Innlit í framtíðina hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2023 09:16 Cody Gakpo fagnar fyrra marki sínu í leiknum í gær. Hann skoraði það með frábærri afgreiðslu. AP/Jon Super Útlitið var svart hjá Liverpool fyrir aðeins nokkrum vikum síðan en í dag svífa stuðningsmenn félagsins um á bleiku skýi eftir að Liverpool skaut erkifjendurna í Manchester United niður á jörðina með sjö núll stórsigri á Anfeld í gær. Manchester United var búið að vinna sinn fyrsta titil í sex ár og var farið að horfa upp töfluna á mögulega titilbaráttu og jafnvel fernu af titlum á þessu tímabili. Þess í stað verður 5. mars 2023 stór hluti af sögunni hjá báðum félögum og hér eftir verður alltaf ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að rifja upp þennan örlagaríka dag. Það verða einkum 45 mínúturnar í seinni hálfleik sem verða í manna minnum en þar skoraði Liverpool liðið sex mörk. Liverpool 7-0 Man Utd: 'Glimpse of future as Reds humiliate old rivals' @BBCWorld https://t.co/vt7hVHtV4j— Saad Mohseni (@saadmohseni) March 6, 2023 Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu skrifar pistil um leikinn og hann segir að það að þetta sé stærsta tap United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og það stærsta í efstu deild frá því fyrir seinni heimsstyrjöld muni veita stuðningsmönnum Liverpool svo mikla ánægju en um leið særa stuðningsmenn Manchetser United inn að beini. McNulty skrifar líka að við höfum mögulega fengið innlit í framtíðina hjá Liverpool í þessum leik. Þungarokkspressan var aftur mætt og auk þess að skora sjö mörk þá hélt liðið hreinu í þriðja leiknum í röð. Við sáum auðvitað Mohamed Salah skora tvö mörk og bæta markamet félagsins í ensku úrvalsdeildinni sem var í eigu Robbie Fowler. Það minnti vissulega á gömlu góðu dagana en það voru mörkin frá nýju strákunum við hlið hans í framlínunni sem gáfu okkur kannski innlit í framtíðina hjá Liverpool. Liverpool hefur keypt þá Darwin Nunez og Cody Gakpo í síðustu tveimur gluggum og hingað til höfðu þeir ekki staðið undir væntingum. Nunez klaufskur fyrir framan markið og Gakpo oftar en ekki hálfósýnilegur í framlínunni. Að þess sinni stimpiluðu þeir sig inn með tveimur góðum mörkum hvor. Liverpool þrennan Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino á sinn sess í sögu félagsins og kannski var Jürgen Klopp að veðja á réttu hestana þegar hann náði í þá Nunez og Gakpo. Afgreiðslur Gakpo voru í heimsklassa og eftir erfiða byrjun ætti hann nú að hafa sjálfstraustið til að sýna af hverju Manchester United og Liverpool börðust um að fá hann til sín. Liverpool liðið nálgaðist líka Tottenham og Newcastle United í baráttunni um fjórða Meistaradeildarsæti og nýtt sér að þau töpuðu bæði um helgina. Það verður vissulega fróðlegt að sjá hvað verður um tímabilið sem var aðeins fyrir nokkrum vikum að fara til fjandans hjá Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Manchester United var búið að vinna sinn fyrsta titil í sex ár og var farið að horfa upp töfluna á mögulega titilbaráttu og jafnvel fernu af titlum á þessu tímabili. Þess í stað verður 5. mars 2023 stór hluti af sögunni hjá báðum félögum og hér eftir verður alltaf ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að rifja upp þennan örlagaríka dag. Það verða einkum 45 mínúturnar í seinni hálfleik sem verða í manna minnum en þar skoraði Liverpool liðið sex mörk. Liverpool 7-0 Man Utd: 'Glimpse of future as Reds humiliate old rivals' @BBCWorld https://t.co/vt7hVHtV4j— Saad Mohseni (@saadmohseni) March 6, 2023 Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu skrifar pistil um leikinn og hann segir að það að þetta sé stærsta tap United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og það stærsta í efstu deild frá því fyrir seinni heimsstyrjöld muni veita stuðningsmönnum Liverpool svo mikla ánægju en um leið særa stuðningsmenn Manchetser United inn að beini. McNulty skrifar líka að við höfum mögulega fengið innlit í framtíðina hjá Liverpool í þessum leik. Þungarokkspressan var aftur mætt og auk þess að skora sjö mörk þá hélt liðið hreinu í þriðja leiknum í röð. Við sáum auðvitað Mohamed Salah skora tvö mörk og bæta markamet félagsins í ensku úrvalsdeildinni sem var í eigu Robbie Fowler. Það minnti vissulega á gömlu góðu dagana en það voru mörkin frá nýju strákunum við hlið hans í framlínunni sem gáfu okkur kannski innlit í framtíðina hjá Liverpool. Liverpool hefur keypt þá Darwin Nunez og Cody Gakpo í síðustu tveimur gluggum og hingað til höfðu þeir ekki staðið undir væntingum. Nunez klaufskur fyrir framan markið og Gakpo oftar en ekki hálfósýnilegur í framlínunni. Að þess sinni stimpiluðu þeir sig inn með tveimur góðum mörkum hvor. Liverpool þrennan Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino á sinn sess í sögu félagsins og kannski var Jürgen Klopp að veðja á réttu hestana þegar hann náði í þá Nunez og Gakpo. Afgreiðslur Gakpo voru í heimsklassa og eftir erfiða byrjun ætti hann nú að hafa sjálfstraustið til að sýna af hverju Manchester United og Liverpool börðust um að fá hann til sín. Liverpool liðið nálgaðist líka Tottenham og Newcastle United í baráttunni um fjórða Meistaradeildarsæti og nýtt sér að þau töpuðu bæði um helgina. Það verður vissulega fróðlegt að sjá hvað verður um tímabilið sem var aðeins fyrir nokkrum vikum að fara til fjandans hjá Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira