Fyrsti Íslendingurinn á skólastyrk í 52 ár ætlar alla leið í NFL Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2023 09:01 Bjartur Eldur Þórsson. Vísir/Sigurjón Hinn 19 ára gamli Bjartur Eldur Þórsson er á leið til Bandaríkjanna að spila amerískan fótbolta á skólastyrk, fyrstur Íslendinga. Hann stefnir hátt í íþróttinni. Bjartur hefur aðeins leikið íþróttina í um eitt og hálft ár og spilar sem útherji (e. wide receiver) með Einherjum í Kópavogi, sem er eina slíka liðið hér á landi. Hann segist fljótt hafa heillast af íþróttinni. „Ég byrjaði sumarið 2021, svo ég er bara frekar nýr í þessu. Ég byrjaði í U18 ára flokknum hjá Einherjum og svo fór ég bara fljótt upp í Einherjaliðið og náði að vinna mér inn sæti þar í byrjunarliðinu,“ „Ég var í [evrópskum] fótbolta sama sumar en svo fannst mér eiginlega bara miklu skemmtilegra í hinu. Ég var bara kominn með leið á fótboltanum, hætti bara í honum og byrjaði í ameríska,“ segir Bjartur. Enginn smá styrkur Bjartur fær heilar fimm milljónir árlega í skólastyrk og mun nema við Kiski-skólann í Pennsylvaniu. En hvernig kom það til að hann fékk svo veglegan styrk? „Ég fór út til Bandaríkjanna með pabba mínum að horfa á NFL-leiki, háskóla- og menntaskólaleiki. Ég sá bara að ég gæti kannski verið þarna að spila og fannst geggjað að fara þarna að skoða þetta,“ „Svo hringdum við bara í Brynjar sem er með Soccer and Education og spurðum hann hvort hann gæti hjálpað okkur með þetta,“ segir Bjartur sem á þar við Brynjar Benediktsson, framkvæmdastjóra áðurnefnds fyrirtækis sem hjálpar ungu íslensku fólki að komast á skólastyrk vestanhafs í gegnum fótbolta - en nú einnig amerískan fótbolta. „Þá fór ferlið í gang. Ég sendi þeim filmu af mér í amerískum fótbolta og hann sendi þjálfurum úti. Þá voru nokkrir þjálfarar sem vildu mig, ég talaði aðeins við þá aðeins og þeir buðu mér samning,“ segir Bjartur. Bjartur er fyrsti Íslendingurinn til að fá skólastyrk til að spila íþróttina vestanhafs í 52 ár. Geir Ingimarsson fékk slíkan styrk hjá Seqouias-háskóla í Kaliforníu árið 1971 hvar hann spilaði sem sparkari. Draumurinn að fara alla leið í NFL En hvert stefnir Bjartur í kjölfarið? „Það væri náttúrulega draumur að fara í háskólaboltann. Vonandi í efstu eða næstefstu deild, jafnvel þriðju. Ef ég kemst að þar þá vil ég standa mig þar og vonandi komast einn daginn í NFL.“ En hvert er þá draumaliðið í NFL-deildinni? „Ég myndi alltaf velja Ravens, það er mitt lið. En auðvitað væri ég til í að fara í hvaða lið sem er,“ segir Bjartur. Uppfært kl. 12:00: Greint var frá því að Bjartur væri fyrstur Íslendinga til að fá styrk, en hefur verið leiðrétt þar sem Geir fékk slíkan 52 árum fyrr. NFL Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. 4. febrúar 2023 09:01 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Sjá meira
Bjartur hefur aðeins leikið íþróttina í um eitt og hálft ár og spilar sem útherji (e. wide receiver) með Einherjum í Kópavogi, sem er eina slíka liðið hér á landi. Hann segist fljótt hafa heillast af íþróttinni. „Ég byrjaði sumarið 2021, svo ég er bara frekar nýr í þessu. Ég byrjaði í U18 ára flokknum hjá Einherjum og svo fór ég bara fljótt upp í Einherjaliðið og náði að vinna mér inn sæti þar í byrjunarliðinu,“ „Ég var í [evrópskum] fótbolta sama sumar en svo fannst mér eiginlega bara miklu skemmtilegra í hinu. Ég var bara kominn með leið á fótboltanum, hætti bara í honum og byrjaði í ameríska,“ segir Bjartur. Enginn smá styrkur Bjartur fær heilar fimm milljónir árlega í skólastyrk og mun nema við Kiski-skólann í Pennsylvaniu. En hvernig kom það til að hann fékk svo veglegan styrk? „Ég fór út til Bandaríkjanna með pabba mínum að horfa á NFL-leiki, háskóla- og menntaskólaleiki. Ég sá bara að ég gæti kannski verið þarna að spila og fannst geggjað að fara þarna að skoða þetta,“ „Svo hringdum við bara í Brynjar sem er með Soccer and Education og spurðum hann hvort hann gæti hjálpað okkur með þetta,“ segir Bjartur sem á þar við Brynjar Benediktsson, framkvæmdastjóra áðurnefnds fyrirtækis sem hjálpar ungu íslensku fólki að komast á skólastyrk vestanhafs í gegnum fótbolta - en nú einnig amerískan fótbolta. „Þá fór ferlið í gang. Ég sendi þeim filmu af mér í amerískum fótbolta og hann sendi þjálfurum úti. Þá voru nokkrir þjálfarar sem vildu mig, ég talaði aðeins við þá aðeins og þeir buðu mér samning,“ segir Bjartur. Bjartur er fyrsti Íslendingurinn til að fá skólastyrk til að spila íþróttina vestanhafs í 52 ár. Geir Ingimarsson fékk slíkan styrk hjá Seqouias-háskóla í Kaliforníu árið 1971 hvar hann spilaði sem sparkari. Draumurinn að fara alla leið í NFL En hvert stefnir Bjartur í kjölfarið? „Það væri náttúrulega draumur að fara í háskólaboltann. Vonandi í efstu eða næstefstu deild, jafnvel þriðju. Ef ég kemst að þar þá vil ég standa mig þar og vonandi komast einn daginn í NFL.“ En hvert er þá draumaliðið í NFL-deildinni? „Ég myndi alltaf velja Ravens, það er mitt lið. En auðvitað væri ég til í að fara í hvaða lið sem er,“ segir Bjartur. Uppfært kl. 12:00: Greint var frá því að Bjartur væri fyrstur Íslendinga til að fá styrk, en hefur verið leiðrétt þar sem Geir fékk slíkan 52 árum fyrr.
NFL Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. 4. febrúar 2023 09:01 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Sjá meira
Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. 4. febrúar 2023 09:01