Útiliðið hefur ekki unnið Hafnarfjarðarslaginn í fimm ár og fimm mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2023 15:31 Einar Bragi Aðalsteinsson fær hér harðar móttökur frá Adami Hauki Baumruk í fyrri leik liðanna. Vísir/Hulda Margrét Haukar fá nágranna sína í FH í heimsókn á Ásvelli í kvöld í seinni deildarleik liðanna í Olís deild karla í handbolta á þessu tímabili. Baráttan um Hafnarfjörð verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport en upphitun hefst klukkan 19.15 og leikurinn svo klukkan 19.30. FH vann eins marks sigur í fyrri leiknum, 27-26, sem þýðir að útiliðið hefur ekki unnið Hafnarfjarðarslaginn síðan 25. september 2017 eða í fimm ár og fimm mánuði. Heimaliðið hefur enn fremur unnið fjóra síðustu leiki en frá því að FH vann á Ásvöllum í september hefur útiliðið aðeins náð í samtals fjögur stig í tíu leikjum (4 jafntefli og 6 töp). Það gera aðeins 0,4 stig í leik. Síðasti sigur FH á Ásvöllum var einnig síðasti útisigurinn í Hafnarfjarðarslagnum en FH vann 27-23 sigur í þeim leik. Flestir leikjanna hafa þó oftast verið jafnir og spennandi þótt að heimaliðið hafi aldrei tapað á þessum tíma. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, er í kvöld að stýra FH í áttunda sinn í Hafnarfjarðarslag í deildinni en FH-ingar eiga enn eftir að vinna á Ásvöllum undir hans stjórn (1 jafntefli og 2 töp). FH-liðið hefur hins vegar unnið þrjá af fjórum heimaleikjum sínum á móti Haukum undir hans stjórn. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, hefur margoft tekið þátt í Hafnarfjarðarslagnum sem leikmaður en mætir nú í fyrsta sinn sem þjálfari. Gengi útiliða í síðustu ellefu innbyrðis leikjum Hafnarfjarðarliðanna: 20. október 2022: Haukar töpuðu með einu marki í Kaplakrika (26-27) 10. apríl 2022: FH tapaði með einu marki á Ásvöllum (31-32) 1. desember 2021: Haukar töpuðu með fjórum mörkum í Kaplakrika (24-28) 15. maí 2021: FH tapaði með átta mörkum á Ásvöllum (26-34) 14. febrúar 2021: Jafntefli í Kaplakrika (29-29) 1. febrúar 2020: Haukar töpuðu með þremur mörkum í Kaplakrika (28-31) 9. október 2019: Jafntefli á Ásvöllum (29-29) 10. desember 2018: Jafntefli í Kaplakrika (25-25) 12. september 2018: Jafntefli á Ásvöllum (29-29) 18. desember 2017: Haukar töpuðu með einu marki í Kaplakrika (29-30) 25. september 2017: FH vann fjögurra marka sigur á Ásvöllum (27-23) - FH undir stjórn Sigursteins Arndal í Hafnarfjarðarslagnum: Í Kaplakrika 4 leikir 3 sigrar og 1 jafntefli 6 stig (88% stiga í húsi) +8 í markatölu Á Ásvöllum 3 leikir 2 töp og 1 jafntefli 1 stig (17% stiga í húsi) -9 í markatölu Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Baráttan um Hafnarfjörð verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport en upphitun hefst klukkan 19.15 og leikurinn svo klukkan 19.30. FH vann eins marks sigur í fyrri leiknum, 27-26, sem þýðir að útiliðið hefur ekki unnið Hafnarfjarðarslaginn síðan 25. september 2017 eða í fimm ár og fimm mánuði. Heimaliðið hefur enn fremur unnið fjóra síðustu leiki en frá því að FH vann á Ásvöllum í september hefur útiliðið aðeins náð í samtals fjögur stig í tíu leikjum (4 jafntefli og 6 töp). Það gera aðeins 0,4 stig í leik. Síðasti sigur FH á Ásvöllum var einnig síðasti útisigurinn í Hafnarfjarðarslagnum en FH vann 27-23 sigur í þeim leik. Flestir leikjanna hafa þó oftast verið jafnir og spennandi þótt að heimaliðið hafi aldrei tapað á þessum tíma. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, er í kvöld að stýra FH í áttunda sinn í Hafnarfjarðarslag í deildinni en FH-ingar eiga enn eftir að vinna á Ásvöllum undir hans stjórn (1 jafntefli og 2 töp). FH-liðið hefur hins vegar unnið þrjá af fjórum heimaleikjum sínum á móti Haukum undir hans stjórn. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, hefur margoft tekið þátt í Hafnarfjarðarslagnum sem leikmaður en mætir nú í fyrsta sinn sem þjálfari. Gengi útiliða í síðustu ellefu innbyrðis leikjum Hafnarfjarðarliðanna: 20. október 2022: Haukar töpuðu með einu marki í Kaplakrika (26-27) 10. apríl 2022: FH tapaði með einu marki á Ásvöllum (31-32) 1. desember 2021: Haukar töpuðu með fjórum mörkum í Kaplakrika (24-28) 15. maí 2021: FH tapaði með átta mörkum á Ásvöllum (26-34) 14. febrúar 2021: Jafntefli í Kaplakrika (29-29) 1. febrúar 2020: Haukar töpuðu með þremur mörkum í Kaplakrika (28-31) 9. október 2019: Jafntefli á Ásvöllum (29-29) 10. desember 2018: Jafntefli í Kaplakrika (25-25) 12. september 2018: Jafntefli á Ásvöllum (29-29) 18. desember 2017: Haukar töpuðu með einu marki í Kaplakrika (29-30) 25. september 2017: FH vann fjögurra marka sigur á Ásvöllum (27-23) - FH undir stjórn Sigursteins Arndal í Hafnarfjarðarslagnum: Í Kaplakrika 4 leikir 3 sigrar og 1 jafntefli 6 stig (88% stiga í húsi) +8 í markatölu Á Ásvöllum 3 leikir 2 töp og 1 jafntefli 1 stig (17% stiga í húsi) -9 í markatölu
Gengi útiliða í síðustu ellefu innbyrðis leikjum Hafnarfjarðarliðanna: 20. október 2022: Haukar töpuðu með einu marki í Kaplakrika (26-27) 10. apríl 2022: FH tapaði með einu marki á Ásvöllum (31-32) 1. desember 2021: Haukar töpuðu með fjórum mörkum í Kaplakrika (24-28) 15. maí 2021: FH tapaði með átta mörkum á Ásvöllum (26-34) 14. febrúar 2021: Jafntefli í Kaplakrika (29-29) 1. febrúar 2020: Haukar töpuðu með þremur mörkum í Kaplakrika (28-31) 9. október 2019: Jafntefli á Ásvöllum (29-29) 10. desember 2018: Jafntefli í Kaplakrika (25-25) 12. september 2018: Jafntefli á Ásvöllum (29-29) 18. desember 2017: Haukar töpuðu með einu marki í Kaplakrika (29-30) 25. september 2017: FH vann fjögurra marka sigur á Ásvöllum (27-23) - FH undir stjórn Sigursteins Arndal í Hafnarfjarðarslagnum: Í Kaplakrika 4 leikir 3 sigrar og 1 jafntefli 6 stig (88% stiga í húsi) +8 í markatölu Á Ásvöllum 3 leikir 2 töp og 1 jafntefli 1 stig (17% stiga í húsi) -9 í markatölu
Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira