Knattspyrnudeild Breiðabliks nauðbeygð til að skipta um gervigras Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 07:00 Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks. Vísir/Stöð 2 Knattspyrnudeild Breiðabliks var nauðbeygð til þess að skipta um gervigras á Kópavogsvelli til að liðið gæti spilað sína heimaleiki í Evrópukeppnunum í fótbolta í sumar. Nýtt gervigras var lagt á Kópavogsvöll fyrir fjórum árum, en grasið stenst ekki staðla knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og eini kosturinn í stöðunni að leggja nýtt gervigras á völlinn. „Það var nú verið að samþykkja þetta í bæjarráði í gær. Það er að segja þau tilboð sem komu inn og samþykkja ákveðið tilboð. Við erum að tala um 15. apríl til 15. maí þannig að þetta er mánuður ef allt gengur að óskum,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Leikjaplan riðlast Vegna þessa framkvæmda þarf Breiðablik að öllum líkindum að færa til leiki, bæði í Bestu-deild karla og kvenna, en Eysteinn segir að verið sé að vinna í lausn á því máli. „Þetta raðast nú þannig upp að þetta eru tveir leikir hjá strákunum og einn leikur hjá stelpunum, plús þá hugsanlega bikarleikir. Þannig við erum bara að vinna í því núna að finna laust á því.“ Klippa: Breiðablik nýtt gervigras og flóðljós Þurfa einnig ný flóðljós Ný flóðlýsing var einnig sett upp á Kópavogsvelli fyrir fjórum árum. Það er hins vegar deginum ljósara að sú lýsing stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag og samþykktar voru á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands um liðna helgi og því þarf einnig ný flóðljós. „Við allavega þurfum fyrst og fremst til að geta spilað þessar fyrstu umferðir í Evrópukeppnunum að skipta um mottuna því hún stenst ekki kröfurnar í Evrópukeppnunum. En þessi motta sem við stöndum á stenst kröfurnar í Bestu-deildinni þannig við þurfum að byrja á því.“ „Varðandi ljósin þá er það náttúrulega bara eitthvað verkefni sem við verðum að vinna með bæjaryfirvöldum. Peningarnir eru af skornum skammti og það þarf náttúrulega að forgangsraða í þessu eins og öðru. En bærinn hefur náttúrulega bara stutt okkur mjög myndarlega í því að láta þessa aðstöðu verða að veruleika og fyrsta skrefið er að skipta um gras og svo verður hitt bara að koma í kjölfarið.“ „Þessi flóðljós fóru upp vorið 2019 þannig að þetta er ekki langur tími. Hugsanlega er hægt að gera einhverjar breytingar á þeim, en við verðum bara að skoða þau mál með bæjaryfirvöldum.“ Aðstaðan sprungin Aðstaðan í Kópavogi er löngu sprungin og Breiðablik þarf í raun nýjan gervigrasvöll. „Við höfum verið að gæla við það að reyna að setja völl hérna vestan við Fífuna og hugsanlega skoða hvort að hægt sé að færa þessa mottu sem er í góðu lagi þannig lagað séð. Nýta þessa fjárfestingu í það að koma henni vestan við Fífuna þannig við fáum auka æfingavöll sem okkur sárlega vantar.“ Besta deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira
Nýtt gervigras var lagt á Kópavogsvöll fyrir fjórum árum, en grasið stenst ekki staðla knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og eini kosturinn í stöðunni að leggja nýtt gervigras á völlinn. „Það var nú verið að samþykkja þetta í bæjarráði í gær. Það er að segja þau tilboð sem komu inn og samþykkja ákveðið tilboð. Við erum að tala um 15. apríl til 15. maí þannig að þetta er mánuður ef allt gengur að óskum,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Leikjaplan riðlast Vegna þessa framkvæmda þarf Breiðablik að öllum líkindum að færa til leiki, bæði í Bestu-deild karla og kvenna, en Eysteinn segir að verið sé að vinna í lausn á því máli. „Þetta raðast nú þannig upp að þetta eru tveir leikir hjá strákunum og einn leikur hjá stelpunum, plús þá hugsanlega bikarleikir. Þannig við erum bara að vinna í því núna að finna laust á því.“ Klippa: Breiðablik nýtt gervigras og flóðljós Þurfa einnig ný flóðljós Ný flóðlýsing var einnig sett upp á Kópavogsvelli fyrir fjórum árum. Það er hins vegar deginum ljósara að sú lýsing stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag og samþykktar voru á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands um liðna helgi og því þarf einnig ný flóðljós. „Við allavega þurfum fyrst og fremst til að geta spilað þessar fyrstu umferðir í Evrópukeppnunum að skipta um mottuna því hún stenst ekki kröfurnar í Evrópukeppnunum. En þessi motta sem við stöndum á stenst kröfurnar í Bestu-deildinni þannig við þurfum að byrja á því.“ „Varðandi ljósin þá er það náttúrulega bara eitthvað verkefni sem við verðum að vinna með bæjaryfirvöldum. Peningarnir eru af skornum skammti og það þarf náttúrulega að forgangsraða í þessu eins og öðru. En bærinn hefur náttúrulega bara stutt okkur mjög myndarlega í því að láta þessa aðstöðu verða að veruleika og fyrsta skrefið er að skipta um gras og svo verður hitt bara að koma í kjölfarið.“ „Þessi flóðljós fóru upp vorið 2019 þannig að þetta er ekki langur tími. Hugsanlega er hægt að gera einhverjar breytingar á þeim, en við verðum bara að skoða þau mál með bæjaryfirvöldum.“ Aðstaðan sprungin Aðstaðan í Kópavogi er löngu sprungin og Breiðablik þarf í raun nýjan gervigrasvöll. „Við höfum verið að gæla við það að reyna að setja völl hérna vestan við Fífuna og hugsanlega skoða hvort að hægt sé að færa þessa mottu sem er í góðu lagi þannig lagað séð. Nýta þessa fjárfestingu í það að koma henni vestan við Fífuna þannig við fáum auka æfingavöll sem okkur sárlega vantar.“
Besta deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira