjá þannig að hægt er að stækka og minnka myndina, breyta litamismun, taka ljósmyndir og svo mætti lengi telja. Tækin gera sjónskertum kleift að sjá hluti sem þeir sjá annars ekki. „Ég fór einmitt á tónleika og þarna var svo glæsilegt að geta séð konuna syngja og strákana spila á hljóðfæri,“ segir Kaisu Kukka-Maaria Hynninen sem hefur verið sjónskert frá fæðingu. Hún hefur aldrei getað séð á skólatöflu eða lesið glærur frá kennurum. Tilfinningin er ólýsanleg, að hennar sögn. „Ég hef aldrei séð svona vel. Loksins get ég líka séð son minn brosa - hvernig hann brosir til mín. Það er bara ekki hægt að segja þetta í orðum,“ segir Kaisu. Geti gert hluti sem hann var hættur að gera Um tvenns konar gleraugu er að ræða en í önnur er hægt að varpa mynd úr bæði sjónvarpi, tölvu og síma. Júlíus Birgir Jóhannsson segist mjög sáttur með nýju gleraugun.Vísir/Sigurjón „Allt svona er breyting til hins betra á lífsgæðum. Og það að sjá hluti sem maður sá ekki er náttúrulega mikil breyting - og geta gert líka hluti, þetta gefur maður aukið tækifæri til þess. Maður getur gert fleiri hluti sem maður var jafnvel hættur að gera,“ segir Júlíus Birgir Jóhannsson. Gleraugun geti til dæmis nýst þegar stunduð eru hin ýmsu áhugamál.
Heilbrigðismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira