Íhugar að fara í mál vegna ummæla í hlaðvarpsþætti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2023 10:30 Mark Clattenburg er ekki sáttur. Shaun Botterill/Getty Images Dómarinn fyrrverandi Mark Clattenburg íhugar nú hvort hann eigi að fara í mál við Danny Simspon vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla í hlaðvarpsþætti á dögunum. Þar sagði hann að Clattenburg hefði sleppt því að reka leikmann af velli því hann vildi að Leicester City yrði Englandsmeistari. Dómarinn fyrrverandi Mark Clattenburg íhugar nú hvort hann eigi að fara í mál við Danny Simspon vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla í hlaðvarpsþætti á dögunum. Þar sagði hann að Clattenburg hefði sleppt því að reka leikmann af velli því hann vildi að Leicester City yrði Englandsmeistari. Danny Simpson var hluti af Leicester City liðinu sem varð Englandsmeistari vorið 2016. Hann lék einnig fyrir lið á borð við Manchester United, Newcastle United og Queens Park Rangers ásamt fleiri liðum. Simpson mætti í hlaðvarpið Undr the Cosh á dögunum og fór yfir feril sinn. Ásamt því að ræða það hvernig Cristiano Ronaldo aðstoðaði sig þegar hann var á stefnumóti með ungfrú Kaliforníu þá ræddi hann tímabilið sem Leicester City varð Englandsmeistari öllum að óvörum. Danny Simpson on Ronaldo changing the course of his date with Miss California pic.twitter.com/fXn7Q33HFp— UndrTheCosh (@UndrTheCosh) February 28, 2023 Þar sagði Simpson að í leik á síðari hluta tímabilsins hefði Clattenburg, þá einn af færustu dómurum Englands, sleppt því að reka Danny Drinkwater af velli og sagt í kjölfarið „Ég ætti að reka þig af velli en ég vil að þið vinnið.“ „Ég held það hafi verið Drinkwater. Hann átti að fá annað gult spjald og Clattenburg hefði auðveldlega getað sent hann af velli en hann gerði það ekki,“ sagði Simpson enn fremur. I m sure people will laugh at this, but Danny Simpson suggesting Mark Clattenburg was biased towards Leicester in the 2015/16 damages the Premier League s integrity severely.That could be a serious scandal. pic.twitter.com/59F1dmTXiA— Alex Mitton (@Alexmitton10) March 2, 2023 Clattenburg dæmdi fjóra leiki hjá Leicester þetta tímabil en gaf Drinkwater aldrei spjald. Þeir leikmenn sem fóru í svörtu bókina hjá Clattenburg voru Robert Huth, þrisvar, og Jamie Vardy einu sinni. Clattenburg neitar ásökunum Simpson og segir að það sé fráleitt að hann hafi sagt slíkan hlut við leikmann Leicester. Nefnir hann sem dæmi að samstarfsmenn hans hefðu heyrt ummælin – ef þau væru sönn – í gegnum samskiptabúnað dómara. „Málið er nú komið til lögfræðingsins míns,“ sagði Clattenburg að endingu um málið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Dómarinn fyrrverandi Mark Clattenburg íhugar nú hvort hann eigi að fara í mál við Danny Simspon vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla í hlaðvarpsþætti á dögunum. Þar sagði hann að Clattenburg hefði sleppt því að reka leikmann af velli því hann vildi að Leicester City yrði Englandsmeistari. Danny Simpson var hluti af Leicester City liðinu sem varð Englandsmeistari vorið 2016. Hann lék einnig fyrir lið á borð við Manchester United, Newcastle United og Queens Park Rangers ásamt fleiri liðum. Simpson mætti í hlaðvarpið Undr the Cosh á dögunum og fór yfir feril sinn. Ásamt því að ræða það hvernig Cristiano Ronaldo aðstoðaði sig þegar hann var á stefnumóti með ungfrú Kaliforníu þá ræddi hann tímabilið sem Leicester City varð Englandsmeistari öllum að óvörum. Danny Simpson on Ronaldo changing the course of his date with Miss California pic.twitter.com/fXn7Q33HFp— UndrTheCosh (@UndrTheCosh) February 28, 2023 Þar sagði Simpson að í leik á síðari hluta tímabilsins hefði Clattenburg, þá einn af færustu dómurum Englands, sleppt því að reka Danny Drinkwater af velli og sagt í kjölfarið „Ég ætti að reka þig af velli en ég vil að þið vinnið.“ „Ég held það hafi verið Drinkwater. Hann átti að fá annað gult spjald og Clattenburg hefði auðveldlega getað sent hann af velli en hann gerði það ekki,“ sagði Simpson enn fremur. I m sure people will laugh at this, but Danny Simpson suggesting Mark Clattenburg was biased towards Leicester in the 2015/16 damages the Premier League s integrity severely.That could be a serious scandal. pic.twitter.com/59F1dmTXiA— Alex Mitton (@Alexmitton10) March 2, 2023 Clattenburg dæmdi fjóra leiki hjá Leicester þetta tímabil en gaf Drinkwater aldrei spjald. Þeir leikmenn sem fóru í svörtu bókina hjá Clattenburg voru Robert Huth, þrisvar, og Jamie Vardy einu sinni. Clattenburg neitar ásökunum Simpson og segir að það sé fráleitt að hann hafi sagt slíkan hlut við leikmann Leicester. Nefnir hann sem dæmi að samstarfsmenn hans hefðu heyrt ummælin – ef þau væru sönn – í gegnum samskiptabúnað dómara. „Málið er nú komið til lögfræðingsins míns,“ sagði Clattenburg að endingu um málið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira